„Það má alveg stríða pínulítið“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2024 13:47 Friðjón sagðist vilja „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum“ borgarinnar. vísir/vilhelm Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að um góðlátlegt grín hafi verið að ræða, þegar hann sagðist vilja „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum borgarinnar“ í gær. Friðjón var þar að vísa í viðtal við Einar, sem kvaðst hafa óskað eftir alvöru úttekt á Brákarborgarmálinu. Friðjón var þar að vísa í viðtal við Einar, þar sem hann sagðist hafa óskað eftir því að „alvöru úttekt“ verði gerð á málefnum Brákarborgar til að komast að því hvar ábyrgðin liggi. „Við hljótum því að gagnálykta að þetta sé nauðsynleg aðgreining frá öðrum úttektunum borgarinnar sem voru ekki „alvöru,“ sagði Friðjón svo í gær. Leikskólinn opnaði árið 2022 í húsnæði við Kleppsveg þar sem Adam og Eva höfðu áður verið til húsa. Skólinn fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna sem fór fyrir brjóstið á einhverjum þar sem skólinn var enn ekki tilbúinn. Seinna komu mistök sem gerð höfðu verið við byggingu hússins í ljós. „Það má alveg stríða pínulítið“ „Jújú þetta er góðlátlegt grín, það liggur í orðunum að ef menn ætla í alvöru úttekt, þá fari menn stundum ekki í alvöru úttektir. Það má alveg stríða pínulítið,“ segir Friðjón, sem var í Bítinu í morgun. „Rétt eins og fyrir tveimur árum síðan þegar að Dagur og Einar ætluðu bara að ráða í nauðsynleg störf, var hægt að gagnálykta að þeir hefðu verið að ráða í ónauðsynleg störf þangað til,“ segir Friðjón. Væri minna mál ef það væri ekki allt í veseni Friðjón segir að Brákarborgarmálið væri miklu minna mál ef það væri ekki „allt í veseni þarna.“ „Ef við værum með önnur leikskólamál í lagi, ef við værum með önnur skólamál í lagi, ef við værum með viðhaldsmál í borginni í lagi, þá myndi maður kannski sleppa því að stríða,“ segir Friðjón. Hann nefnir stúkuna í Laugardalslauginni sem dæmi. Í vor hafi komið í ljós að stúkan væri ónýt þannig að ekki væri hægt að gera við hana. Friðjón segir þetta vera vegna þess að viðhaldi hafi ekki verið sinnt í „þrjátíu og eitthvað ár, fjörutíu ár.“ Búinn að heyra um áætlanir og plön í mörg ár án þess að eitthvað gerist „Nú er Einar búinn að gera úttekt á viðhaldsþörf og þessari viðhaldsskuld, og ætlar að gera eitthvað plan til þess að ráðast í framkvæmdir og nauðsynlegt viðhald, og talað um að það taki sjö til átta ár að vinna úr þessari viðhaldsskuld,“ segir spyrjandi. Friðjón svarar því þannig að hann hafi verið í borgarstjórn í tvö ár, og hann viti ekki hversu oft hann hefur heyrt þessar setningar. „Við erum búin að gera áætlun um þetta, við erum búin að gera plan um þetta og svo framvegis. En það gerist svo lítið fyrir utan áætlanir og því miður lagast húsin ekki eða byggingarnar af áætlunum,“ segir Friðjón. Hann segir einnig að það verði að trúa því að fólkið í borginni sé að vinna af heilindum, þó þau geri mistök. Skóla- og menntamál Leikskólar Borgarstjórn Bítið Tengdar fréttir Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Friðjón var þar að vísa í viðtal við Einar, þar sem hann sagðist hafa óskað eftir því að „alvöru úttekt“ verði gerð á málefnum Brákarborgar til að komast að því hvar ábyrgðin liggi. „Við hljótum því að gagnálykta að þetta sé nauðsynleg aðgreining frá öðrum úttektunum borgarinnar sem voru ekki „alvöru,“ sagði Friðjón svo í gær. Leikskólinn opnaði árið 2022 í húsnæði við Kleppsveg þar sem Adam og Eva höfðu áður verið til húsa. Skólinn fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna sem fór fyrir brjóstið á einhverjum þar sem skólinn var enn ekki tilbúinn. Seinna komu mistök sem gerð höfðu verið við byggingu hússins í ljós. „Það má alveg stríða pínulítið“ „Jújú þetta er góðlátlegt grín, það liggur í orðunum að ef menn ætla í alvöru úttekt, þá fari menn stundum ekki í alvöru úttektir. Það má alveg stríða pínulítið,“ segir Friðjón, sem var í Bítinu í morgun. „Rétt eins og fyrir tveimur árum síðan þegar að Dagur og Einar ætluðu bara að ráða í nauðsynleg störf, var hægt að gagnálykta að þeir hefðu verið að ráða í ónauðsynleg störf þangað til,“ segir Friðjón. Væri minna mál ef það væri ekki allt í veseni Friðjón segir að Brákarborgarmálið væri miklu minna mál ef það væri ekki „allt í veseni þarna.“ „Ef við værum með önnur leikskólamál í lagi, ef við værum með önnur skólamál í lagi, ef við værum með viðhaldsmál í borginni í lagi, þá myndi maður kannski sleppa því að stríða,“ segir Friðjón. Hann nefnir stúkuna í Laugardalslauginni sem dæmi. Í vor hafi komið í ljós að stúkan væri ónýt þannig að ekki væri hægt að gera við hana. Friðjón segir þetta vera vegna þess að viðhaldi hafi ekki verið sinnt í „þrjátíu og eitthvað ár, fjörutíu ár.“ Búinn að heyra um áætlanir og plön í mörg ár án þess að eitthvað gerist „Nú er Einar búinn að gera úttekt á viðhaldsþörf og þessari viðhaldsskuld, og ætlar að gera eitthvað plan til þess að ráðast í framkvæmdir og nauðsynlegt viðhald, og talað um að það taki sjö til átta ár að vinna úr þessari viðhaldsskuld,“ segir spyrjandi. Friðjón svarar því þannig að hann hafi verið í borgarstjórn í tvö ár, og hann viti ekki hversu oft hann hefur heyrt þessar setningar. „Við erum búin að gera áætlun um þetta, við erum búin að gera plan um þetta og svo framvegis. En það gerist svo lítið fyrir utan áætlanir og því miður lagast húsin ekki eða byggingarnar af áætlunum,“ segir Friðjón. Hann segir einnig að það verði að trúa því að fólkið í borginni sé að vinna af heilindum, þó þau geri mistök.
Skóla- og menntamál Leikskólar Borgarstjórn Bítið Tengdar fréttir Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13