Eigum við fyrir kapítalismanum? Reynir Böðvarsson skrifar 9. ágúst 2024 13:00 Ég lauk síðasta pistli mínum með þessum orðum „Nýfrjálshyggjan er að sundra okkur og er að eyðileggja lífsgæði komandi kynslóða, það verður að koma til nýr samfélagssáttmáli þar sem við erum í þessu saman. Lýðræðislegur róttækur sósíalismi með sterkri óspilltri verkalýðshreyfingu er vonin.“ Ég hefði kannski átt að skrifa þarna í lokin „eina vonin“ því ég held að svo sé. Spurningin er bara hvernig förum við að því að breyta núverandi öfgakennda neyslusamfélagi yfir í samfélag sem hlúir að okkur sem manneskjum og þeim félagsverum sem við erum en ekki samfélag sem nánast eingöngu lítur á okkur sem auðvirðilegir þátttakendur á markaði eins og nú er. Auðvitað hefur þetta áhrif á líðan okkar og þá sérstaklega andlega líðan, kapítalisminn kostar. Geðheilsuvandamál er ein afleiðing þess að umhverfi okkar er ekki lengur í líkingu við það sem við erum líffræðilega þróuð fyrir og það stöðuga áreiti sem “markaðurinn” sífellt treður að okkur, við getum hvergi verið óhult fyrir þessari óværu og erum í raun stöðugt bráð. Við höfum sem lífverur einungis tvennskonar viðbrögð þegar að okkur er þrengt, tilvist okkar hótað, og það árásargirni einsvegar eða lömun og meðvirkni hinsvegar. Það eru varla aðrir möguleikar í stöðinni en að velja þarna á milli eða hreinlega geta það ekki almennilega og þá er kannski geðheilsan í hættu. Er það þetta sem við viljum í framtíðinni, ungt fólk sem sér ekki fyrir sér nokkra möguleika á að skapa sér gott lífsviðurværi vegna þess umhverfis sem við höfum skapað þeim, ómanneskjulegt og brjálað samkeppnislíf sem enga ró og hvíld gefur. Valfrelsi er oft svar þeirra sem verja þetta ástand og það sjáum við flest sem íhugum málið náið að einmitt það hugtak er það sem er kannski er stærsta lygin í okkar nútíma. Eins og að umhverfi okkar, auglýsingaáróður og þvíumlíkt, hafi ekki áhrif á það hvað við veljum. Hvílík fyrra. Við verðum bara að viðurkenna að við erum þrælar markaðarins og þurfum einhvern veginn að brjótast út úr þeim þrældómi, kapítalisminn kostar. Það eru ekki bara einstaklingar í svokölluðum velferðarþjóðfélögum sem eru að fara á geði heldur virðist mannfélagið í held vera sturlað um þessar mundir. Gasa, Úkraína og Súdan eru bara þrjú dæmi um brjálæði sem á sér stað í skrifandi stund. Mörg önnur dæmi mætti nefna til sögunnar og einn samnefnara má ávallt finna, Bandaríki Norður Ameríku, heimavist og áróðursbæli hugmyndafræði markaðshyggju eftirstríðsáranna. Öll stríð eftir seinni heimsstyrjöld hafa verið háð undir merkjum þessarar hugmyndafræði með Bandaríkin sem aðalhvathafa og algjör hegemoni virðist ráða á áhrifasvæði þeirra í heiminum hvað varðar framtíðina, áfram á sömu braut! Hergagnaiðnaðurinn er kominn á fulla ferð aftur eftir “allt of langt hlé” milli stríða. Ekkert almennilegt stríð lengi en það tókst að lokum að móbilisera ráðamenn í Úkraínu að taka að sér hlutverkið með því að svíkja öll loforð gagnvart Rússlandi, varðandi útvíkkun NATO, sem gefin voru í sambandi við sameiningu Þýskalands. Innrás Rússa var náttúrulega ófyrirgefanleg en á sér sögulega skýringu, kapítalisminn kostar. Ofan á allt þetta er kapítalistiska hagkerfið að ganga frá lífríki jarðar, allavega sem heimavist fyrir manninn. Eins og staðan lítur út nú þá er erfitt að sjá annað en að hlýnun jarðar fari vel yfir 2˚C og engin veit nákvæmlega hvað það mun þýða til lengri tíma. Líklega hörmungar fyrir milljónatals manna og mikilla fólksflutninga. Flóttamannastraumar munu margfaldast og það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund þegar litið er til baka til Sýrlandsflóttans 2015, sem voru smámunir í þessu samhengi, hvaða áhrif þetta kemur til með að hafa á lífsviðurværi barnabarna okkar. Loftlagsváin er stærsta vandamál sem manneskjan sem dýrategundum hefur fengið í fangið. Vissulega til 100% orsakað af henni sjálfri og stóra spurningin er hvort henni takist að snúa ofan af þeirri þróun sem er að öllu óbreyttu að leiða til glötunar, já kapítalisminn kostar! Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Reynir Böðvarsson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ég lauk síðasta pistli mínum með þessum orðum „Nýfrjálshyggjan er að sundra okkur og er að eyðileggja lífsgæði komandi kynslóða, það verður að koma til nýr samfélagssáttmáli þar sem við erum í þessu saman. Lýðræðislegur róttækur sósíalismi með sterkri óspilltri verkalýðshreyfingu er vonin.“ Ég hefði kannski átt að skrifa þarna í lokin „eina vonin“ því ég held að svo sé. Spurningin er bara hvernig förum við að því að breyta núverandi öfgakennda neyslusamfélagi yfir í samfélag sem hlúir að okkur sem manneskjum og þeim félagsverum sem við erum en ekki samfélag sem nánast eingöngu lítur á okkur sem auðvirðilegir þátttakendur á markaði eins og nú er. Auðvitað hefur þetta áhrif á líðan okkar og þá sérstaklega andlega líðan, kapítalisminn kostar. Geðheilsuvandamál er ein afleiðing þess að umhverfi okkar er ekki lengur í líkingu við það sem við erum líffræðilega þróuð fyrir og það stöðuga áreiti sem “markaðurinn” sífellt treður að okkur, við getum hvergi verið óhult fyrir þessari óværu og erum í raun stöðugt bráð. Við höfum sem lífverur einungis tvennskonar viðbrögð þegar að okkur er þrengt, tilvist okkar hótað, og það árásargirni einsvegar eða lömun og meðvirkni hinsvegar. Það eru varla aðrir möguleikar í stöðinni en að velja þarna á milli eða hreinlega geta það ekki almennilega og þá er kannski geðheilsan í hættu. Er það þetta sem við viljum í framtíðinni, ungt fólk sem sér ekki fyrir sér nokkra möguleika á að skapa sér gott lífsviðurværi vegna þess umhverfis sem við höfum skapað þeim, ómanneskjulegt og brjálað samkeppnislíf sem enga ró og hvíld gefur. Valfrelsi er oft svar þeirra sem verja þetta ástand og það sjáum við flest sem íhugum málið náið að einmitt það hugtak er það sem er kannski er stærsta lygin í okkar nútíma. Eins og að umhverfi okkar, auglýsingaáróður og þvíumlíkt, hafi ekki áhrif á það hvað við veljum. Hvílík fyrra. Við verðum bara að viðurkenna að við erum þrælar markaðarins og þurfum einhvern veginn að brjótast út úr þeim þrældómi, kapítalisminn kostar. Það eru ekki bara einstaklingar í svokölluðum velferðarþjóðfélögum sem eru að fara á geði heldur virðist mannfélagið í held vera sturlað um þessar mundir. Gasa, Úkraína og Súdan eru bara þrjú dæmi um brjálæði sem á sér stað í skrifandi stund. Mörg önnur dæmi mætti nefna til sögunnar og einn samnefnara má ávallt finna, Bandaríki Norður Ameríku, heimavist og áróðursbæli hugmyndafræði markaðshyggju eftirstríðsáranna. Öll stríð eftir seinni heimsstyrjöld hafa verið háð undir merkjum þessarar hugmyndafræði með Bandaríkin sem aðalhvathafa og algjör hegemoni virðist ráða á áhrifasvæði þeirra í heiminum hvað varðar framtíðina, áfram á sömu braut! Hergagnaiðnaðurinn er kominn á fulla ferð aftur eftir “allt of langt hlé” milli stríða. Ekkert almennilegt stríð lengi en það tókst að lokum að móbilisera ráðamenn í Úkraínu að taka að sér hlutverkið með því að svíkja öll loforð gagnvart Rússlandi, varðandi útvíkkun NATO, sem gefin voru í sambandi við sameiningu Þýskalands. Innrás Rússa var náttúrulega ófyrirgefanleg en á sér sögulega skýringu, kapítalisminn kostar. Ofan á allt þetta er kapítalistiska hagkerfið að ganga frá lífríki jarðar, allavega sem heimavist fyrir manninn. Eins og staðan lítur út nú þá er erfitt að sjá annað en að hlýnun jarðar fari vel yfir 2˚C og engin veit nákvæmlega hvað það mun þýða til lengri tíma. Líklega hörmungar fyrir milljónatals manna og mikilla fólksflutninga. Flóttamannastraumar munu margfaldast og það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund þegar litið er til baka til Sýrlandsflóttans 2015, sem voru smámunir í þessu samhengi, hvaða áhrif þetta kemur til með að hafa á lífsviðurværi barnabarna okkar. Loftlagsváin er stærsta vandamál sem manneskjan sem dýrategundum hefur fengið í fangið. Vissulega til 100% orsakað af henni sjálfri og stóra spurningin er hvort henni takist að snúa ofan af þeirri þróun sem er að öllu óbreyttu að leiða til glötunar, já kapítalisminn kostar! Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun