Sport

Ormar í matnum í Ólympíuþorpinu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Mötuneytið í Ólympíuþorpinu þykir ekki gott.
Mötuneytið í Ólympíuþorpinu þykir ekki gott. getty / vísir

Aftur heyrist úr Ólympíuþorpinu að maturinn sé óviðunandi. Íþróttafólk hefur kvartað mikið yfir skort á kjöti, því hefur verið gefinn fiskur í staðinn en nú segir Adam Peaty að þar finnist ormar.

Sundkappinn Adam Peaty segir í samtali við TalkSport að mötuneytið sé algjör martröð fyrir íþróttafólkið, það þurfi að standa í löngum röðum til að þess að fá vondan mat.

„Í Tókýó var maturinn frábær, í Ríó var maturinn frábær, en núna? Það er ekki nóg prótín í boði, raðirnar eru allt að þrjátíu mínútna langar. Þau tala um sjálfbærni en ég vil kjöt, ég þarf kjöt til að ná fram mínu besta. Mér finnst fiskur góður en fólk hefur fundið orma í fisknum. Gæðastaðallinn er enginn, við erum með fremsta íþróttafólk heims hérna en erum ekki að gefa þeim bestu mögulegu næringuna.“

Skipuleggjendur Ólympíuþorpsins hafa svarað gagnrýninni og sagt að verið sá að vinna í því að bregðast við kvörtunum íþróttafólksins. Meira kjöt verði sett á borð og fleira starfsfólk ráðið inn til að láta hlutina ganga betur fyrir sig.

Þeir hafa þó haft nokkurn tíma til að bregðast við því allt frá því þorpið var opnað hefur íþróttafólk kvartað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×