„Á erfitt með að sjá og skilja lætin í kringum þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. ágúst 2024 12:08 Jökull Elísabetarson ásamt þjálfarateymi sínu. vísir/diego Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, vildi lítið tjá sig um skýrslumálið svokallaða þegar eftir því var leitað. Hann á þó erfitt með skilja umfjöllunina í kringum það. Forsaga málsins er sú að leikskýrslan sem Stjarnan skilaði inn fyrir leikinn gegn Breiðabliki í Bestu deild karla tók talsverðum breytingum frá því hún var fyrst birt klukkutíma fyrir leik. Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, blaðamaður Fótbolta.net, skrifaði viðhorfspistil á síðuna á mánudaginn: „Jökull, nenniru plís að hætta þessu.“ Þar segir hann þjálfara Stjörnunnar gera þetta reglulega; að breyta skýrslum skömmu fyrir leik til að rugla í mótherjum sínum. „Ég er ekki í þessu, þannig ég get lítið tjáð mig um það,“ sagði Jökull í samtali við Vísi í dag, aðspurður af hverju upphaflega skýrslan hafi verið frábrugðin þeirri sem síðan var notast við. Á sunnudaginn sagði hann við Fótbolta.net að skýrsluhringlið hefði orsakast af því að liðsstjóri Stjörnunnar væri í útlöndum. „Eina sem ég veit er að það var ekkert gert rangt. Við uppfylltum öll skilyrði KSÍ varðandi skýrslugerð. Ég á því erfitt með að sjá og skilja lætin í kringum þetta,“ sagði Jökull. Klukkutíma fyrir hvern leik birtist leikskýrsla á heimasíðu KSÍ. Samkvæmt reglum KSÍ, í Handbók leikja, stendur hins vegar að þegar leikskýrslan hefur verið fyllt út af báðum liðum sé hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins ekki seinna en 45 mínútum fyrir leik. Ef breytingar verða á byrjunarliði frá þeirri skýrslu má leikmaðurinn sem gat ekki byrjað leikinn ekki sitja á varamannabekknum í leiknum. „Það er það sem er farið fram á,“ sagði Jökull. „Sem betur fer náðist að afgreiða það á góðum tíma. Það er voða lítið annað að segja.“ En hvað segir Jökull um ásakanir um að Stjarnan geri þetta það að leik að breyta skýrslum og geri það reglulega? „Ég veit að fólk út um allt land hefur lent í vandræðum með skýrslugerð. Ég held að þetta sé allt í góðu. Svona hlutir gerast. Það eru önnur og stærri mál sem ég leyfi mér að hafa áhyggjur af en þetta,“ sagði Jökull. Í samtali við Fótbolta.net sagði Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, að hægt sé að beita sektum þegar leikskýrslur séu rangt útfylltar, en einnig mun alvarlegri ákvæðum sé um vísvitandi fölsun að ræða. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Forsaga málsins er sú að leikskýrslan sem Stjarnan skilaði inn fyrir leikinn gegn Breiðabliki í Bestu deild karla tók talsverðum breytingum frá því hún var fyrst birt klukkutíma fyrir leik. Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, blaðamaður Fótbolta.net, skrifaði viðhorfspistil á síðuna á mánudaginn: „Jökull, nenniru plís að hætta þessu.“ Þar segir hann þjálfara Stjörnunnar gera þetta reglulega; að breyta skýrslum skömmu fyrir leik til að rugla í mótherjum sínum. „Ég er ekki í þessu, þannig ég get lítið tjáð mig um það,“ sagði Jökull í samtali við Vísi í dag, aðspurður af hverju upphaflega skýrslan hafi verið frábrugðin þeirri sem síðan var notast við. Á sunnudaginn sagði hann við Fótbolta.net að skýrsluhringlið hefði orsakast af því að liðsstjóri Stjörnunnar væri í útlöndum. „Eina sem ég veit er að það var ekkert gert rangt. Við uppfylltum öll skilyrði KSÍ varðandi skýrslugerð. Ég á því erfitt með að sjá og skilja lætin í kringum þetta,“ sagði Jökull. Klukkutíma fyrir hvern leik birtist leikskýrsla á heimasíðu KSÍ. Samkvæmt reglum KSÍ, í Handbók leikja, stendur hins vegar að þegar leikskýrslan hefur verið fyllt út af báðum liðum sé hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins ekki seinna en 45 mínútum fyrir leik. Ef breytingar verða á byrjunarliði frá þeirri skýrslu má leikmaðurinn sem gat ekki byrjað leikinn ekki sitja á varamannabekknum í leiknum. „Það er það sem er farið fram á,“ sagði Jökull. „Sem betur fer náðist að afgreiða það á góðum tíma. Það er voða lítið annað að segja.“ En hvað segir Jökull um ásakanir um að Stjarnan geri þetta það að leik að breyta skýrslum og geri það reglulega? „Ég veit að fólk út um allt land hefur lent í vandræðum með skýrslugerð. Ég held að þetta sé allt í góðu. Svona hlutir gerast. Það eru önnur og stærri mál sem ég leyfi mér að hafa áhyggjur af en þetta,“ sagði Jökull. Í samtali við Fótbolta.net sagði Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, að hægt sé að beita sektum þegar leikskýrslur séu rangt útfylltar, en einnig mun alvarlegri ákvæðum sé um vísvitandi fölsun að ræða.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast