Hún féll á prófi sem var tekið áður en hún keppti á mánudag, þar komst hún áfram í undanúrslit en náði ekki að tryggja sig í úrslitin sem fóru fram í gærkvöldi.
Lyfjastofnun Grikklands gerði Ólympíusambandi Grikklands vart við strax á mánudag og Alþjóðaólympíusambandið var uppfært um stöðuna.

Ákvörðun var hins vegar ekki tekin fyrr en í gær þegar bæði A- og B-sýni höfðu verið greind og árangur hennar í stökkinu á mánudag var gerður ógildur. Hún komst ekki áfram í úrslit og hefði því ekki keppt meira á leikunum hvort sem er.
„Það fannst eitthvað í sýninu. Ég hef aldrei tekið fæðubótarefni eða prótínduft. Ég glími við járnskort og borða mikið af rauðu kjöti, þetta hlýtur að hafa komið þaðan. Ég veit að efnið finnst í kjöti,“ sagði Eleni-Klaoudia.
Hvað það var sem fannst í blóði hennar hefur ekki verið gefið út opinberlega en niðurstaðan er sú að árangur hennar á ÓL í ár er ógildur og hún er komin í ótímabundið keppnisbann.