Menntamál eru byggðajafnréttismál Álfhildur Leifsdóttir, Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir og Sigríður Gísladóttir skrifa 13. ágúst 2024 19:01 Menntun er ekki einungis samfélagsmál heldur einnig forsenda þróunar og nýsköpunar hverrar þjóðar og þar skipta öll skólastig máli. Menntamál skipa stóran sess þegar kemur að hagsæld og velferð þjóðarinnar. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur alla tíð lagt áherslu á að vera með skýra menntastefnu sem er í stöðugri endurskoðun, enda þarf sífellt að aðlaga menntakerfið að ólíkum þörfum í fjölbreyttu samfélagi. Menntun á að vera aðgengileg öllum, óháð búsetu. Ef vilji er til þess að tryggja blómlega byggð á landinu öllu þarf að hlúa vel að hverjum einasta skóla landsins. Fjölbreytni og nýsköpun Áhersla á að vera á fjölbreytt námsframboð og nýsköpun þegar kemur að grunn- og framhaldsnámi. Iðnnám og sí- og endurmenntun skiptir fólk í hinum dreifðari byggðum miklu máli og er undirstaða byggðafestu og ekki síður mikilvæg þegar kemur að félagslegu réttlæti. Án fjölbreyttra menntunarmöguleika þrífst ungt fólk ekki í sinni heimabyggð og með tilheyrandi álagi og kostnaði fyrir fjölskyldur flykkist unga fólkið okkar á stóru þéttbýlisstaðina og ílengist jafnvel þar sem verður til þess að fámennari byggðir líða fyrir. Jákvæð upplifun úr barnæsku af skólagöngu er sem dæmi lykilforsenda þess að ungt fólk flytji aftur í heimabyggð og því mikilvægt að vel sé staðið að menntamálum um land allt. Það er að mörgu að hyggja hvað varðar nám að loknum grunnskóla og mikilvægt að tryggja fjölbreytta gæðamenntun í framhaldsskólum um land allt. Áherslan ætti að vera á menntun og skipulag sem heldur utan um einstaklinga og er styðjandi hvað varðar þroska og hæfileika hvers og eins. Það þarf að gera ungu fólki kleift að búa áfram heima ef svo ber undir eða tryggja aðgang að heimavist eða öðru búsetuúrræði kjósi þau nám sem krefst staðbundinnar viðveru í lengri eða skemmri tíma. Í framhaldsskólum þarf að vera fjölbreytt námsval hvort sem er í stað- eða fjarnámi, jafnvel í samvinnu við aðra skóla sem og í virku samstarfi við atvinnulífið ef um verknám er að ræða. Í stefnu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um menntamál segir meðal annars að tryggja þurfi jöfn tækifæri til menntunar óháð búsetu, þar sem sérstaklega þurfi að huga að aðgengi að iðn- og listnámi svo öll geti notið sín. Nám fyrir öll, óháð búsetu eða stöðu Gjörbreyta þarf viðhorfi og umhverfi háskólanáms og tryggja að mun fleiri námsleiðir séu í boði í fjarnámi enda mörg sem á landsbyggðunum búa sem þegar hafa stofnað heimili og jafnvel fjölskyldu og eiga því erfiðara um vik með að flytja til að stunda staðnám. Stefnan ætti að vera sú að allt nám sem er hægt að bjóða upp á í fjarnámi eigi að setja upp sem slíkt enda víða um land skortur á starfsfólki sem sinna grundvallarhlutverki í innviðum samfélagsins, svo sem leik- og grunnskólakennurum, lögregluþjónum, heilbrigðisstarfsfólki og félagsráðgjöfum. Efla þarf þekkingarsetur á minni stöðum, þar ætti að vera aðstaða fyrir fræðasetur og starfsfólk fyrirtækja sem fær að vinna í heimabyggð undir merkjum starfa án staðsetningar ásamt aðstöðu fyrir rannsóknir, lista- og menningarstarf. Á fræðasetrum ætti að vera hægt að halda utan um fjarnám nemenda á framhalds- og háskólastigi og í fullorðinsfræðslu. Þar getur myndast mikill þekkingarauður og kraftur sem skilar sér út í samfélagið á hverjum stað og eflir byggðir af öllum stærðum og gerðum. Fólk á að geta hafið nám hvenær sem er á lífsleiðinni óháð búsetu og yrði það stór liður í að hækka menntunarstig á landsbyggðunum en þá þarf að tryggja námsframboð, aðgengi að húsnæði og búnaði sem og nýsköpunar- og rannsóknarstyrkjum. Tæknin eykur tækifæri Lykilatriði er að tryggja fjölbreytt nám og fjölbreyttar leiðir til að stunda nám undir merkjum byggðajafnréttis og með hag alls samfélagsins að leiðarljósi. Með auknu aðgengi að námi fyrir öll stuðlum við að sjálfbæru samfélagi. Mikil tækifæri eru fólgin í notkun tækni í námi, því tækni ýtir bæði undir aukna möguleika við námsframboð og eflir kennsluhætti. Ásamt því er tæknin grundvöllur að fjar- og netnámi og er tímasparandi. Fjarnám gerir nefnilega þeim sem geta ekki mætt á staðinn kleift að stunda nám óháð staðsetningu og stuðlar þar meðal annars að félagslegu réttlæti fyrir íbúa í hinum dreifðari byggðum. Fjarnám dregur einnig úr ferðalögum, sóun á tíma og peningum og minnkar umhverfisáhrif og slysahættu. Ekki síst geta tæknilausnir og fjarnám mætt ólíkum þörfum nemenda, með tilliti til búsetu, veikinda, örorku eða fötlunar ásamt því að auka samskipti nemenda óháð búsetu. Þá eru háskólanemar á Íslandi gjarnan eldri en nemar í öðrum Evrópulöndum, oft búnir að koma sér fyrir og stofna fjölskyldu. Fjarnám getur þannig náð til breiðari nemendahóps og stuðlað að auknum tækifærum og möguleikum fólks til menntunar hvar og hvenær sem er um leið og það eykur menntunarstig landsins alls. Álfhildur Leifsdóttir, kerfisfræðingur og grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur og leikskólastjóri, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Sigríður Gísladóttir, dýralæknir og framhaldsskólakennari, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Vinstri græn Álfhildur Leifsdóttir Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Menntun er ekki einungis samfélagsmál heldur einnig forsenda þróunar og nýsköpunar hverrar þjóðar og þar skipta öll skólastig máli. Menntamál skipa stóran sess þegar kemur að hagsæld og velferð þjóðarinnar. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur alla tíð lagt áherslu á að vera með skýra menntastefnu sem er í stöðugri endurskoðun, enda þarf sífellt að aðlaga menntakerfið að ólíkum þörfum í fjölbreyttu samfélagi. Menntun á að vera aðgengileg öllum, óháð búsetu. Ef vilji er til þess að tryggja blómlega byggð á landinu öllu þarf að hlúa vel að hverjum einasta skóla landsins. Fjölbreytni og nýsköpun Áhersla á að vera á fjölbreytt námsframboð og nýsköpun þegar kemur að grunn- og framhaldsnámi. Iðnnám og sí- og endurmenntun skiptir fólk í hinum dreifðari byggðum miklu máli og er undirstaða byggðafestu og ekki síður mikilvæg þegar kemur að félagslegu réttlæti. Án fjölbreyttra menntunarmöguleika þrífst ungt fólk ekki í sinni heimabyggð og með tilheyrandi álagi og kostnaði fyrir fjölskyldur flykkist unga fólkið okkar á stóru þéttbýlisstaðina og ílengist jafnvel þar sem verður til þess að fámennari byggðir líða fyrir. Jákvæð upplifun úr barnæsku af skólagöngu er sem dæmi lykilforsenda þess að ungt fólk flytji aftur í heimabyggð og því mikilvægt að vel sé staðið að menntamálum um land allt. Það er að mörgu að hyggja hvað varðar nám að loknum grunnskóla og mikilvægt að tryggja fjölbreytta gæðamenntun í framhaldsskólum um land allt. Áherslan ætti að vera á menntun og skipulag sem heldur utan um einstaklinga og er styðjandi hvað varðar þroska og hæfileika hvers og eins. Það þarf að gera ungu fólki kleift að búa áfram heima ef svo ber undir eða tryggja aðgang að heimavist eða öðru búsetuúrræði kjósi þau nám sem krefst staðbundinnar viðveru í lengri eða skemmri tíma. Í framhaldsskólum þarf að vera fjölbreytt námsval hvort sem er í stað- eða fjarnámi, jafnvel í samvinnu við aðra skóla sem og í virku samstarfi við atvinnulífið ef um verknám er að ræða. Í stefnu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um menntamál segir meðal annars að tryggja þurfi jöfn tækifæri til menntunar óháð búsetu, þar sem sérstaklega þurfi að huga að aðgengi að iðn- og listnámi svo öll geti notið sín. Nám fyrir öll, óháð búsetu eða stöðu Gjörbreyta þarf viðhorfi og umhverfi háskólanáms og tryggja að mun fleiri námsleiðir séu í boði í fjarnámi enda mörg sem á landsbyggðunum búa sem þegar hafa stofnað heimili og jafnvel fjölskyldu og eiga því erfiðara um vik með að flytja til að stunda staðnám. Stefnan ætti að vera sú að allt nám sem er hægt að bjóða upp á í fjarnámi eigi að setja upp sem slíkt enda víða um land skortur á starfsfólki sem sinna grundvallarhlutverki í innviðum samfélagsins, svo sem leik- og grunnskólakennurum, lögregluþjónum, heilbrigðisstarfsfólki og félagsráðgjöfum. Efla þarf þekkingarsetur á minni stöðum, þar ætti að vera aðstaða fyrir fræðasetur og starfsfólk fyrirtækja sem fær að vinna í heimabyggð undir merkjum starfa án staðsetningar ásamt aðstöðu fyrir rannsóknir, lista- og menningarstarf. Á fræðasetrum ætti að vera hægt að halda utan um fjarnám nemenda á framhalds- og háskólastigi og í fullorðinsfræðslu. Þar getur myndast mikill þekkingarauður og kraftur sem skilar sér út í samfélagið á hverjum stað og eflir byggðir af öllum stærðum og gerðum. Fólk á að geta hafið nám hvenær sem er á lífsleiðinni óháð búsetu og yrði það stór liður í að hækka menntunarstig á landsbyggðunum en þá þarf að tryggja námsframboð, aðgengi að húsnæði og búnaði sem og nýsköpunar- og rannsóknarstyrkjum. Tæknin eykur tækifæri Lykilatriði er að tryggja fjölbreytt nám og fjölbreyttar leiðir til að stunda nám undir merkjum byggðajafnréttis og með hag alls samfélagsins að leiðarljósi. Með auknu aðgengi að námi fyrir öll stuðlum við að sjálfbæru samfélagi. Mikil tækifæri eru fólgin í notkun tækni í námi, því tækni ýtir bæði undir aukna möguleika við námsframboð og eflir kennsluhætti. Ásamt því er tæknin grundvöllur að fjar- og netnámi og er tímasparandi. Fjarnám gerir nefnilega þeim sem geta ekki mætt á staðinn kleift að stunda nám óháð staðsetningu og stuðlar þar meðal annars að félagslegu réttlæti fyrir íbúa í hinum dreifðari byggðum. Fjarnám dregur einnig úr ferðalögum, sóun á tíma og peningum og minnkar umhverfisáhrif og slysahættu. Ekki síst geta tæknilausnir og fjarnám mætt ólíkum þörfum nemenda, með tilliti til búsetu, veikinda, örorku eða fötlunar ásamt því að auka samskipti nemenda óháð búsetu. Þá eru háskólanemar á Íslandi gjarnan eldri en nemar í öðrum Evrópulöndum, oft búnir að koma sér fyrir og stofna fjölskyldu. Fjarnám getur þannig náð til breiðari nemendahóps og stuðlað að auknum tækifærum og möguleikum fólks til menntunar hvar og hvenær sem er um leið og það eykur menntunarstig landsins alls. Álfhildur Leifsdóttir, kerfisfræðingur og grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur og leikskólastjóri, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Sigríður Gísladóttir, dýralæknir og framhaldsskólakennari, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun