Brennandi hús Helgi Guðnason skrifar 8. ágúst 2024 13:01 Í komandi viku ætla íslensk stjórnvöld að smala fjölskyldum frá Venesúela í flugvélar og senda beint í fangið á ólögmætum stjórnvöldum þar í landi. Nicolas Maduro, sem er eftirlýstur fyrir fíkniefnasmygl og sakaður af Sameinuðu þjóðunum um glæpi gegn mannkyni, tapaði kosningum síðasta Sunnudag en neitar að viðurkenna það. Íbúar Venesúela eru dugleg að dreifa myndböndum á netinu til að sýna hvað er í gangi í landinu. Lögreglumenn brjóta niður hurðar á heimilum stjórnarandstæðinga og leiða út í járnum. Tölur yfir handtekna hlaupa á þúsundum, tala horfinna og látinna hækkar á hverjum degi. Yfirvöld hafa flutt inn hermenn frá Kúbu til að liðsinna sér við að berja niður mótmæli, Wagner-liðar eru komnir til landsins og tvö Rússnesk herskip komin til hafnar í landinu eftir viðkomu á Kúbu. Allar horfur eru á versnandi ástandi. Fréttir berast af því að yfirvöld séu að ógilda vegabréf í stórum stíl til að fólk komist ekki í burtu. Fólk er stoppað á götum úti og símar þeirra skoðaðir, það eitt að vera með whatsapp í símanum getur leitt til handtöku. Stjórnvöld hafa útbúið app fyrir þegna sér hliðholla til að tilkynna nágranna sína sem taka þátt í mótmælum. Orð Nicolas Maduro undanfarna daga er erfitt að skilja öðruvísi en svo að hann hafi sagt þegnum landsins, sem ekki styðja hann, stríð á hendur. Fyrsta leiguflug frá Íslandi til Venesuela frá því um áramót fer í næstu viku. Fyrr á árinu spurði Bergþór Ólason á alþingi hví hefði tafist svo mikið að koma umsækjendum um alþjóðalega vernd frá Venesúela aftur til upprunalandsins. Hann fékk svar að það hefði vissulega gengið hægar en til stóð en ekki fékk að fylgja með af hverju. Stjórnvöld í Venesúela neituðu að veita flugvélunum lendingarleyfi. Í aðdraganda kosninga, vildu þau ekki fá fólk í landið sem augljóslega myndi ekki styðja þau í kosningum. Fólkið sem fór með fyrstu vélinni til Venesúela sagði ógnvænlegar sögur. Símar voru gerðir upptækir, þau voru látin skrifa undir falskar játningar, vegabréf voru ógilt og þeim var ógnað á margvíslega vegu. Nú þegar stjórnvöld grímulaust handtaka fólk, ógilda vegabréf og fótum troða mannréttindi - ætlum við þá að senda fólk í hendurnar á þeim? Fólk sem vitað er að verða álitin óvinir valdhafa fyrir það eitt að hafa leitað verndar annars staðar? Þau sem fengið hafa tilkynningu um að eiga að mæta í flug í næstu viku og hafa spurt hvort ekki sé hægt að fresta þessu meðan ástandið er svona, fá annað hvort þögn eða ískalt kerfissvar um að svona bara sé þetta. Að henda fjölskyldu inn í brennandi hús, þó hún eigi þar lögheimili, er svívirðilegt og siðlaust. Ég vona að það sé andvaraleysi yfirvalda að ekki hafi verið hætt við þessi flug í ljósi aðstæðna. Ég bið þá sem völdin hafa í þessu máli að afstýra þessu óverjandi athæfi, ekki senda varnarlaust fólk í hendurnar á mönnum sem eru í stríði gegn óbreyttum borgurum. Höfundur er prestur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Venesúela Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í komandi viku ætla íslensk stjórnvöld að smala fjölskyldum frá Venesúela í flugvélar og senda beint í fangið á ólögmætum stjórnvöldum þar í landi. Nicolas Maduro, sem er eftirlýstur fyrir fíkniefnasmygl og sakaður af Sameinuðu þjóðunum um glæpi gegn mannkyni, tapaði kosningum síðasta Sunnudag en neitar að viðurkenna það. Íbúar Venesúela eru dugleg að dreifa myndböndum á netinu til að sýna hvað er í gangi í landinu. Lögreglumenn brjóta niður hurðar á heimilum stjórnarandstæðinga og leiða út í járnum. Tölur yfir handtekna hlaupa á þúsundum, tala horfinna og látinna hækkar á hverjum degi. Yfirvöld hafa flutt inn hermenn frá Kúbu til að liðsinna sér við að berja niður mótmæli, Wagner-liðar eru komnir til landsins og tvö Rússnesk herskip komin til hafnar í landinu eftir viðkomu á Kúbu. Allar horfur eru á versnandi ástandi. Fréttir berast af því að yfirvöld séu að ógilda vegabréf í stórum stíl til að fólk komist ekki í burtu. Fólk er stoppað á götum úti og símar þeirra skoðaðir, það eitt að vera með whatsapp í símanum getur leitt til handtöku. Stjórnvöld hafa útbúið app fyrir þegna sér hliðholla til að tilkynna nágranna sína sem taka þátt í mótmælum. Orð Nicolas Maduro undanfarna daga er erfitt að skilja öðruvísi en svo að hann hafi sagt þegnum landsins, sem ekki styðja hann, stríð á hendur. Fyrsta leiguflug frá Íslandi til Venesuela frá því um áramót fer í næstu viku. Fyrr á árinu spurði Bergþór Ólason á alþingi hví hefði tafist svo mikið að koma umsækjendum um alþjóðalega vernd frá Venesúela aftur til upprunalandsins. Hann fékk svar að það hefði vissulega gengið hægar en til stóð en ekki fékk að fylgja með af hverju. Stjórnvöld í Venesúela neituðu að veita flugvélunum lendingarleyfi. Í aðdraganda kosninga, vildu þau ekki fá fólk í landið sem augljóslega myndi ekki styðja þau í kosningum. Fólkið sem fór með fyrstu vélinni til Venesúela sagði ógnvænlegar sögur. Símar voru gerðir upptækir, þau voru látin skrifa undir falskar játningar, vegabréf voru ógilt og þeim var ógnað á margvíslega vegu. Nú þegar stjórnvöld grímulaust handtaka fólk, ógilda vegabréf og fótum troða mannréttindi - ætlum við þá að senda fólk í hendurnar á þeim? Fólk sem vitað er að verða álitin óvinir valdhafa fyrir það eitt að hafa leitað verndar annars staðar? Þau sem fengið hafa tilkynningu um að eiga að mæta í flug í næstu viku og hafa spurt hvort ekki sé hægt að fresta þessu meðan ástandið er svona, fá annað hvort þögn eða ískalt kerfissvar um að svona bara sé þetta. Að henda fjölskyldu inn í brennandi hús, þó hún eigi þar lögheimili, er svívirðilegt og siðlaust. Ég vona að það sé andvaraleysi yfirvalda að ekki hafi verið hætt við þessi flug í ljósi aðstæðna. Ég bið þá sem völdin hafa í þessu máli að afstýra þessu óverjandi athæfi, ekki senda varnarlaust fólk í hendurnar á mönnum sem eru í stríði gegn óbreyttum borgurum. Höfundur er prestur
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar