„Það var búið að hvísla mér í eyrað að gera þetta“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. ágúst 2024 20:40 Úlfa Dís og félagar fagna marki fyrr í sumar Vísir/Getty Stjarnan batt í kvöld enda á sigurhrinu Vals í Bestu deild kvenna. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli en Valur hafði leitt leikinn frá 13. mínútu og fram á lokamínútur hans. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar á 86. mínútu leiksins með laglegu skoti fyrir utan teig. Úlfa Dís var að vonum ánægð með stigið gegn toppliði deildarinnar. „Við fórum bara inn í leikinn eins og alla aðra leiki og við uppskárum eins og við sáðum. Þetta var bara þolinmæðisvinna.“ Jöfnunarmark Stjörnunnar var af dýrari gerðinni. Úlfa Dís fékk þá boltann úti á hægri kantinum og leitaði inn á völlinn með boltann. Þegar hún nálgaðist teiginn lét hún skotið ríða af með vinstri fæti og söng boltinn í netinu. Úlfa Dís segir Rajko Stanisic, markmannsþjálfara Stjörnunnar, hafa hvíslaði því að sér að láta á það reyna að skjóta af þessu færi. „Það var búið að hvísla mér í eyrað að gera þetta. Rajko sagði mér að gera þetta og ég gerði þetta bara og þetta virkaði.“ Stjarnan hefur verið á fínu skriði í deildinni upp á síðkastið. Aðspurð hvernig tilfinningin var að koma inn í þennan leik gegn toppliði Vals hafði Úlfa Dís þetta að segja. „Tilfinningin var bara mjög góð. Við erum með gott „record“ á móti Val á þessum velli þannig að við fórum bara fullar sjálfstraust inn í þennan leik.“ Úlfa Dís lýgur engu þar, en Stjarnan vann báða leikina gegn Val á Samsungvellinum á síðasta tímabili. Nú eru tveir leikir eftir af hefðbundnu deildarkeppninni áður en deildinni er tvískipt. Stjarnan á tvo krefjandi leiki fram undan. Annars vegar gegn Þór/KA og svo Þrótti sem er í harðri baráttu við Garðbæinga um sæti í efri hluta umspilinu. „Við ætlum bara að taka einn leik í einu og fókusera bara á næsta leik og mæta í alla leiki eins og við mættum í dag,“ segir Úlfa Dís um framhaldið hjá henni og liðsfélögum sínum. Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar á 86. mínútu leiksins með laglegu skoti fyrir utan teig. Úlfa Dís var að vonum ánægð með stigið gegn toppliði deildarinnar. „Við fórum bara inn í leikinn eins og alla aðra leiki og við uppskárum eins og við sáðum. Þetta var bara þolinmæðisvinna.“ Jöfnunarmark Stjörnunnar var af dýrari gerðinni. Úlfa Dís fékk þá boltann úti á hægri kantinum og leitaði inn á völlinn með boltann. Þegar hún nálgaðist teiginn lét hún skotið ríða af með vinstri fæti og söng boltinn í netinu. Úlfa Dís segir Rajko Stanisic, markmannsþjálfara Stjörnunnar, hafa hvíslaði því að sér að láta á það reyna að skjóta af þessu færi. „Það var búið að hvísla mér í eyrað að gera þetta. Rajko sagði mér að gera þetta og ég gerði þetta bara og þetta virkaði.“ Stjarnan hefur verið á fínu skriði í deildinni upp á síðkastið. Aðspurð hvernig tilfinningin var að koma inn í þennan leik gegn toppliði Vals hafði Úlfa Dís þetta að segja. „Tilfinningin var bara mjög góð. Við erum með gott „record“ á móti Val á þessum velli þannig að við fórum bara fullar sjálfstraust inn í þennan leik.“ Úlfa Dís lýgur engu þar, en Stjarnan vann báða leikina gegn Val á Samsungvellinum á síðasta tímabili. Nú eru tveir leikir eftir af hefðbundnu deildarkeppninni áður en deildinni er tvískipt. Stjarnan á tvo krefjandi leiki fram undan. Annars vegar gegn Þór/KA og svo Þrótti sem er í harðri baráttu við Garðbæinga um sæti í efri hluta umspilinu. „Við ætlum bara að taka einn leik í einu og fókusera bara á næsta leik og mæta í alla leiki eins og við mættum í dag,“ segir Úlfa Dís um framhaldið hjá henni og liðsfélögum sínum.
Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira