Sophie þykir öflug sjöþrautarkona og hefur unnið gull- og silfurverðlaun á HM u20 ára og EM u23 ára. Hún er nú orðin 26 ára, situr í níunda sæti heimslistans og var að fara að taka þátt á Ólympíuleikunum í fyrsta sinn.
Absolute heartbreak for Germany’s Sophie Weissenberg.
— Matt Graveling (@mattgraveling) August 8, 2024
The 26 year old hit a hurdle during the warm up for her first event in the women’s Heptathlon.
Medical staff rushed to the track and she was taken off in a wheelchair in tears. 💔 #Olympics pic.twitter.com/EnmiImUySY

Atvikið átti sér stað í upphitun rétt áður en Sophie átti að hefja keppni, þá flækti hún fótinn í grind, haltraði nokkra metra og lagðist svo niður.
Hún lá sárþjáð og grátandi áður en sjúkraliðar komu henni til aðstoðar og fluttu burt í hjólastól.
Ekki er víst hversu alvarleg meiðslin eru en hún hefur sagt sig frá keppni í sjöþraut á Ólympíuleikunum.