„Við horfum ekki á úrslit heldur frammistöður“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 10. ágúst 2024 16:34 John Andrews á hliðarlínunni Vísir/Pawel Cieslikiewicz John Andrews, þjálfari Víkings, var hæstánægður eftir 1-2 sigur síns liðs á Keflavík á HS Orku vellinum í dag í Bestu deild kvenna. „Ég er ánægður með úrslitin. Mjög erfiður heimavöllur til að koma á, þær eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. En við erum einnig að berjast fyrir lífi okkar í deildinni, við erum að reyna að koma okkur ofar í töfluna. Við ætlum að ýta og ýta og koma okkur hærra upp og þetta var stórt skref. Það er stórt að koma til Keflavíkur og sigra.“ John Andrews var afar sáttur með frammistöðu síns liðs þrátt fyrir að liðið væri ekki að spila sinn besta leik. „Mér fannst við vera frábær í dag. Maður getur ekki alltaf planað leiki og sagt að við ætlum að spila okkar besta bolta og gera hitt og þetta. Það sem við gerðum er að við lögðum mikið á okkur og börðumst í þessum fyrri hálfleik. Svo skorum við í þeim síðari og undirbúum okkur fyrir lokakaflann.“ „Við vissum að Keflavík myndi reyna á lokakaflanum, þess vegna settum við Svanhildi og Huldu inn á. Þetta var gott mark hjá þeim en ég vissi að við myndum klára þetta þar sem við vorum með stjórnina.“ Keflavík skoraði mark á 88. mínútu og hleypti það mikilli spennu inn í leikinn á lokamínútunum. Hvernig var hjartslátturinn á bekknum hjá Víkingi á lokamínútunum? „Hann var bara allt í lagi. Ég hef svo mikla trú á þessum leikmönnum, við verðum ekki stressuð, það hefur verið þannig í fimm ár. Við horfum ekki á úrslit heldur frammistöður. Það sást til dæmis í því að við héldum áfram að spila út frá marki undir lokin þrátt fyrir pressuna sem við fengum á okkur. Ég er bara svo stoltur af mínu liði.“ John Andrews vill að sitt lið haldi áfram að eflast og gera sitt besta það sem eftir lifi tímabils og gefi ekkert eftir. Hann telur það mikilvægara heldur en lokaniðurstaðan að tímabilinu loknu. „Stöðulega séð gæti mér ekki verið meira sama, ef ég á að vera hreinskilin. Svo lengi sem við endum í efri hlutanum þá er það mjög vel gert hjá liðinu. Við viljum ná í eins mörg stig og við getum, ég veit að þetta er algjör klisja, en við viljum ekki sitja með fólkinu okkar og segja að við gáfum frá okkur þennan eða hinn leikinn frá okkur. Við erum bara ekki þannig, það er ekki okkar karakter.“ „Við verðum að gefa hundrað prósent og fara á fulla ferð í öllum leikjum. Ég hef ekki hugmynd hvar við munum enda en við munum reyna að enda eins ofarlega og við getum.“ Fótbolti Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
„Ég er ánægður með úrslitin. Mjög erfiður heimavöllur til að koma á, þær eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. En við erum einnig að berjast fyrir lífi okkar í deildinni, við erum að reyna að koma okkur ofar í töfluna. Við ætlum að ýta og ýta og koma okkur hærra upp og þetta var stórt skref. Það er stórt að koma til Keflavíkur og sigra.“ John Andrews var afar sáttur með frammistöðu síns liðs þrátt fyrir að liðið væri ekki að spila sinn besta leik. „Mér fannst við vera frábær í dag. Maður getur ekki alltaf planað leiki og sagt að við ætlum að spila okkar besta bolta og gera hitt og þetta. Það sem við gerðum er að við lögðum mikið á okkur og börðumst í þessum fyrri hálfleik. Svo skorum við í þeim síðari og undirbúum okkur fyrir lokakaflann.“ „Við vissum að Keflavík myndi reyna á lokakaflanum, þess vegna settum við Svanhildi og Huldu inn á. Þetta var gott mark hjá þeim en ég vissi að við myndum klára þetta þar sem við vorum með stjórnina.“ Keflavík skoraði mark á 88. mínútu og hleypti það mikilli spennu inn í leikinn á lokamínútunum. Hvernig var hjartslátturinn á bekknum hjá Víkingi á lokamínútunum? „Hann var bara allt í lagi. Ég hef svo mikla trú á þessum leikmönnum, við verðum ekki stressuð, það hefur verið þannig í fimm ár. Við horfum ekki á úrslit heldur frammistöður. Það sást til dæmis í því að við héldum áfram að spila út frá marki undir lokin þrátt fyrir pressuna sem við fengum á okkur. Ég er bara svo stoltur af mínu liði.“ John Andrews vill að sitt lið haldi áfram að eflast og gera sitt besta það sem eftir lifi tímabils og gefi ekkert eftir. Hann telur það mikilvægara heldur en lokaniðurstaðan að tímabilinu loknu. „Stöðulega séð gæti mér ekki verið meira sama, ef ég á að vera hreinskilin. Svo lengi sem við endum í efri hlutanum þá er það mjög vel gert hjá liðinu. Við viljum ná í eins mörg stig og við getum, ég veit að þetta er algjör klisja, en við viljum ekki sitja með fólkinu okkar og segja að við gáfum frá okkur þennan eða hinn leikinn frá okkur. Við erum bara ekki þannig, það er ekki okkar karakter.“ „Við verðum að gefa hundrað prósent og fara á fulla ferð í öllum leikjum. Ég hef ekki hugmynd hvar við munum enda en við munum reyna að enda eins ofarlega og við getum.“
Fótbolti Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira