Fregnir af áhlaupi Úkraínumanna í Rússlandi enn óljósar Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2024 11:37 Rússneskur hermaður hleypir af sprengjuvörpu í átt að úkraínskum hermönnum í Úkraínu. AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Bardagar halda áfram í Kúrskhéraði í Rússlandi eftir að úkraínskar hersveitir réðust þangað inn í vikunni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti, sem tók ákvörðunina um að ráðast inn í Úkraínu, lýsti hernaðaraðgerðinni sem „meiriháttar ögrun“. Fréttir af aðgerðum Úkraínumanna í Kúrsk hafa verið óljósar. Stjórnvöld í Kænugarði hafa ekki tjáð sig um umfang eða markmið aðgerðanna í kringum bæinn Sudzha, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kúrsk vegna skæranna. Þúsundir íbúa voru fluttir burt frá landamærunum og læknar frá öðrum borgum fengnir þangað, að sögn Alexei Smirnov, starfandi héraðsstjóra í Kúrsk. Rússnesk yfirvöld halda því fram að í það minnsta fimm óbreyttir borgarar hafi fallið og 31 særst, þar á meðal sex börn, frá því að innrásin hófst. Samkvæmt þeim telur innrásarliðið allt að þúsund hermenn, ellefu skriðdreka og fleiri en tuttugu brynvarin farartæki. AP-fréttastofan segir ómögulegt að staðfesta fullyrðingar Rússa. Upplýsingafals og áróður hafi einkennt stríðið til þessa. Segjast hafa náð valdi á gasflutningi til Evrópu Afar fátítt er að Úkraínumenn hætti sér yfir landamærin inn í Rússland frá því að innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Séu fullyrðingar um aðgerðirnar núna réttar væri þetta umfangsmesta áhlaup þeirra þar til þessa. Rússneskir hópar sem eru andsnúnir stjórnvöldum í Kreml hafa áður staðið fyrir árásum í Belgorod- og Brjansk-héruðum. Eina staðfesting Úkraínumanna á því að innrás sé í gangi var Facebook-færsla Oleksiy Honcharenko, úkraínsks þingmanns, sem sagði að herinn hefði náð valdi á mikilvægum innviðum sem tengjast flutningi á jarðgasi frá Rússlandi til Evrópu í gegnum Úkraínu sem hefur haldið áfram þrátt fyrir stríðið. Pútín forseti hélt því fram í gær að Úkraínumenn skytu handahófskennt á borgaralegar byggingar og íbúðarhús. Valeríj Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, fullyrti að sókn Úkraínumanna hefði verið hrundið. Markmið innrásarliðsins hafi verið að ná Sudzha. Rússneski herinn hefði fellt hundrað Úkraínumenn og særð á þriðja hundrað til viðbótar. AP segir að fyrir Úkraínumönnum gæti vakað að reyna að draga varalið Rússa til Kúrsk og draga þannig mátt úr sókn þeirra í austanverðu Donetsk-héraði. Hættan sé þó að hersveitir Úkraínumanna verði sjálfar of dreifðar um víglínuna sem er meira en þúsund kílómetra löng. Ólíklegt sé að aðgerð Úkraínumanna skili árangri til lengri tíma í ljósi aflsmunar sem Rússar njóta. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Fréttir af aðgerðum Úkraínumanna í Kúrsk hafa verið óljósar. Stjórnvöld í Kænugarði hafa ekki tjáð sig um umfang eða markmið aðgerðanna í kringum bæinn Sudzha, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kúrsk vegna skæranna. Þúsundir íbúa voru fluttir burt frá landamærunum og læknar frá öðrum borgum fengnir þangað, að sögn Alexei Smirnov, starfandi héraðsstjóra í Kúrsk. Rússnesk yfirvöld halda því fram að í það minnsta fimm óbreyttir borgarar hafi fallið og 31 særst, þar á meðal sex börn, frá því að innrásin hófst. Samkvæmt þeim telur innrásarliðið allt að þúsund hermenn, ellefu skriðdreka og fleiri en tuttugu brynvarin farartæki. AP-fréttastofan segir ómögulegt að staðfesta fullyrðingar Rússa. Upplýsingafals og áróður hafi einkennt stríðið til þessa. Segjast hafa náð valdi á gasflutningi til Evrópu Afar fátítt er að Úkraínumenn hætti sér yfir landamærin inn í Rússland frá því að innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Séu fullyrðingar um aðgerðirnar núna réttar væri þetta umfangsmesta áhlaup þeirra þar til þessa. Rússneskir hópar sem eru andsnúnir stjórnvöldum í Kreml hafa áður staðið fyrir árásum í Belgorod- og Brjansk-héruðum. Eina staðfesting Úkraínumanna á því að innrás sé í gangi var Facebook-færsla Oleksiy Honcharenko, úkraínsks þingmanns, sem sagði að herinn hefði náð valdi á mikilvægum innviðum sem tengjast flutningi á jarðgasi frá Rússlandi til Evrópu í gegnum Úkraínu sem hefur haldið áfram þrátt fyrir stríðið. Pútín forseti hélt því fram í gær að Úkraínumenn skytu handahófskennt á borgaralegar byggingar og íbúðarhús. Valeríj Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, fullyrti að sókn Úkraínumanna hefði verið hrundið. Markmið innrásarliðsins hafi verið að ná Sudzha. Rússneski herinn hefði fellt hundrað Úkraínumenn og særð á þriðja hundrað til viðbótar. AP segir að fyrir Úkraínumönnum gæti vakað að reyna að draga varalið Rússa til Kúrsk og draga þannig mátt úr sókn þeirra í austanverðu Donetsk-héraði. Hættan sé þó að hersveitir Úkraínumanna verði sjálfar of dreifðar um víglínuna sem er meira en þúsund kílómetra löng. Ólíklegt sé að aðgerð Úkraínumanna skili árangri til lengri tíma í ljósi aflsmunar sem Rússar njóta.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31