Hamstrar barnið þitt blýanta? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar 14. ágúst 2024 13:30 Nýverið fjallaði háskólaráðherra um þá ógn sem hugmyndafræðinni um eignarréttinn og ábyrgð stafaði af því að grunnskólabörn fái námsgögn án endurgjalds í skólanum. Þar sagði hún sögur af börnum sem koma heim með töskur fullar af ritföngum og öðrum námsgögnum sem þau hafa ekki notað og hélt því fullum fetum fram að ómögulegt væri að koma fyrir hjá þeim ábyrgðartilfinningu gagnvart þessum hlutum vegna þess að þau ættu þau ekki. Nú búa tvö börn á mínu heimili og ég get í fullri hreinskilni sagt að þau hafa aldrei – ekki einu sinni – komið heim með töskur fullar af ritföngum. Vissulega er reynsla mín takmörkuð við þessi tvö börn, en ég á ofboðslega erfitt með að ímynda mér að stílabækur og blýantar séu svo heillandi fyrir grunnskólabörnum að stórir hópar þeirra finni hjá sér þörfina til að hamstra þeim. Sé það raunin myndi ég ætla að þar væri kjörið tækifæri fyrir foreldra til að ræða við börnin sín um sjálfstjórn. Að þó eitthvað sé frítt þá þýði það ekki að maður þurfi að taka alla hrúguna. Það er gífurlega mikilvægt að við temjum börnunum okkar að bera virðingu fyrir hlutunum og ganga vel um þá jafnvel þó þau eigi þá ekki ein. Dæmi um hluti sem börn komast í kynni við daglega sem þau hafa afnot af en eiga ekki sjálf eru leiktæki á leikvöllum, skólabyggingin, íþróttahúsið og búnaðurinn þar, nú og bara nær öll íslensk náttúra. Að sjálfsögðu þurfa þau að læra að fara vel með eigin muni (sem gengur alla jafna upp og ofan) en það er engu síður mikilvægt að þau læri að fara vel með eigur annarra og hluti sem eru í eigu okkar allra. Upphaf skólaársins er kvíðavaldur fyrir margar fjölskyldur sem þurfa að passa upp á hverja krónu til að ná endum saman í hverjum mánuði og þurfa nú að kljást við öll viðbótar útgjöldin sem nýju skólaári fylgir. Þó það sé vissulega ekki stærsti bitinn af kökunni þá er það tvímælalaust mörgum fjölskyldum kærkomin búbót að þurfa ekki að bæta námsgögnum við í það reikningsdæmi. Mér þykir þetta því áhugaverð tímasetning fyrir háskólaráðherra til að bridda upp á þessu umræðuefni, því þó þessir einstaklingar séu kannski ekki í hennar nærumhverfi þá eru þeir svo sannarlega til og eru, að mér sýnist, umtalsvert fleiri en hana grunar. Það að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til menntunar felur í sér að tryggja þeim aðgengi að þeim tækjum og tólum sem þarf til að stunda nám. Ég er því þakklát að jafnt aðgengi allra barna að menntun vegi þyngra í huga mennta- og barnamálaráðherra en áhyggjur af meintum hömstruðum blýöntum. Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla- og menntamál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið fjallaði háskólaráðherra um þá ógn sem hugmyndafræðinni um eignarréttinn og ábyrgð stafaði af því að grunnskólabörn fái námsgögn án endurgjalds í skólanum. Þar sagði hún sögur af börnum sem koma heim með töskur fullar af ritföngum og öðrum námsgögnum sem þau hafa ekki notað og hélt því fullum fetum fram að ómögulegt væri að koma fyrir hjá þeim ábyrgðartilfinningu gagnvart þessum hlutum vegna þess að þau ættu þau ekki. Nú búa tvö börn á mínu heimili og ég get í fullri hreinskilni sagt að þau hafa aldrei – ekki einu sinni – komið heim með töskur fullar af ritföngum. Vissulega er reynsla mín takmörkuð við þessi tvö börn, en ég á ofboðslega erfitt með að ímynda mér að stílabækur og blýantar séu svo heillandi fyrir grunnskólabörnum að stórir hópar þeirra finni hjá sér þörfina til að hamstra þeim. Sé það raunin myndi ég ætla að þar væri kjörið tækifæri fyrir foreldra til að ræða við börnin sín um sjálfstjórn. Að þó eitthvað sé frítt þá þýði það ekki að maður þurfi að taka alla hrúguna. Það er gífurlega mikilvægt að við temjum börnunum okkar að bera virðingu fyrir hlutunum og ganga vel um þá jafnvel þó þau eigi þá ekki ein. Dæmi um hluti sem börn komast í kynni við daglega sem þau hafa afnot af en eiga ekki sjálf eru leiktæki á leikvöllum, skólabyggingin, íþróttahúsið og búnaðurinn þar, nú og bara nær öll íslensk náttúra. Að sjálfsögðu þurfa þau að læra að fara vel með eigin muni (sem gengur alla jafna upp og ofan) en það er engu síður mikilvægt að þau læri að fara vel með eigur annarra og hluti sem eru í eigu okkar allra. Upphaf skólaársins er kvíðavaldur fyrir margar fjölskyldur sem þurfa að passa upp á hverja krónu til að ná endum saman í hverjum mánuði og þurfa nú að kljást við öll viðbótar útgjöldin sem nýju skólaári fylgir. Þó það sé vissulega ekki stærsti bitinn af kökunni þá er það tvímælalaust mörgum fjölskyldum kærkomin búbót að þurfa ekki að bæta námsgögnum við í það reikningsdæmi. Mér þykir þetta því áhugaverð tímasetning fyrir háskólaráðherra til að bridda upp á þessu umræðuefni, því þó þessir einstaklingar séu kannski ekki í hennar nærumhverfi þá eru þeir svo sannarlega til og eru, að mér sýnist, umtalsvert fleiri en hana grunar. Það að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til menntunar felur í sér að tryggja þeim aðgengi að þeim tækjum og tólum sem þarf til að stunda nám. Ég er því þakklát að jafnt aðgengi allra barna að menntun vegi þyngra í huga mennta- og barnamálaráðherra en áhyggjur af meintum hömstruðum blýöntum. Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun