Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 2-2 | Sandra tryggði heimakonum stig Ester Ósk Árnadóttir skrifar 15. ágúst 2024 21:00 Sandra María Jessen var að vanda á skotskónum í dag. vísir/diego Þór/KA og Stjarnan skildu jöfn á Akureyri í kvöld, 2-2, í Bestu deild kvenna í fótbolta. Sandra María Jessen jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Heimakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og fengu dauðafæri strax á 10. mínútu þegar Margrét Árnadóttir átti góða sendingu inn fyrir vörn Stjörnukvenna á Söndru Maríu Jessen sem var ein á móti Erin Katrina Mcleod í markinu. Erin gerði hins vegar vel og lokaði á skot Söndru. Dauðafærið var svo það sem koma skildi í fyrri hálfleik því heimakonur fengu urmull af tækifærum til að koma sér yfir í leiknum en fóru oft illa að ráði sínu. Sóknarþungi heimakvenna bar þó loks árangur á 37. mínútu. Hulda Ósk Jónsdóttir átti þá frábæran sprett inn á teig gestanna þar sem hún sendi boltann út á Margrét Árnadóttir sem skoraði af stuttu færi og Þór/KA komið sanngjarnt yfir, 1-0. Það liðu þó ekki nema þrjár mínútu þar til Stjörnukonur voru búnar að jafna. Harpa Jóhannsdóttir markvörður Þór/KA gerðist þá sek um klaufaleg mistök. Hún ætlaði að spila stutt frá markinu en náði ekki að komast undan pressu Hrefnu Jónsdóttir og Jessicu Ayers og tapaði boltanum. Hrefna skoraði í kjölfarið í autt markið og staðan í hálfleik 1-1. Það voru svo gestirnir sem voru fyrri til að bæta við marki en það kom eftir 10. mínútna leik í síðari hálfleik. Úlfur Dís Kreye Úlfarsdóttir gerði þá vel þegar hún fékk boltann inn á teig Þór/KA og átti hnitmiðað skot í fjærhornið, staðan 1-2. Það munaði svo engu að Stjörnukonur næðu að bæta við marki á 69. mínútu en þá átti Hulda Hrund Arnarsdóttir skalla af stuttu færi sem hún setti í slánna. Heimakonur áttu lokaorðið á 83. mínútu en þá var aftur á ferðinni Hulda Ósk Jónsdóttir sem átti góða sendingu inn á Söndru Maríu Jessen sem skallaði boltann í fjærhornið. Lokatölur 2-2. Atvik leiksins Fyrra mark Stjörnukvenna sem veldur því að liðin eru jöfn 1-1 í hálfleik. Þór/KA var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en markið jók sjálfstraust gestanna sem nýtu það vel inn í síðari hálfleikinn. Stjörnur og skúrkar Í liði heimakvenna átti Margrét Árnadóttir góðan leik, skorar fyrra markið og var örugg í sínu. Hulda Ósk Jónsdóttir leggur upp bæði mörk Þór/KA og var stöðugt ógnandi. Hrefna Jónsdóttir og Jessica Ayers gerðu mjög vel í pressunni á Hörpu sem kemur Stjörnukonum aftur inn í leikinn og þá átti Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir mjög góðan leik. Erin Katrina Mcleod átti sömuleiðis góðan leik í marki gestanna og kom í veg fyrir að Þór/KA skoruðu fleiri mörk í fyrri hálfleik. Það er erfitt að setja Hörpu Jóhannsdóttir sem skúrk því hún var mjög góð í marki Þór/KA en mistökin sem ollu fyrsta marki Stjörnunnar voru dýrkeypt. Stemmning og umgjörð Milt veður, græn völlur, fín stemmning í stúkunni, hamborgarar og pizza í boði. Allt í allt mjög gott. Dómarinn Það var ekki mikið um vafaatriði í leiknum og dómaratríóið komst vel frá verkefninu. Jóhannes Karl Sigursteinsson: Þetta er sterkt stig Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar. „Það eru vonbrigði að missa niður 2-1 forystu en að sama skapi vorum við ljónheppnar að það var jafntefli í hálfleik. Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik en vorum mikið betri í þeim síðari,“ sagði Jóhannes Karl eftir 2-2 jafntefli á móti Þór/KA. „Það var gott að ná inn þessu marki í lok hálfleiksins, mínar fremstu konur kláruðu pressuna sína vel og það skilar oft árangri. Það er betra að fara inn í hálfleikinn 1-1 og vinna sig út úr þeirri stöðu heldur en að vera 1-0 undir.“ Stjörnukonur komu betur stemmdar inn í síðari hálfleiknum. „Við vorum frekar andlausar í fyrri hálfleik, orkustigið var lágt og það var lítill talandi. Þegar það er lagað að þá er allt annað lið á vellinum.“ Jóhannes var ánægður með stigið. „Þetta er sterkt stig. Þetta þýðir að það skiptir ekki máli hvernig Þróttur - Breiðablik fer, við verðum alltaf í möguleika í síðustu umferðinni þegar við fáum Þrótt á okkar heimavöll. Þá er það í okkar höndum að vera í efri eða neðri helmningum.“ Stjarnan hefur ekki tapað leik síðan 20. júlí. „Við erum að spila fínan fótbolta og við byggjum á því í hverjum leik. Við þurfum að fara að setja fleiri mörk, við setum tvö í dag sem er framför en heilt yfir höfum við verið að verjast vel. Það þarf bara að fara halda betur í boltann og klára á síðasta þriðjungi og þá fer þetta alltaf vel.“ Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Stjarnan
Þór/KA og Stjarnan skildu jöfn á Akureyri í kvöld, 2-2, í Bestu deild kvenna í fótbolta. Sandra María Jessen jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Heimakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og fengu dauðafæri strax á 10. mínútu þegar Margrét Árnadóttir átti góða sendingu inn fyrir vörn Stjörnukvenna á Söndru Maríu Jessen sem var ein á móti Erin Katrina Mcleod í markinu. Erin gerði hins vegar vel og lokaði á skot Söndru. Dauðafærið var svo það sem koma skildi í fyrri hálfleik því heimakonur fengu urmull af tækifærum til að koma sér yfir í leiknum en fóru oft illa að ráði sínu. Sóknarþungi heimakvenna bar þó loks árangur á 37. mínútu. Hulda Ósk Jónsdóttir átti þá frábæran sprett inn á teig gestanna þar sem hún sendi boltann út á Margrét Árnadóttir sem skoraði af stuttu færi og Þór/KA komið sanngjarnt yfir, 1-0. Það liðu þó ekki nema þrjár mínútu þar til Stjörnukonur voru búnar að jafna. Harpa Jóhannsdóttir markvörður Þór/KA gerðist þá sek um klaufaleg mistök. Hún ætlaði að spila stutt frá markinu en náði ekki að komast undan pressu Hrefnu Jónsdóttir og Jessicu Ayers og tapaði boltanum. Hrefna skoraði í kjölfarið í autt markið og staðan í hálfleik 1-1. Það voru svo gestirnir sem voru fyrri til að bæta við marki en það kom eftir 10. mínútna leik í síðari hálfleik. Úlfur Dís Kreye Úlfarsdóttir gerði þá vel þegar hún fékk boltann inn á teig Þór/KA og átti hnitmiðað skot í fjærhornið, staðan 1-2. Það munaði svo engu að Stjörnukonur næðu að bæta við marki á 69. mínútu en þá átti Hulda Hrund Arnarsdóttir skalla af stuttu færi sem hún setti í slánna. Heimakonur áttu lokaorðið á 83. mínútu en þá var aftur á ferðinni Hulda Ósk Jónsdóttir sem átti góða sendingu inn á Söndru Maríu Jessen sem skallaði boltann í fjærhornið. Lokatölur 2-2. Atvik leiksins Fyrra mark Stjörnukvenna sem veldur því að liðin eru jöfn 1-1 í hálfleik. Þór/KA var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en markið jók sjálfstraust gestanna sem nýtu það vel inn í síðari hálfleikinn. Stjörnur og skúrkar Í liði heimakvenna átti Margrét Árnadóttir góðan leik, skorar fyrra markið og var örugg í sínu. Hulda Ósk Jónsdóttir leggur upp bæði mörk Þór/KA og var stöðugt ógnandi. Hrefna Jónsdóttir og Jessica Ayers gerðu mjög vel í pressunni á Hörpu sem kemur Stjörnukonum aftur inn í leikinn og þá átti Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir mjög góðan leik. Erin Katrina Mcleod átti sömuleiðis góðan leik í marki gestanna og kom í veg fyrir að Þór/KA skoruðu fleiri mörk í fyrri hálfleik. Það er erfitt að setja Hörpu Jóhannsdóttir sem skúrk því hún var mjög góð í marki Þór/KA en mistökin sem ollu fyrsta marki Stjörnunnar voru dýrkeypt. Stemmning og umgjörð Milt veður, græn völlur, fín stemmning í stúkunni, hamborgarar og pizza í boði. Allt í allt mjög gott. Dómarinn Það var ekki mikið um vafaatriði í leiknum og dómaratríóið komst vel frá verkefninu. Jóhannes Karl Sigursteinsson: Þetta er sterkt stig Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar. „Það eru vonbrigði að missa niður 2-1 forystu en að sama skapi vorum við ljónheppnar að það var jafntefli í hálfleik. Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik en vorum mikið betri í þeim síðari,“ sagði Jóhannes Karl eftir 2-2 jafntefli á móti Þór/KA. „Það var gott að ná inn þessu marki í lok hálfleiksins, mínar fremstu konur kláruðu pressuna sína vel og það skilar oft árangri. Það er betra að fara inn í hálfleikinn 1-1 og vinna sig út úr þeirri stöðu heldur en að vera 1-0 undir.“ Stjörnukonur komu betur stemmdar inn í síðari hálfleiknum. „Við vorum frekar andlausar í fyrri hálfleik, orkustigið var lágt og það var lítill talandi. Þegar það er lagað að þá er allt annað lið á vellinum.“ Jóhannes var ánægður með stigið. „Þetta er sterkt stig. Þetta þýðir að það skiptir ekki máli hvernig Þróttur - Breiðablik fer, við verðum alltaf í möguleika í síðustu umferðinni þegar við fáum Þrótt á okkar heimavöll. Þá er það í okkar höndum að vera í efri eða neðri helmningum.“ Stjarnan hefur ekki tapað leik síðan 20. júlí. „Við erum að spila fínan fótbolta og við byggjum á því í hverjum leik. Við þurfum að fara að setja fleiri mörk, við setum tvö í dag sem er framför en heilt yfir höfum við verið að verjast vel. Það þarf bara að fara halda betur í boltann og klára á síðasta þriðjungi og þá fer þetta alltaf vel.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti