Læknar, heilbrigðisstarfsfólk og lykill að lausninni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 08:00 Formaður Læknafélags Íslands, Steinunn Þórðardóttir, skrifaði skrifaði nýverið grein um stöðu lækna og starfsumhverfi þeirra. Lesturinn var sláandi. Ekki vegna þess að myndin sem skrifuð var upp kom mér á óvart eða að þetta sé í fyrsta sinn sem læknir deilir reynslu sinni. Heldur það hversu langan tíma það tekur okkur að breyta og gera úrbætur í heilbrigðiskerfinu. Á síðustu árum hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins aukist gríðarlega og nema nú yfir 25% af heildarútgjöldum hins opinbera. Málaflokkurinn er lang umfangsmesti hluti hins opinbera og ríkisstjórnin hefur forgangsraðað tugum milljarða aukalega í kerfið síðustu ár. Aukið fjármagn færir okkur þó ekki sjálfkrafa betri árangur. Biðlistar eru enn langir og læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk bendir á aukið álag. Með hækkandi lífaldri þjóðarinnar, dýrari og betri lyfjum ásamt öðrum áskorunum heldur þessi kostnaður áfram að hækka. Í raun er fyrirsjáanleg hækkun svo mikil að það verður mikil áskorun fyrir ríkið að standa undir slíku ef ekkert annað breytist. Þessari þróun breytum við ekki nema við nýtum hugvitið, innleiðum tæknilausnir og nýsköpun. Ekki einungis svo að kerfið verði hagkvæmara og viðráðanlegra heldur líka til að létta á störfum heilbrigðisstarfsmanna um leið og við bætum þjónustu við sjúklinga. Til að styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu kastaði ég út Fléttunni en með henni gafst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista, styðja við betra starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er nýsköpunarstuðningur til að innleiða íslenskar lausnir í heilbrigðiskerfinu en verkefnið setti ég á fót í upphafi kjörtímabils og 300 milljónum hefur nú verið úthlutað til fjölbreyttra verkefna en í dag fer fram úthlutun í þriðja sinn. Stuðningurinn er háður því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða nýsköpun fyrirtækisins. Fléttan er því brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Það er ástæða til að hrósa Landspítalanum og fleiri heilbrigðisstofnunum sem hafa tekið þessu framtaki mjög vel og í dag sjáum við t.d. stafrænan stuðning við einstaklinga með brjóstakrabbamein, netmeðferðir á heilsugæslum við þunglyndi og kvíða og skjáheimsóknir í öldrunarþjónustu í dreifbýli svo eitthvað sé nefnt. Allt lausnir sem ættu að létta á starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og bæta þjónustu. Í dag munum við kynna úthlutanir ársins á Hrafnistu, en nýsköpun og tæknilausnir eru ekki síst að ryðja sér til rúms í margskonar öldrunarþjónustu til að halda betur utanum fólk, létta á álagi og einfalda og bæta upplifun einstaklinga. En við þurfum að gera miklu meira og víðar. Fléttan hefur reynst mikilvægt fyrsta skref eins og frumkvöðull orðaði það: „Þrátt fyrir að styrkurinn hafi ekki verið mjög há upphæð fólust í honum mikil verðmæti þar sem hann opnaði dyr inn í heilbrigðisstofnunina.” Það á að vera keppikefli okkar allra að innleiða nýsköpun í íslenskt heilbrigðiskerfi. Við náum ekki raunverulegum árangri í því að gera starfsumhverfi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks betra án nýsköpunar. Nýsköpun er lykillinn að lausninni að bættu heilbrigðiskerfi fyrir okkur öll. Höfundur er háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Formaður Læknafélags Íslands, Steinunn Þórðardóttir, skrifaði skrifaði nýverið grein um stöðu lækna og starfsumhverfi þeirra. Lesturinn var sláandi. Ekki vegna þess að myndin sem skrifuð var upp kom mér á óvart eða að þetta sé í fyrsta sinn sem læknir deilir reynslu sinni. Heldur það hversu langan tíma það tekur okkur að breyta og gera úrbætur í heilbrigðiskerfinu. Á síðustu árum hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins aukist gríðarlega og nema nú yfir 25% af heildarútgjöldum hins opinbera. Málaflokkurinn er lang umfangsmesti hluti hins opinbera og ríkisstjórnin hefur forgangsraðað tugum milljarða aukalega í kerfið síðustu ár. Aukið fjármagn færir okkur þó ekki sjálfkrafa betri árangur. Biðlistar eru enn langir og læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk bendir á aukið álag. Með hækkandi lífaldri þjóðarinnar, dýrari og betri lyfjum ásamt öðrum áskorunum heldur þessi kostnaður áfram að hækka. Í raun er fyrirsjáanleg hækkun svo mikil að það verður mikil áskorun fyrir ríkið að standa undir slíku ef ekkert annað breytist. Þessari þróun breytum við ekki nema við nýtum hugvitið, innleiðum tæknilausnir og nýsköpun. Ekki einungis svo að kerfið verði hagkvæmara og viðráðanlegra heldur líka til að létta á störfum heilbrigðisstarfsmanna um leið og við bætum þjónustu við sjúklinga. Til að styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu kastaði ég út Fléttunni en með henni gafst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista, styðja við betra starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er nýsköpunarstuðningur til að innleiða íslenskar lausnir í heilbrigðiskerfinu en verkefnið setti ég á fót í upphafi kjörtímabils og 300 milljónum hefur nú verið úthlutað til fjölbreyttra verkefna en í dag fer fram úthlutun í þriðja sinn. Stuðningurinn er háður því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða nýsköpun fyrirtækisins. Fléttan er því brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Það er ástæða til að hrósa Landspítalanum og fleiri heilbrigðisstofnunum sem hafa tekið þessu framtaki mjög vel og í dag sjáum við t.d. stafrænan stuðning við einstaklinga með brjóstakrabbamein, netmeðferðir á heilsugæslum við þunglyndi og kvíða og skjáheimsóknir í öldrunarþjónustu í dreifbýli svo eitthvað sé nefnt. Allt lausnir sem ættu að létta á starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og bæta þjónustu. Í dag munum við kynna úthlutanir ársins á Hrafnistu, en nýsköpun og tæknilausnir eru ekki síst að ryðja sér til rúms í margskonar öldrunarþjónustu til að halda betur utanum fólk, létta á álagi og einfalda og bæta upplifun einstaklinga. En við þurfum að gera miklu meira og víðar. Fléttan hefur reynst mikilvægt fyrsta skref eins og frumkvöðull orðaði það: „Þrátt fyrir að styrkurinn hafi ekki verið mjög há upphæð fólust í honum mikil verðmæti þar sem hann opnaði dyr inn í heilbrigðisstofnunina.” Það á að vera keppikefli okkar allra að innleiða nýsköpun í íslenskt heilbrigðiskerfi. Við náum ekki raunverulegum árangri í því að gera starfsumhverfi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks betra án nýsköpunar. Nýsköpun er lykillinn að lausninni að bættu heilbrigðiskerfi fyrir okkur öll. Höfundur er háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun