Segir líforkuver risastórt skref í átt að matvælaöryggi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2024 12:30 Bjarkey Olsen matvælaráðherra segir uppbyggingu líforkuversins risastórt og mikilvægt skref fyrir landið. Vísir/Einar Matvælaráðherra segir uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði stórt skref fyrir matvælaframleiðslu á Íslandi sem og í átt að betra hringrásarhagkerfi. Stefnt er að því að hefjast handa á næsta ári og taka á verið í notkun 2028. Bjarkey Olsen matvælaráðherra fundaði með forsvarsmönnum félagsins Líforkuvers í Hofi á Akureyri í gær þar sem ný heimasíða félagsins var jafnframt opnuð. Félagið mun standa að uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði, sem á að leysa þann vanda sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir við söfnun, móttöku og vinnslu dýraleIfa. „Á Dysnesi er stefnan að verði reist líforkuver til þess að vinna þessar afurðir, sem við þurfum að koma fyrir. Í dag er þetta urðað og það er auðvitað óheimilt samkvæmt lögum. Þetta er fyrsta skrefið. Það er búið að vinna að þessu mjög lengi, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra hafa gert það mjög lengi og þetta er okkar svar við því að standast þessar kröfur og þessi lög,“ segir Bjarkey. Ísland hefur fengið slæmar einkunnir fyrir að uppfylla ekki skyldur sínar í málaflokknum og fékk áminningarbréf í júní síðastliðnum frá EFTA, þar sem kallað var eftir að Ísland færi eftir dómi EFTA-dómstólsins frá árinu 2022 þar sem slegið var á hendur stjórnvalda fyrir að fara ekki að EES reglum er varða aukaafurðir dýra. „Nú erum við að sjá að við getum útbúið verðmæti og hringrásarkerfið nái að virka í staðin fyrir að urða og menga jarðveg með dýraleIfum, sem er óheimilt. Þetta er sannarlega risastórt skref.“ Úr úrganginum verður meðal annars framleidd fita sem og kjötmjöl, sem hægt er að nota sem orkugjafa í hátæknibrennslu. Hún segir þetta jafnframt skipta máli í sambandi við vottun matvæla. „Það er í raun á höndum ríkisins að útbúa einhvern farveg til þess að meðhöndla þetta á viðeigandi hátt. Þetta skiptir líka bara gríðarlega miklu máli, ekki síst varðandi vottun matvæla á Íslandi. Það er mikið undir að mati okkar, sem erum fylgjandi þessu. Vottun matvæla frá Íslandi skiptir máli í öllu stóra samhenginu af því að þá erum við að tala um sjávarútveg og allt sem við erum að flytja út,“ segir Bjarkey. Dýr Dýraheilbrigði Hörgársveit Loftslagsmál Umhverfismál Orkuskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Bjarkey Olsen matvælaráðherra fundaði með forsvarsmönnum félagsins Líforkuvers í Hofi á Akureyri í gær þar sem ný heimasíða félagsins var jafnframt opnuð. Félagið mun standa að uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði, sem á að leysa þann vanda sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir við söfnun, móttöku og vinnslu dýraleIfa. „Á Dysnesi er stefnan að verði reist líforkuver til þess að vinna þessar afurðir, sem við þurfum að koma fyrir. Í dag er þetta urðað og það er auðvitað óheimilt samkvæmt lögum. Þetta er fyrsta skrefið. Það er búið að vinna að þessu mjög lengi, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra hafa gert það mjög lengi og þetta er okkar svar við því að standast þessar kröfur og þessi lög,“ segir Bjarkey. Ísland hefur fengið slæmar einkunnir fyrir að uppfylla ekki skyldur sínar í málaflokknum og fékk áminningarbréf í júní síðastliðnum frá EFTA, þar sem kallað var eftir að Ísland færi eftir dómi EFTA-dómstólsins frá árinu 2022 þar sem slegið var á hendur stjórnvalda fyrir að fara ekki að EES reglum er varða aukaafurðir dýra. „Nú erum við að sjá að við getum útbúið verðmæti og hringrásarkerfið nái að virka í staðin fyrir að urða og menga jarðveg með dýraleIfum, sem er óheimilt. Þetta er sannarlega risastórt skref.“ Úr úrganginum verður meðal annars framleidd fita sem og kjötmjöl, sem hægt er að nota sem orkugjafa í hátæknibrennslu. Hún segir þetta jafnframt skipta máli í sambandi við vottun matvæla. „Það er í raun á höndum ríkisins að útbúa einhvern farveg til þess að meðhöndla þetta á viðeigandi hátt. Þetta skiptir líka bara gríðarlega miklu máli, ekki síst varðandi vottun matvæla á Íslandi. Það er mikið undir að mati okkar, sem erum fylgjandi þessu. Vottun matvæla frá Íslandi skiptir máli í öllu stóra samhenginu af því að þá erum við að tala um sjávarútveg og allt sem við erum að flytja út,“ segir Bjarkey.
Dýr Dýraheilbrigði Hörgársveit Loftslagsmál Umhverfismál Orkuskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira