„Það er öllum brögðum beitt til að koma vörunum sem víðast“ Lovísa Arnardóttir skrifar 13. ágúst 2024 08:21 Lára segir stjórnvöld verða að bregðast við. Vísir/Sigurjón og Einar Lára Guðrún Sigurðardóttir læknir segir sárvanta meira fjármagn til að koma í veg fyrir neyslu nikótíns. Neysla á nikótínpúðum og rafsígarettum hafi aukist síðustu ár. Lára ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun en það var nokkur umræða um sölu nikótíns í gær vegna aðsendrar greinar Eyrúnar Magnúsdóttur fjölmiðlakonu. Þar sagði Eyrún níkótínsölumenn starfa nær óáreitta í skjóli sofandi stjórnvalda hér á landi. Bústaðavegur yrði brátt Níkótínstræti vegna opnunar nýrrar verslunar Svens í Grímsbæ. Hún spurði hvort leigutekjur Reita, sem séu að mestu í eigu lífeyrissjóða, séu mikilvægari en áform níkótínsala um að ná fótfestu í skólahverfi. Lára bendir á að í lögum um sölu á rafsígarettum og tóbaksvarnarlögum séu gjörólík markmið. Í lögum um rafsígarettur sé talað um sölu, notkun markaðssetningu og annað á meðan í hinum er talað um að draga úr heilsufarstjóni og draga úr sölu. „Við erum með gjörólíka póla í þessum mismunandi lögum,“ segir Lára. Meira nikótín en ekki minna Lára segir marga hafa litið á rafsígarettur og nikótínpúða sem vöru sem hjálpi þeim að hætta að reykja og sé að einhverju leyti betri en sígarettur sem fólk reykir. Hún segir þessa skoðun byggða á niðurstöðum skýrslu frá Bretlandi sem hafi verið afar gölluð. „Rannsóknir hafa sýnt núna að það sem þessi vara gerir yfirleitt, í stað þess, auðvitað eru einhverjir sem hætta að nota sígarettur og nota eingöngu nikótínpúða eða rafsígarettur, en meirihlutinn fer að nota þessar vörur samhliða þannig það er að fá meira nikótín, meira taugaeitur, og meira skordýraeitur en ef það væri bara að reykja.“ Lára segir að innan tóbaksvarna sé ekki mælt með því í að nota þessar vörur til að reyna að hætta að reykja. „Þetta er bara að viðhalda fíkninni. Það eru betri leiðir sem eru notaðar til að hætta að reykja en þessar vörur. Núna er þetta bara til að viðhalda fíkn í samfélaginu.“ Margar mýtur Lára segir margar mýtur í kringum nikótín og reykinga. Að fólk grennist til dæmis og því hafi verið haldið að ungum konum áður fyrr til að fá þær til að byrja að reykja. Ómar Úlfur, þáttastjórnandi í Bítinu, nefndi myndband á Tiktok þar sem maður staðhæfi að nikótín sé gott ADHD lyf. „Það er öllum brögðum beitt til að koma vörunum sem víðast,“ segir Lára. Í þessum bransa sé það þannig að þegar þú ert kominn með viðskiptavin verði hann það líklega ævilangt því nikótín sé svo ávanabindandi. „Til að byrja með þá getur nikótín bætt einbeitinguna en þegar nikótín er farið að rugla í taugabrautum heilans og draga úr virkni í framheilann og auka kvíðatengdu stöðvarnar í heilanum, þá fer að draga úr einbeitingunni og athyglinni,“ segir Lára og að til lengri tíma valdi neysla nikótíns svefntruflunum, kvíða og minnki einbeitingu og hömlur. Meiri forvarnir Lára segir sárvanta meiri fjármagn í forvarnir gegn neyslu nikótíns. „Þetta er ofurefli að keppast við og þess vegna verða stjórnvöld að grípa inn í,“ segir Lára. Hún segir að í þessu samhengi megi einnig tala um netsölu áfengis í Hagkaup. „Svona leyfum við að viðgangast hér á kostnað heilsu barna og ungmenna,“ segir hún og að þetta séu stærstu lýðheilsumál samtímans. Lára segist hafa hitt ráðherra fyrir um ári síðan með öðrum læknum til að ræða aðgengi að nikótíni. Hann hafi ætlað að stofna nefnd til að fara yfir þessi mál. Hún hafi ekkert heyrt af því hvernig það gangi. Ráðherra hafi vald til að banna markaðssetningu bragðefna og breyta umbúðum sem dæmi og það væri hægt að byrja þar. Áfengi og tóbak Bítið Börn og uppeldi Reykjavík Grunnskólar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bústaðavegur verður Nikótínstræti — þökk sé Reitum og lífeyrissjóðunum Nikótínpúðar eru ein af þessum vafasömu vörum sem hafa dúkkað upp í veröld unga fólksins hér á landi á síðustu árum. Seljendur púðanna auglýsa þá grimmt, en alltaf undir því yfirskini að verið sé að auglýsa púða án nikótíns. Auglýsingar fyrir þessa púða eru undantekningalaust baðaðar ferskleika, allt er hreint og tært. 12. ágúst 2024 13:31 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Lára ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun en það var nokkur umræða um sölu nikótíns í gær vegna aðsendrar greinar Eyrúnar Magnúsdóttur fjölmiðlakonu. Þar sagði Eyrún níkótínsölumenn starfa nær óáreitta í skjóli sofandi stjórnvalda hér á landi. Bústaðavegur yrði brátt Níkótínstræti vegna opnunar nýrrar verslunar Svens í Grímsbæ. Hún spurði hvort leigutekjur Reita, sem séu að mestu í eigu lífeyrissjóða, séu mikilvægari en áform níkótínsala um að ná fótfestu í skólahverfi. Lára bendir á að í lögum um sölu á rafsígarettum og tóbaksvarnarlögum séu gjörólík markmið. Í lögum um rafsígarettur sé talað um sölu, notkun markaðssetningu og annað á meðan í hinum er talað um að draga úr heilsufarstjóni og draga úr sölu. „Við erum með gjörólíka póla í þessum mismunandi lögum,“ segir Lára. Meira nikótín en ekki minna Lára segir marga hafa litið á rafsígarettur og nikótínpúða sem vöru sem hjálpi þeim að hætta að reykja og sé að einhverju leyti betri en sígarettur sem fólk reykir. Hún segir þessa skoðun byggða á niðurstöðum skýrslu frá Bretlandi sem hafi verið afar gölluð. „Rannsóknir hafa sýnt núna að það sem þessi vara gerir yfirleitt, í stað þess, auðvitað eru einhverjir sem hætta að nota sígarettur og nota eingöngu nikótínpúða eða rafsígarettur, en meirihlutinn fer að nota þessar vörur samhliða þannig það er að fá meira nikótín, meira taugaeitur, og meira skordýraeitur en ef það væri bara að reykja.“ Lára segir að innan tóbaksvarna sé ekki mælt með því í að nota þessar vörur til að reyna að hætta að reykja. „Þetta er bara að viðhalda fíkninni. Það eru betri leiðir sem eru notaðar til að hætta að reykja en þessar vörur. Núna er þetta bara til að viðhalda fíkn í samfélaginu.“ Margar mýtur Lára segir margar mýtur í kringum nikótín og reykinga. Að fólk grennist til dæmis og því hafi verið haldið að ungum konum áður fyrr til að fá þær til að byrja að reykja. Ómar Úlfur, þáttastjórnandi í Bítinu, nefndi myndband á Tiktok þar sem maður staðhæfi að nikótín sé gott ADHD lyf. „Það er öllum brögðum beitt til að koma vörunum sem víðast,“ segir Lára. Í þessum bransa sé það þannig að þegar þú ert kominn með viðskiptavin verði hann það líklega ævilangt því nikótín sé svo ávanabindandi. „Til að byrja með þá getur nikótín bætt einbeitinguna en þegar nikótín er farið að rugla í taugabrautum heilans og draga úr virkni í framheilann og auka kvíðatengdu stöðvarnar í heilanum, þá fer að draga úr einbeitingunni og athyglinni,“ segir Lára og að til lengri tíma valdi neysla nikótíns svefntruflunum, kvíða og minnki einbeitingu og hömlur. Meiri forvarnir Lára segir sárvanta meiri fjármagn í forvarnir gegn neyslu nikótíns. „Þetta er ofurefli að keppast við og þess vegna verða stjórnvöld að grípa inn í,“ segir Lára. Hún segir að í þessu samhengi megi einnig tala um netsölu áfengis í Hagkaup. „Svona leyfum við að viðgangast hér á kostnað heilsu barna og ungmenna,“ segir hún og að þetta séu stærstu lýðheilsumál samtímans. Lára segist hafa hitt ráðherra fyrir um ári síðan með öðrum læknum til að ræða aðgengi að nikótíni. Hann hafi ætlað að stofna nefnd til að fara yfir þessi mál. Hún hafi ekkert heyrt af því hvernig það gangi. Ráðherra hafi vald til að banna markaðssetningu bragðefna og breyta umbúðum sem dæmi og það væri hægt að byrja þar.
Áfengi og tóbak Bítið Börn og uppeldi Reykjavík Grunnskólar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bústaðavegur verður Nikótínstræti — þökk sé Reitum og lífeyrissjóðunum Nikótínpúðar eru ein af þessum vafasömu vörum sem hafa dúkkað upp í veröld unga fólksins hér á landi á síðustu árum. Seljendur púðanna auglýsa þá grimmt, en alltaf undir því yfirskini að verið sé að auglýsa púða án nikótíns. Auglýsingar fyrir þessa púða eru undantekningalaust baðaðar ferskleika, allt er hreint og tært. 12. ágúst 2024 13:31 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Bústaðavegur verður Nikótínstræti — þökk sé Reitum og lífeyrissjóðunum Nikótínpúðar eru ein af þessum vafasömu vörum sem hafa dúkkað upp í veröld unga fólksins hér á landi á síðustu árum. Seljendur púðanna auglýsa þá grimmt, en alltaf undir því yfirskini að verið sé að auglýsa púða án nikótíns. Auglýsingar fyrir þessa púða eru undantekningalaust baðaðar ferskleika, allt er hreint og tært. 12. ágúst 2024 13:31