„Það venst illa að tapa fótboltaleikjum“ Hinrik Wöhler skrifar 9. ágúst 2024 21:20 Það stefnir allt í krefjandi fallbaráttu hjá Gunnari Magnúsi og leikmönnum hans hjá Fylki. vísir / anton brink Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, fór tómhentur heim úr Hafnarfirði í kvöld en Árbæingar töpuðu 3-1 á móti FH í Bestu deild kvenna. Gunnar fannst spilamennskan ganga upp og ofan en var fyrst og fremst svekktur með niðurstöðuna. „Hún var köflótt, við áttum ágætis kafla en töpuðum baráttunni. Ég er hundsvekktur og súr með það, það venst illa að tapa fótboltaleikjum.“ Fylkir náði ekki að skapa sér mikið úr opnum leik en hættulegustu færi þeirra var úr föstum leikatriðum og náði liðið að minnka muninn undir lok leiks en nær komust þær ekki. Guðrún Karítas Sigurðardóttir var ekki með liðinu í kvöld og fannst Gunnari muna um hana. „Það vantaði mikið bit í sóknarleikinn, klárlega. Við söknuðum hennar og fleiri leikmanna. Við erum ekkert alltof rík af leikmönnum fram á við, meiðslalistinn er langur og mest af þeim eru sóknarmenn. Eins og ég segi, svona er þessi bolti, við erum með nóg af leikmönnum og stóran hóp. Það bara koma aðrar og gera sitt. Þetta var erfitt fram á við,“ sagði Gunnar um sóknarleikinn. Dómaratríóið var undir pari FH skoraði mark úr vítaspyrnu á 70. mínútu þegar Helga Guðrún Kristinsdóttir handlék boltann í vítateignum. Gunnar var þó á öðru máli en dómari leiksins, Ásmundur Þór Sveinsson. „Þetta var þrumuskot og eins og þetta sást fyrir mér þá bara stendur hún og fær þrumubolta í eðlilegri stöðu. Veit ekki hvort að boltinn var á leiðinni í netið eða hvað þá er eflaust hægt að flokka það sem víti,“ sagði Gunnar um atvikið á 70. mínútu. „Ég er ekki vanur því að kvarta yfir dómurunum en það bara eins og leikmenn og við þjálfararnir að við eigum okkar slæmu daga. Þeir áttu virkilega slæman dag, engin lína en ekkert sem hallaði á eða skipti sköpum fyrir úrslit leiksins. Bara leiðinlegt á þessu stigi í efstu deild að fá ekki betri frammistöðu frá dómurunum,“ bætti Gunnar við. Þrátt fyrir meiðsli þá ætlar Gunnar ekki að bæta í hópinn en opið er fyrir félagaskipti í Bestu deild kvenna til og með 13. ágúst. „Við erum bara keyra á þennan hóp. Þetta er meira og minna liðið sem kom upp hjá okkur fyrra. Það er ekki á teikniborðinu eins og staðan er,“ sagði Gunnar að lokum. Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Gunnar fannst spilamennskan ganga upp og ofan en var fyrst og fremst svekktur með niðurstöðuna. „Hún var köflótt, við áttum ágætis kafla en töpuðum baráttunni. Ég er hundsvekktur og súr með það, það venst illa að tapa fótboltaleikjum.“ Fylkir náði ekki að skapa sér mikið úr opnum leik en hættulegustu færi þeirra var úr föstum leikatriðum og náði liðið að minnka muninn undir lok leiks en nær komust þær ekki. Guðrún Karítas Sigurðardóttir var ekki með liðinu í kvöld og fannst Gunnari muna um hana. „Það vantaði mikið bit í sóknarleikinn, klárlega. Við söknuðum hennar og fleiri leikmanna. Við erum ekkert alltof rík af leikmönnum fram á við, meiðslalistinn er langur og mest af þeim eru sóknarmenn. Eins og ég segi, svona er þessi bolti, við erum með nóg af leikmönnum og stóran hóp. Það bara koma aðrar og gera sitt. Þetta var erfitt fram á við,“ sagði Gunnar um sóknarleikinn. Dómaratríóið var undir pari FH skoraði mark úr vítaspyrnu á 70. mínútu þegar Helga Guðrún Kristinsdóttir handlék boltann í vítateignum. Gunnar var þó á öðru máli en dómari leiksins, Ásmundur Þór Sveinsson. „Þetta var þrumuskot og eins og þetta sást fyrir mér þá bara stendur hún og fær þrumubolta í eðlilegri stöðu. Veit ekki hvort að boltinn var á leiðinni í netið eða hvað þá er eflaust hægt að flokka það sem víti,“ sagði Gunnar um atvikið á 70. mínútu. „Ég er ekki vanur því að kvarta yfir dómurunum en það bara eins og leikmenn og við þjálfararnir að við eigum okkar slæmu daga. Þeir áttu virkilega slæman dag, engin lína en ekkert sem hallaði á eða skipti sköpum fyrir úrslit leiksins. Bara leiðinlegt á þessu stigi í efstu deild að fá ekki betri frammistöðu frá dómurunum,“ bætti Gunnar við. Þrátt fyrir meiðsli þá ætlar Gunnar ekki að bæta í hópinn en opið er fyrir félagaskipti í Bestu deild kvenna til og með 13. ágúst. „Við erum bara keyra á þennan hóp. Þetta er meira og minna liðið sem kom upp hjá okkur fyrra. Það er ekki á teikniborðinu eins og staðan er,“ sagði Gunnar að lokum.
Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira