„Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er“ Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2024 19:30 Rigel Rivas og Betsy Contreras eru hælisleitendur frá Venesúela. Vísir/Ragnar Dagur Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. Mikil óánægja hefur ríkt í Venesúela eftir að forseti landsins, Nicolas Maduro, var endurkjörinn í kosningum en margir hverjir telja niðurstöðu þeirra ólögmætar. Í útgönguspám var mótframbjóðanda hans spáð öruggum sigri. Kjörstjórn lýsti þó yfir að Maduro hafi hlotið 51 prósent atkvæða gegn 44 prósentum mótframbjóðandans Edmundo Gonzalez. Embættismenn í einhverjum kjördæmum hafa neitað að afhenda pappírsgögn um talningu atkvæðanna. Mótmælt hefur verið víða um landið vegna þessa og fjöldi fólks handtekinn fyrir það eða fyrir að tala gegn Maduro. Samkvæmt tölum frá samtökunum Foro Penal hafa 1303 verið handteknir, þar af 116 börn. Jón Sigurðsson, lögfræðingur og formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, segir að samt sem áður taki útlendingayfirvöld lítið tillit til þess sem hefur átt sér stað í landinu eftir kosningar. „Staðan er líklega verri núna heldur en hún var fyrir. Ég hef kynnt mér það sem hefur birst frá mannréttindasamtökum og það er talið að þetta sé líklega það versta sem hefur átt sér stað í Venesúela,“ segir Jón. Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd.Vísir/Örvar Flóttamenn sem sendir verða til baka séu í hættu bara fyrir það að hafa reynt að flýja. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að senda hóp Venesúelamanna úr landi í kvöld. „Það væri eðlilegt að taka þetta í reikninginn og hafa varann á. Gæta þess að senda fólk ekki í einhverjar hræðilega ótryggar aðstæður. Að minnsta kosti ganga úr skugga um að við séum ekki að senda fólk út í einhvern hrylling,“ segir Jón. Í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu segir að yfirvöld meti aðstæður þannig að það sé ekki hættulegt fyrir alla að vera þar. Stofnunin hafi fylgst náið með þróun mála eftir kosningar en að framkvæmd þeirra og aðgerðir stjórnvalda eftir þær hafi ekki breytt mati stofnunarinnar á almennum aðstæðum í landinu. Þó verður áfram fylgst náið með þróuninni. Hælisleitendur frá Venesúela hér á landi óttast þó um líf sitt verði þeir sendir til baka. „Ríkisstjórn Íslands tekur ekki ástandið í Venesúela alvarlega. Hún tekur það ekki alvarlega að eftir kosningarnar er líf okkar í hættu í Venesúela,“ segir Betsy Contreras, hælisleitandi frá Venesúela. Fólki bíði ekkert nema kúgun og slæmt líf verði það sent til baka. „Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er. Það er fólk... vinur minn er í fangelsi, bara fyrir að hafa talað gegn ríkisstjórninni. Hann býr beint á móti húsinu mínu. Þeir handtaka fólk bara fyrir að segja sannleikann,“ segir Rigel Rivas, einnig hælisleitandi frá Venesúela. Venesúela Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Mikil óánægja hefur ríkt í Venesúela eftir að forseti landsins, Nicolas Maduro, var endurkjörinn í kosningum en margir hverjir telja niðurstöðu þeirra ólögmætar. Í útgönguspám var mótframbjóðanda hans spáð öruggum sigri. Kjörstjórn lýsti þó yfir að Maduro hafi hlotið 51 prósent atkvæða gegn 44 prósentum mótframbjóðandans Edmundo Gonzalez. Embættismenn í einhverjum kjördæmum hafa neitað að afhenda pappírsgögn um talningu atkvæðanna. Mótmælt hefur verið víða um landið vegna þessa og fjöldi fólks handtekinn fyrir það eða fyrir að tala gegn Maduro. Samkvæmt tölum frá samtökunum Foro Penal hafa 1303 verið handteknir, þar af 116 börn. Jón Sigurðsson, lögfræðingur og formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, segir að samt sem áður taki útlendingayfirvöld lítið tillit til þess sem hefur átt sér stað í landinu eftir kosningar. „Staðan er líklega verri núna heldur en hún var fyrir. Ég hef kynnt mér það sem hefur birst frá mannréttindasamtökum og það er talið að þetta sé líklega það versta sem hefur átt sér stað í Venesúela,“ segir Jón. Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd.Vísir/Örvar Flóttamenn sem sendir verða til baka séu í hættu bara fyrir það að hafa reynt að flýja. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að senda hóp Venesúelamanna úr landi í kvöld. „Það væri eðlilegt að taka þetta í reikninginn og hafa varann á. Gæta þess að senda fólk ekki í einhverjar hræðilega ótryggar aðstæður. Að minnsta kosti ganga úr skugga um að við séum ekki að senda fólk út í einhvern hrylling,“ segir Jón. Í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu segir að yfirvöld meti aðstæður þannig að það sé ekki hættulegt fyrir alla að vera þar. Stofnunin hafi fylgst náið með þróun mála eftir kosningar en að framkvæmd þeirra og aðgerðir stjórnvalda eftir þær hafi ekki breytt mati stofnunarinnar á almennum aðstæðum í landinu. Þó verður áfram fylgst náið með þróuninni. Hælisleitendur frá Venesúela hér á landi óttast þó um líf sitt verði þeir sendir til baka. „Ríkisstjórn Íslands tekur ekki ástandið í Venesúela alvarlega. Hún tekur það ekki alvarlega að eftir kosningarnar er líf okkar í hættu í Venesúela,“ segir Betsy Contreras, hælisleitandi frá Venesúela. Fólki bíði ekkert nema kúgun og slæmt líf verði það sent til baka. „Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er. Það er fólk... vinur minn er í fangelsi, bara fyrir að hafa talað gegn ríkisstjórninni. Hann býr beint á móti húsinu mínu. Þeir handtaka fólk bara fyrir að segja sannleikann,“ segir Rigel Rivas, einnig hælisleitandi frá Venesúela.
Venesúela Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira