Allt svo snyrtilegt við höfnina í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. ágúst 2024 20:31 Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum og hennar starfsfólk eiga heiður skilinn fyrir hvað höfnin er snyrtileg og falleg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Miklar endurbætur hafa verið gerðar á höfninni í Vestmannaeyjum þar sem áhersla er lögð á snyrtimennsku og virðingu við gamla tímann með allskonar nýjungum. Það er alltaf gaman að rölta um hafnir landsins og skoða mannlífið þar og virða umhverfið fyrir sér. Vestmannaeyjahöfn er að verða ein af glæsilegustu höfnunum því það er allt orðið svo snyrtilegt og fallegt og verið að gera allskonar hluti til að lífga upp á hafnarsvæðið eins og með endurgerð á bátum, bekkir með bátalagi eru á nokkrum stöðum, ruslatunnurnar eru skemmtilega málaðar og styttan af Ása í bæ vekur alltaf athygli. „Við erum að reyna að hressa höfnina aðeins við útlitslega en okkur vantar meira pláss, hún er algjörlega sprungin,” segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum. „Við þurfum bara öll að ganga vel um umhverfið okkar og höfnin er einn af þeim stöðum, sem þarf að passa vel upp á. Það er ekki gaman að vera með drulluskítuga höfn. Það gerum við ekki bara við hafnarstarfsmennirnir, við þurfum alla, það þurfa allir að hjálpast að til þess að það sé snyrtilegt hjá okkur og það hefur verið að ganga ágætlega,” bætir Dóra Björk við. Styttan af Ása í bæ við höfnina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Urðaviti eins og hann var fyrir gos sómir sér vel við höfnina og þar er vinsælt að láta taka mynd af sér. Urðaviti eins og hann var fyrir gos sómir sér vel við höfnina og þar er vinsælt að láta taka mynd af sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimamenn eru mjög ánægðir með hafnarstjórann og hennar verk. „Já, ég er mjög ánægður með hana, það er bara allt að gerast. Það er til dæmis nýbúið að setja upp dælu með vatni þannig að við getum þrifið bátana hérna niður á bryggju. Þetta er mjög snyrtilegt og fallegt hafnarsvæði, það er ekki mikið af drasli hér,” segir Þór Ísfeld Vilhjálmsson, sjómaður í Vestmannaeyjum. „Já, þetta er bara mjög gott. Ef maður skoðar nokkra ára myndir frá Eyjum þá sér maður hvað það er búið að gera mikið, maður fattar það ekki þegar maður sér þetta daglega,” segir Bragi Steingrímsson, sjómaður í Vestmannaeyjum. Ruslatunnurnar við höfnina eru sérstaklega skemmtilegar og vekja mikla athygli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Umhverfismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Það er alltaf gaman að rölta um hafnir landsins og skoða mannlífið þar og virða umhverfið fyrir sér. Vestmannaeyjahöfn er að verða ein af glæsilegustu höfnunum því það er allt orðið svo snyrtilegt og fallegt og verið að gera allskonar hluti til að lífga upp á hafnarsvæðið eins og með endurgerð á bátum, bekkir með bátalagi eru á nokkrum stöðum, ruslatunnurnar eru skemmtilega málaðar og styttan af Ása í bæ vekur alltaf athygli. „Við erum að reyna að hressa höfnina aðeins við útlitslega en okkur vantar meira pláss, hún er algjörlega sprungin,” segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum. „Við þurfum bara öll að ganga vel um umhverfið okkar og höfnin er einn af þeim stöðum, sem þarf að passa vel upp á. Það er ekki gaman að vera með drulluskítuga höfn. Það gerum við ekki bara við hafnarstarfsmennirnir, við þurfum alla, það þurfa allir að hjálpast að til þess að það sé snyrtilegt hjá okkur og það hefur verið að ganga ágætlega,” bætir Dóra Björk við. Styttan af Ása í bæ við höfnina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Urðaviti eins og hann var fyrir gos sómir sér vel við höfnina og þar er vinsælt að láta taka mynd af sér. Urðaviti eins og hann var fyrir gos sómir sér vel við höfnina og þar er vinsælt að láta taka mynd af sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimamenn eru mjög ánægðir með hafnarstjórann og hennar verk. „Já, ég er mjög ánægður með hana, það er bara allt að gerast. Það er til dæmis nýbúið að setja upp dælu með vatni þannig að við getum þrifið bátana hérna niður á bryggju. Þetta er mjög snyrtilegt og fallegt hafnarsvæði, það er ekki mikið af drasli hér,” segir Þór Ísfeld Vilhjálmsson, sjómaður í Vestmannaeyjum. „Já, þetta er bara mjög gott. Ef maður skoðar nokkra ára myndir frá Eyjum þá sér maður hvað það er búið að gera mikið, maður fattar það ekki þegar maður sér þetta daglega,” segir Bragi Steingrímsson, sjómaður í Vestmannaeyjum. Ruslatunnurnar við höfnina eru sérstaklega skemmtilegar og vekja mikla athygli.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Umhverfismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira