Fregnir af áhlaupi Úkraínumanna í Rússlandi enn óljósar Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2024 11:37 Rússneskur hermaður hleypir af sprengjuvörpu í átt að úkraínskum hermönnum í Úkraínu. AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Bardagar halda áfram í Kúrskhéraði í Rússlandi eftir að úkraínskar hersveitir réðust þangað inn í vikunni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti, sem tók ákvörðunina um að ráðast inn í Úkraínu, lýsti hernaðaraðgerðinni sem „meiriháttar ögrun“. Fréttir af aðgerðum Úkraínumanna í Kúrsk hafa verið óljósar. Stjórnvöld í Kænugarði hafa ekki tjáð sig um umfang eða markmið aðgerðanna í kringum bæinn Sudzha, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kúrsk vegna skæranna. Þúsundir íbúa voru fluttir burt frá landamærunum og læknar frá öðrum borgum fengnir þangað, að sögn Alexei Smirnov, starfandi héraðsstjóra í Kúrsk. Rússnesk yfirvöld halda því fram að í það minnsta fimm óbreyttir borgarar hafi fallið og 31 særst, þar á meðal sex börn, frá því að innrásin hófst. Samkvæmt þeim telur innrásarliðið allt að þúsund hermenn, ellefu skriðdreka og fleiri en tuttugu brynvarin farartæki. AP-fréttastofan segir ómögulegt að staðfesta fullyrðingar Rússa. Upplýsingafals og áróður hafi einkennt stríðið til þessa. Segjast hafa náð valdi á gasflutningi til Evrópu Afar fátítt er að Úkraínumenn hætti sér yfir landamærin inn í Rússland frá því að innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Séu fullyrðingar um aðgerðirnar núna réttar væri þetta umfangsmesta áhlaup þeirra þar til þessa. Rússneskir hópar sem eru andsnúnir stjórnvöldum í Kreml hafa áður staðið fyrir árásum í Belgorod- og Brjansk-héruðum. Eina staðfesting Úkraínumanna á því að innrás sé í gangi var Facebook-færsla Oleksiy Honcharenko, úkraínsks þingmanns, sem sagði að herinn hefði náð valdi á mikilvægum innviðum sem tengjast flutningi á jarðgasi frá Rússlandi til Evrópu í gegnum Úkraínu sem hefur haldið áfram þrátt fyrir stríðið. Pútín forseti hélt því fram í gær að Úkraínumenn skytu handahófskennt á borgaralegar byggingar og íbúðarhús. Valeríj Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, fullyrti að sókn Úkraínumanna hefði verið hrundið. Markmið innrásarliðsins hafi verið að ná Sudzha. Rússneski herinn hefði fellt hundrað Úkraínumenn og særð á þriðja hundrað til viðbótar. AP segir að fyrir Úkraínumönnum gæti vakað að reyna að draga varalið Rússa til Kúrsk og draga þannig mátt úr sókn þeirra í austanverðu Donetsk-héraði. Hættan sé þó að hersveitir Úkraínumanna verði sjálfar of dreifðar um víglínuna sem er meira en þúsund kílómetra löng. Ólíklegt sé að aðgerð Úkraínumanna skili árangri til lengri tíma í ljósi aflsmunar sem Rússar njóta. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31 Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Trump bakkar Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Fréttir af aðgerðum Úkraínumanna í Kúrsk hafa verið óljósar. Stjórnvöld í Kænugarði hafa ekki tjáð sig um umfang eða markmið aðgerðanna í kringum bæinn Sudzha, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kúrsk vegna skæranna. Þúsundir íbúa voru fluttir burt frá landamærunum og læknar frá öðrum borgum fengnir þangað, að sögn Alexei Smirnov, starfandi héraðsstjóra í Kúrsk. Rússnesk yfirvöld halda því fram að í það minnsta fimm óbreyttir borgarar hafi fallið og 31 særst, þar á meðal sex börn, frá því að innrásin hófst. Samkvæmt þeim telur innrásarliðið allt að þúsund hermenn, ellefu skriðdreka og fleiri en tuttugu brynvarin farartæki. AP-fréttastofan segir ómögulegt að staðfesta fullyrðingar Rússa. Upplýsingafals og áróður hafi einkennt stríðið til þessa. Segjast hafa náð valdi á gasflutningi til Evrópu Afar fátítt er að Úkraínumenn hætti sér yfir landamærin inn í Rússland frá því að innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Séu fullyrðingar um aðgerðirnar núna réttar væri þetta umfangsmesta áhlaup þeirra þar til þessa. Rússneskir hópar sem eru andsnúnir stjórnvöldum í Kreml hafa áður staðið fyrir árásum í Belgorod- og Brjansk-héruðum. Eina staðfesting Úkraínumanna á því að innrás sé í gangi var Facebook-færsla Oleksiy Honcharenko, úkraínsks þingmanns, sem sagði að herinn hefði náð valdi á mikilvægum innviðum sem tengjast flutningi á jarðgasi frá Rússlandi til Evrópu í gegnum Úkraínu sem hefur haldið áfram þrátt fyrir stríðið. Pútín forseti hélt því fram í gær að Úkraínumenn skytu handahófskennt á borgaralegar byggingar og íbúðarhús. Valeríj Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, fullyrti að sókn Úkraínumanna hefði verið hrundið. Markmið innrásarliðsins hafi verið að ná Sudzha. Rússneski herinn hefði fellt hundrað Úkraínumenn og særð á þriðja hundrað til viðbótar. AP segir að fyrir Úkraínumönnum gæti vakað að reyna að draga varalið Rússa til Kúrsk og draga þannig mátt úr sókn þeirra í austanverðu Donetsk-héraði. Hættan sé þó að hersveitir Úkraínumanna verði sjálfar of dreifðar um víglínuna sem er meira en þúsund kílómetra löng. Ólíklegt sé að aðgerð Úkraínumanna skili árangri til lengri tíma í ljósi aflsmunar sem Rússar njóta.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31 Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Trump bakkar Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent