Eigum við fyrir kapítalismanum? Reynir Böðvarsson skrifar 9. ágúst 2024 13:00 Ég lauk síðasta pistli mínum með þessum orðum „Nýfrjálshyggjan er að sundra okkur og er að eyðileggja lífsgæði komandi kynslóða, það verður að koma til nýr samfélagssáttmáli þar sem við erum í þessu saman. Lýðræðislegur róttækur sósíalismi með sterkri óspilltri verkalýðshreyfingu er vonin.“ Ég hefði kannski átt að skrifa þarna í lokin „eina vonin“ því ég held að svo sé. Spurningin er bara hvernig förum við að því að breyta núverandi öfgakennda neyslusamfélagi yfir í samfélag sem hlúir að okkur sem manneskjum og þeim félagsverum sem við erum en ekki samfélag sem nánast eingöngu lítur á okkur sem auðvirðilegir þátttakendur á markaði eins og nú er. Auðvitað hefur þetta áhrif á líðan okkar og þá sérstaklega andlega líðan, kapítalisminn kostar. Geðheilsuvandamál er ein afleiðing þess að umhverfi okkar er ekki lengur í líkingu við það sem við erum líffræðilega þróuð fyrir og það stöðuga áreiti sem “markaðurinn” sífellt treður að okkur, við getum hvergi verið óhult fyrir þessari óværu og erum í raun stöðugt bráð. Við höfum sem lífverur einungis tvennskonar viðbrögð þegar að okkur er þrengt, tilvist okkar hótað, og það árásargirni einsvegar eða lömun og meðvirkni hinsvegar. Það eru varla aðrir möguleikar í stöðinni en að velja þarna á milli eða hreinlega geta það ekki almennilega og þá er kannski geðheilsan í hættu. Er það þetta sem við viljum í framtíðinni, ungt fólk sem sér ekki fyrir sér nokkra möguleika á að skapa sér gott lífsviðurværi vegna þess umhverfis sem við höfum skapað þeim, ómanneskjulegt og brjálað samkeppnislíf sem enga ró og hvíld gefur. Valfrelsi er oft svar þeirra sem verja þetta ástand og það sjáum við flest sem íhugum málið náið að einmitt það hugtak er það sem er kannski er stærsta lygin í okkar nútíma. Eins og að umhverfi okkar, auglýsingaáróður og þvíumlíkt, hafi ekki áhrif á það hvað við veljum. Hvílík fyrra. Við verðum bara að viðurkenna að við erum þrælar markaðarins og þurfum einhvern veginn að brjótast út úr þeim þrældómi, kapítalisminn kostar. Það eru ekki bara einstaklingar í svokölluðum velferðarþjóðfélögum sem eru að fara á geði heldur virðist mannfélagið í held vera sturlað um þessar mundir. Gasa, Úkraína og Súdan eru bara þrjú dæmi um brjálæði sem á sér stað í skrifandi stund. Mörg önnur dæmi mætti nefna til sögunnar og einn samnefnara má ávallt finna, Bandaríki Norður Ameríku, heimavist og áróðursbæli hugmyndafræði markaðshyggju eftirstríðsáranna. Öll stríð eftir seinni heimsstyrjöld hafa verið háð undir merkjum þessarar hugmyndafræði með Bandaríkin sem aðalhvathafa og algjör hegemoni virðist ráða á áhrifasvæði þeirra í heiminum hvað varðar framtíðina, áfram á sömu braut! Hergagnaiðnaðurinn er kominn á fulla ferð aftur eftir “allt of langt hlé” milli stríða. Ekkert almennilegt stríð lengi en það tókst að lokum að móbilisera ráðamenn í Úkraínu að taka að sér hlutverkið með því að svíkja öll loforð gagnvart Rússlandi, varðandi útvíkkun NATO, sem gefin voru í sambandi við sameiningu Þýskalands. Innrás Rússa var náttúrulega ófyrirgefanleg en á sér sögulega skýringu, kapítalisminn kostar. Ofan á allt þetta er kapítalistiska hagkerfið að ganga frá lífríki jarðar, allavega sem heimavist fyrir manninn. Eins og staðan lítur út nú þá er erfitt að sjá annað en að hlýnun jarðar fari vel yfir 2˚C og engin veit nákvæmlega hvað það mun þýða til lengri tíma. Líklega hörmungar fyrir milljónatals manna og mikilla fólksflutninga. Flóttamannastraumar munu margfaldast og það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund þegar litið er til baka til Sýrlandsflóttans 2015, sem voru smámunir í þessu samhengi, hvaða áhrif þetta kemur til með að hafa á lífsviðurværi barnabarna okkar. Loftlagsváin er stærsta vandamál sem manneskjan sem dýrategundum hefur fengið í fangið. Vissulega til 100% orsakað af henni sjálfri og stóra spurningin er hvort henni takist að snúa ofan af þeirri þróun sem er að öllu óbreyttu að leiða til glötunar, já kapítalisminn kostar! Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Reynir Böðvarsson Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ég lauk síðasta pistli mínum með þessum orðum „Nýfrjálshyggjan er að sundra okkur og er að eyðileggja lífsgæði komandi kynslóða, það verður að koma til nýr samfélagssáttmáli þar sem við erum í þessu saman. Lýðræðislegur róttækur sósíalismi með sterkri óspilltri verkalýðshreyfingu er vonin.“ Ég hefði kannski átt að skrifa þarna í lokin „eina vonin“ því ég held að svo sé. Spurningin er bara hvernig förum við að því að breyta núverandi öfgakennda neyslusamfélagi yfir í samfélag sem hlúir að okkur sem manneskjum og þeim félagsverum sem við erum en ekki samfélag sem nánast eingöngu lítur á okkur sem auðvirðilegir þátttakendur á markaði eins og nú er. Auðvitað hefur þetta áhrif á líðan okkar og þá sérstaklega andlega líðan, kapítalisminn kostar. Geðheilsuvandamál er ein afleiðing þess að umhverfi okkar er ekki lengur í líkingu við það sem við erum líffræðilega þróuð fyrir og það stöðuga áreiti sem “markaðurinn” sífellt treður að okkur, við getum hvergi verið óhult fyrir þessari óværu og erum í raun stöðugt bráð. Við höfum sem lífverur einungis tvennskonar viðbrögð þegar að okkur er þrengt, tilvist okkar hótað, og það árásargirni einsvegar eða lömun og meðvirkni hinsvegar. Það eru varla aðrir möguleikar í stöðinni en að velja þarna á milli eða hreinlega geta það ekki almennilega og þá er kannski geðheilsan í hættu. Er það þetta sem við viljum í framtíðinni, ungt fólk sem sér ekki fyrir sér nokkra möguleika á að skapa sér gott lífsviðurværi vegna þess umhverfis sem við höfum skapað þeim, ómanneskjulegt og brjálað samkeppnislíf sem enga ró og hvíld gefur. Valfrelsi er oft svar þeirra sem verja þetta ástand og það sjáum við flest sem íhugum málið náið að einmitt það hugtak er það sem er kannski er stærsta lygin í okkar nútíma. Eins og að umhverfi okkar, auglýsingaáróður og þvíumlíkt, hafi ekki áhrif á það hvað við veljum. Hvílík fyrra. Við verðum bara að viðurkenna að við erum þrælar markaðarins og þurfum einhvern veginn að brjótast út úr þeim þrældómi, kapítalisminn kostar. Það eru ekki bara einstaklingar í svokölluðum velferðarþjóðfélögum sem eru að fara á geði heldur virðist mannfélagið í held vera sturlað um þessar mundir. Gasa, Úkraína og Súdan eru bara þrjú dæmi um brjálæði sem á sér stað í skrifandi stund. Mörg önnur dæmi mætti nefna til sögunnar og einn samnefnara má ávallt finna, Bandaríki Norður Ameríku, heimavist og áróðursbæli hugmyndafræði markaðshyggju eftirstríðsáranna. Öll stríð eftir seinni heimsstyrjöld hafa verið háð undir merkjum þessarar hugmyndafræði með Bandaríkin sem aðalhvathafa og algjör hegemoni virðist ráða á áhrifasvæði þeirra í heiminum hvað varðar framtíðina, áfram á sömu braut! Hergagnaiðnaðurinn er kominn á fulla ferð aftur eftir “allt of langt hlé” milli stríða. Ekkert almennilegt stríð lengi en það tókst að lokum að móbilisera ráðamenn í Úkraínu að taka að sér hlutverkið með því að svíkja öll loforð gagnvart Rússlandi, varðandi útvíkkun NATO, sem gefin voru í sambandi við sameiningu Þýskalands. Innrás Rússa var náttúrulega ófyrirgefanleg en á sér sögulega skýringu, kapítalisminn kostar. Ofan á allt þetta er kapítalistiska hagkerfið að ganga frá lífríki jarðar, allavega sem heimavist fyrir manninn. Eins og staðan lítur út nú þá er erfitt að sjá annað en að hlýnun jarðar fari vel yfir 2˚C og engin veit nákvæmlega hvað það mun þýða til lengri tíma. Líklega hörmungar fyrir milljónatals manna og mikilla fólksflutninga. Flóttamannastraumar munu margfaldast og það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund þegar litið er til baka til Sýrlandsflóttans 2015, sem voru smámunir í þessu samhengi, hvaða áhrif þetta kemur til með að hafa á lífsviðurværi barnabarna okkar. Loftlagsváin er stærsta vandamál sem manneskjan sem dýrategundum hefur fengið í fangið. Vissulega til 100% orsakað af henni sjálfri og stóra spurningin er hvort henni takist að snúa ofan af þeirri þróun sem er að öllu óbreyttu að leiða til glötunar, já kapítalisminn kostar! Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun