Perugia sótti Latina heim í ítalska neðri deildar bikarnum og fór með þægilegan 1-4 sigur af hólmi. Adam lagði upp fyrsta mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik fyrir Daniele Montevago og skoraði svo þrjú sjálfur í seinni hálfleik.
Þetta var eins og áður sagði fyrsti leikur Adams fyrir liðið en hann var lánaður til Ítalíu frá Val um miðjan júlí. Hann er samningsbundinn Valsmönnum til ársloka 2026 en Perugia hefur forkaupsrétt á honum.
Fyrsti leikur Perugia í ítölsku C-deildinni verður þann 24. ágúst, þegar liðið sækir Pianese heim.
Fín byrjun á timabilinu 🤣🤣🤣⚽️⚽️⚽️ https://t.co/FTTPAenGET pic.twitter.com/S8jPrUWmJ5
— Adam Palsson (@Adampalss) August 11, 2024