Hundurinn sem hjálpaði Biles og Bandaríkjunum að vinna gullið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2024 11:00 Simone Biles og Beacon. Einn helsti aðstoðarmaður Simones Biles og bandarísku fimleikakvennanna á Ólympíuleikunum er ferfætlingur; hundurinn Beacon. Bandaríkin unnu liðakeppnina á Ólympíuleikunum í París og Biles vann gull í fjölþraut og á stökki. Uppskera bandaríska liðsins var því ansi góð og mun betri en í Tókýó fyrir þremur árum. Ein af ástæðunum fyrir góðu gengi Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum er nærvera fjögurra ára Golden Retriever hundsins Beacons. Hann hefur verið bandaríska liðinu til halds og trausts síðasta árið. Beacon hjálpar Biles og stöllum hennar að róa taugarnar og líða eins vel og mögulegt er fyrir og eftir keppni. Beacon var með á úrtökumóti Bandaríkjanna og fór svo með til Parísar. Beacon varð frægur eftir að Sunisa Lee, sem er í bandaríska liðinu, birti nokkrar myndir af hvuttanum frá úrtökumótinu. Frægðarsól hans hefur svo skinið enn skærar síðan Ólympíuleikarnir hófust. View this post on Instagram A post shared by Sunisa Lee (@sunisalee) Eigandi Beacons er fimleikaþjálfarinn fyrrverandi, Tracey Callahan Molnar. Þær búa saman í Pasadena í Kaliforníu. Auk þess að aðstoða fimleikafólk fer Molnar með Beacon í reglulegar heimsóknir á spítala í Pasadena. Beacon er með sína eigin Instagram-síðu en þar má fylgjast með ævintýrum þessa lífsglaða ferfætlings. View this post on Instagram A post shared by beacon miller & tulsa luna (@goldendogbeacon) The Guardian fjallaði ítarlega um Beacon í gær en umfjöllunina má lesa með því að smella hér. Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Hundar Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Bandaríkin unnu liðakeppnina á Ólympíuleikunum í París og Biles vann gull í fjölþraut og á stökki. Uppskera bandaríska liðsins var því ansi góð og mun betri en í Tókýó fyrir þremur árum. Ein af ástæðunum fyrir góðu gengi Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum er nærvera fjögurra ára Golden Retriever hundsins Beacons. Hann hefur verið bandaríska liðinu til halds og trausts síðasta árið. Beacon hjálpar Biles og stöllum hennar að róa taugarnar og líða eins vel og mögulegt er fyrir og eftir keppni. Beacon var með á úrtökumóti Bandaríkjanna og fór svo með til Parísar. Beacon varð frægur eftir að Sunisa Lee, sem er í bandaríska liðinu, birti nokkrar myndir af hvuttanum frá úrtökumótinu. Frægðarsól hans hefur svo skinið enn skærar síðan Ólympíuleikarnir hófust. View this post on Instagram A post shared by Sunisa Lee (@sunisalee) Eigandi Beacons er fimleikaþjálfarinn fyrrverandi, Tracey Callahan Molnar. Þær búa saman í Pasadena í Kaliforníu. Auk þess að aðstoða fimleikafólk fer Molnar með Beacon í reglulegar heimsóknir á spítala í Pasadena. Beacon er með sína eigin Instagram-síðu en þar má fylgjast með ævintýrum þessa lífsglaða ferfætlings. View this post on Instagram A post shared by beacon miller & tulsa luna (@goldendogbeacon) The Guardian fjallaði ítarlega um Beacon í gær en umfjöllunina má lesa með því að smella hér.
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Hundar Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira