Lokað vegna linnulausrar rigningar Eiður Þór Árnason skrifar 7. ágúst 2024 12:47 Tjaldsvæðið á góðum degi í fyrra. Nú eru um þrjú hjólhýsi á svæðinu. Reykholt Campsite Tjaldsvæðinu í Reykholti hefur verið lokað vegna mikilla rigninga. Framkvæmdastjóri segir þetta gert til að verja grasið og jarðveginn en nær linnulaus væta hefur verið þar að undanförnu. Tjaldsvæðinu var lokað í gær en búið var að girða af hluta svæðisins í síðustu viku og var um helmingur þess lokaður um verslunarmannahelgina til þess að takmarka fjölda gesta. „Það hefur verið að rigna á hverjum degi og jarðvegurinn hefur ekki tíma til að þorna upp. Þetta er erfitt landslag með leir sem heldur vatninu á yfirborðinu,“ segir Iulian Tabara sem rekur tjaldsvæðið. Ekki fengið tvo góða daga í langan tíma Óvenju mikil úrkoma mældist á landinu í júlí og voru slegin met á vestanverðu landinu. Iulian bendir á að hjól- og fellihýsi séu þung og sömuleiðis bílarnir sem þeim fylgi. Síðast rigndi á tjaldsvæðinu í nótt en nokkrir gestir sem voru á svæðinu fá að vera þar áfram, einkum þeir sem eru með langtímasamning. „Við viljum lágmarka skemmdirnar á grasinu og það tekur tíma að jafna sig.“ Yfirleitt þurfi svæðið tvo til þrjá þurra og sólríka daga eftir að það hefur rignt en tjaldsvæðið hafi ekki fengið það andrými í nokkurn tíma. Vinna að lagfæringum Þetta er annað sumarið sem Iulian rekur tjaldsvæðið og hann segir þetta mikil viðbrigði. „Þetta hefur ekki verið gott sumar.“ Til samanburðar hafi júlí á síðasta ári verið mjög hlýr og sumarið heilt yfir mjög gott. „Við bjuggumst ekki við því að það myndi rigna svona mikið og að við myndum sjá svona miklar skemmdir. En við erum að vinna að því að lagfæra vegi og annað svo þeir þoli meiri þyngd.“ Opna mögulega ekki aftur í sumar „Við ákváðum að loka í nokkra daga til að sjá hvort veðrið skáni og ef jarðvegurinn lítur vel út munum við opna eftir nokkra daga,“ segir Iulian. Ef það gerist ekki muni tjaldsvæðið líklega ekki verða opnað aftur í sumar. Síðustu ár hafi verið hægt að leggja hjól- og fellihýsum þar fram í lok september. „Það hafa líka verið að koma mikið af útlendingum og við buðum þeim að vera á bílastæðinu ef þeir þurfa að nota eldhús og klósettaðstöðuna hjá okkur,“ segir Iulian. Ekki allir ferðamenn hafi þegið þann valkost. Veðurfarið í sumar hefur eðlilega haft mikil áhrif á rekstur tjaldsvæðisins í Reykholti. „Ef veðrið er gott þá koma Íslendingarnir og þeir höfðu ekki tækifæri til þess í júlí vegna veðurs. Þetta er að sjálfsögðu fjárhagslegt tap en hvað getum við gert? Við getum ekki stjórnað veðrinu,“ segir Iulian Tabara sem hefur lært það af eigin raun hversu áhættusamt það er að stóla á íslenska veðrið. Veður Bláskógabyggð Tjaldsvæði Tengdar fréttir Úrkoman í júlí sló met Óvenjublautt var á vestanverðu landinu í júlí. Á nokkrum úrkomustöðvum var úrkoman sú mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfarið í júlí. 2. ágúst 2024 09:55 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Tjaldsvæðinu var lokað í gær en búið var að girða af hluta svæðisins í síðustu viku og var um helmingur þess lokaður um verslunarmannahelgina til þess að takmarka fjölda gesta. „Það hefur verið að rigna á hverjum degi og jarðvegurinn hefur ekki tíma til að þorna upp. Þetta er erfitt landslag með leir sem heldur vatninu á yfirborðinu,“ segir Iulian Tabara sem rekur tjaldsvæðið. Ekki fengið tvo góða daga í langan tíma Óvenju mikil úrkoma mældist á landinu í júlí og voru slegin met á vestanverðu landinu. Iulian bendir á að hjól- og fellihýsi séu þung og sömuleiðis bílarnir sem þeim fylgi. Síðast rigndi á tjaldsvæðinu í nótt en nokkrir gestir sem voru á svæðinu fá að vera þar áfram, einkum þeir sem eru með langtímasamning. „Við viljum lágmarka skemmdirnar á grasinu og það tekur tíma að jafna sig.“ Yfirleitt þurfi svæðið tvo til þrjá þurra og sólríka daga eftir að það hefur rignt en tjaldsvæðið hafi ekki fengið það andrými í nokkurn tíma. Vinna að lagfæringum Þetta er annað sumarið sem Iulian rekur tjaldsvæðið og hann segir þetta mikil viðbrigði. „Þetta hefur ekki verið gott sumar.“ Til samanburðar hafi júlí á síðasta ári verið mjög hlýr og sumarið heilt yfir mjög gott. „Við bjuggumst ekki við því að það myndi rigna svona mikið og að við myndum sjá svona miklar skemmdir. En við erum að vinna að því að lagfæra vegi og annað svo þeir þoli meiri þyngd.“ Opna mögulega ekki aftur í sumar „Við ákváðum að loka í nokkra daga til að sjá hvort veðrið skáni og ef jarðvegurinn lítur vel út munum við opna eftir nokkra daga,“ segir Iulian. Ef það gerist ekki muni tjaldsvæðið líklega ekki verða opnað aftur í sumar. Síðustu ár hafi verið hægt að leggja hjól- og fellihýsum þar fram í lok september. „Það hafa líka verið að koma mikið af útlendingum og við buðum þeim að vera á bílastæðinu ef þeir þurfa að nota eldhús og klósettaðstöðuna hjá okkur,“ segir Iulian. Ekki allir ferðamenn hafi þegið þann valkost. Veðurfarið í sumar hefur eðlilega haft mikil áhrif á rekstur tjaldsvæðisins í Reykholti. „Ef veðrið er gott þá koma Íslendingarnir og þeir höfðu ekki tækifæri til þess í júlí vegna veðurs. Þetta er að sjálfsögðu fjárhagslegt tap en hvað getum við gert? Við getum ekki stjórnað veðrinu,“ segir Iulian Tabara sem hefur lært það af eigin raun hversu áhættusamt það er að stóla á íslenska veðrið.
Veður Bláskógabyggð Tjaldsvæði Tengdar fréttir Úrkoman í júlí sló met Óvenjublautt var á vestanverðu landinu í júlí. Á nokkrum úrkomustöðvum var úrkoman sú mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfarið í júlí. 2. ágúst 2024 09:55 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Úrkoman í júlí sló met Óvenjublautt var á vestanverðu landinu í júlí. Á nokkrum úrkomustöðvum var úrkoman sú mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfarið í júlí. 2. ágúst 2024 09:55