Enginn vindmyllugarður án bættra vega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 13:01 Myllurnar myndu sjást úr mikilli fjarlægð, enda allt að 200 metra háar. Á myndinni eru vindmyllur á Gellingarkletti ofan Þórshafnar í Færeyjum. Vísir/Egill Aðalsteinsson Mikil innviðauppbygging þarf að fara fram ef áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð eiga að ganga eftir. Verkið mun kosta minnst 40 milljarða og talið er að það muni taka minnst fimmtán ár fyrir verkið til að borga sig. Franska félagið Qair hélt kynningarfund fyrir Dalamenn í gærkvöldi um áform félagsins um að byggja upp vindmyllugarð í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. Til stendur að reisa þar 29 vindmyllur og eiga þær að rísa upp í 200 metra hæð. Meðal þess sem var kynnt á fundinum var ný umhverfismatsskýrsla Umhverfisstofnunar um áætlanirnar. Helstu athugasemdir sem fram komu er sjónræn mengun sem hlýst af görðunum og áhrif þeirra á fjölbreytt fuglalíf á Laxárdalsheiði. „Þegar þú ert með allt að 200 metra há mannvirki þá verður alltaf mikill sýnileiki. Það sem hjálpar okkur er að þetta er á Laxárdalsheiði, þetta er á bak við hvilftir þannig að það felur að hluta til og hefur áhrif á sýnileikann. En það er ómögulegt að fela þessi mannvirki og það verður alltaf sýnileiki af þeim,“ segir Friðjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Qair á Íslandi. Tæki hálfan annan áratug að borga sig Samráðsferli er nú í gangi sem stendur til þriðja september. Gangi allt eftir erru vonir um að verkið verði afgreitt í rammaáætlun fyrir áramót og uppbygging hefjist árið 2027. „Ef við notum þumalputtaregluna varðandi vindorkuna þá má búast við að þetta kosti um 200 milljónir á megavattið. Þetta eru 209 megavött þannig að þetta eru rúmir fjörutíu milljarðar sem verkefnið kemur til með að kosta. Hversu lengi það er að borga sig - þetta er þolinmótt fé og við myndum vænta þess að þetta borgi sig á fimmtán árum plús.“ Uppbygging innviða nauðsynleg Nokkur fjöldi fólks sótti fundinn og miklar umræður sköpuðust meðal íbúa. „Ég myndi segja að viðbrögðin væru kannski hikandi. Það erum margar spurningar, sem komu upp á fundinum í gær og það voru mjög góðar umræður. Það eru margar spurningar sem er enn ósvarað en enginn getur svarað akkúrat núna,“ segir Ingibjörg Þóranna Steinudóttir, oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar. „Það er þá einna helst hvaða áhrif þetta mun hafa á samfélagið. Mun uppbygging vindgarðs í Dalabyggð verða til uppbyggingar í samfélaginu og uppbyggingar á samfélaginu samhliða?“ Ljóst er að ráðast þarf í miklar endurbætur á samgönguinnviðum ef ráðist verður í verkið. „Ef af þessu verður þá eru vegamál að fara að aftra þessu verkefni. Vegirnir þurfa að vera í lagi til þess að hægt sé að byggja upp samfélög úti á landi. Til þess að af þessum vindorkugarði geti orðið þarf að byggja upp veginn til Dalabyggðar, sem gæti haft áframhaldandi áhrif og stuðlað að frekari uppbyggingu,“ segir Ingibjörg. „Eins og staðan er í vegamálum er ekki hægt að koma þessu á staðinn.“ Orkumál Vindorka Dalabyggð Tengdar fréttir „Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta“ Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, gagnrýnir áform um vindorkuver við Búrfell og segir mikilvægt að áætlanir um vindorkuver fari ekki fram úr regluverkinu. 14. ágúst 2024 07:30 Telja áform um uppbyggingu vindmyllugarða verulegt áhyggjuefni Framkvæmdastjóri Landverndar segir að leyfi Orkustofnunar til vindorkuvers sé mikið áhyggjuefni. Nú þurfi að þrýsta á stjórnvöld að móta framtíðarstefnu í vindorkumálum áður en lengra er haldið. 13. ágúst 2024 12:51 Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Franska félagið Qair hélt kynningarfund fyrir Dalamenn í gærkvöldi um áform félagsins um að byggja upp vindmyllugarð í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. Til stendur að reisa þar 29 vindmyllur og eiga þær að rísa upp í 200 metra hæð. Meðal þess sem var kynnt á fundinum var ný umhverfismatsskýrsla Umhverfisstofnunar um áætlanirnar. Helstu athugasemdir sem fram komu er sjónræn mengun sem hlýst af görðunum og áhrif þeirra á fjölbreytt fuglalíf á Laxárdalsheiði. „Þegar þú ert með allt að 200 metra há mannvirki þá verður alltaf mikill sýnileiki. Það sem hjálpar okkur er að þetta er á Laxárdalsheiði, þetta er á bak við hvilftir þannig að það felur að hluta til og hefur áhrif á sýnileikann. En það er ómögulegt að fela þessi mannvirki og það verður alltaf sýnileiki af þeim,“ segir Friðjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Qair á Íslandi. Tæki hálfan annan áratug að borga sig Samráðsferli er nú í gangi sem stendur til þriðja september. Gangi allt eftir erru vonir um að verkið verði afgreitt í rammaáætlun fyrir áramót og uppbygging hefjist árið 2027. „Ef við notum þumalputtaregluna varðandi vindorkuna þá má búast við að þetta kosti um 200 milljónir á megavattið. Þetta eru 209 megavött þannig að þetta eru rúmir fjörutíu milljarðar sem verkefnið kemur til með að kosta. Hversu lengi það er að borga sig - þetta er þolinmótt fé og við myndum vænta þess að þetta borgi sig á fimmtán árum plús.“ Uppbygging innviða nauðsynleg Nokkur fjöldi fólks sótti fundinn og miklar umræður sköpuðust meðal íbúa. „Ég myndi segja að viðbrögðin væru kannski hikandi. Það erum margar spurningar, sem komu upp á fundinum í gær og það voru mjög góðar umræður. Það eru margar spurningar sem er enn ósvarað en enginn getur svarað akkúrat núna,“ segir Ingibjörg Þóranna Steinudóttir, oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar. „Það er þá einna helst hvaða áhrif þetta mun hafa á samfélagið. Mun uppbygging vindgarðs í Dalabyggð verða til uppbyggingar í samfélaginu og uppbyggingar á samfélaginu samhliða?“ Ljóst er að ráðast þarf í miklar endurbætur á samgönguinnviðum ef ráðist verður í verkið. „Ef af þessu verður þá eru vegamál að fara að aftra þessu verkefni. Vegirnir þurfa að vera í lagi til þess að hægt sé að byggja upp samfélög úti á landi. Til þess að af þessum vindorkugarði geti orðið þarf að byggja upp veginn til Dalabyggðar, sem gæti haft áframhaldandi áhrif og stuðlað að frekari uppbyggingu,“ segir Ingibjörg. „Eins og staðan er í vegamálum er ekki hægt að koma þessu á staðinn.“
Orkumál Vindorka Dalabyggð Tengdar fréttir „Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta“ Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, gagnrýnir áform um vindorkuver við Búrfell og segir mikilvægt að áætlanir um vindorkuver fari ekki fram úr regluverkinu. 14. ágúst 2024 07:30 Telja áform um uppbyggingu vindmyllugarða verulegt áhyggjuefni Framkvæmdastjóri Landverndar segir að leyfi Orkustofnunar til vindorkuvers sé mikið áhyggjuefni. Nú þurfi að þrýsta á stjórnvöld að móta framtíðarstefnu í vindorkumálum áður en lengra er haldið. 13. ágúst 2024 12:51 Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
„Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta“ Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, gagnrýnir áform um vindorkuver við Búrfell og segir mikilvægt að áætlanir um vindorkuver fari ekki fram úr regluverkinu. 14. ágúst 2024 07:30
Telja áform um uppbyggingu vindmyllugarða verulegt áhyggjuefni Framkvæmdastjóri Landverndar segir að leyfi Orkustofnunar til vindorkuvers sé mikið áhyggjuefni. Nú þurfi að þrýsta á stjórnvöld að móta framtíðarstefnu í vindorkumálum áður en lengra er haldið. 13. ágúst 2024 12:51
Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27