Er eitt næturgaman þess virði? Reynir Böðvarsson skrifar 16. ágúst 2024 10:30 Það ætti öllum að vera ljóst að stór hluti þess vanda sem lýðræðið á vesturlöndum á að glíma við á sér rætur í áhrifum auðmanna á allt lýðræðisferlið. Við erum að horfa upp á hrun hins opna frjálslynda samfélags víða í löndunum og ástandið virðist bara fara versnandi, auðmenn moka fjármunum í hægriflokka og staldra ekki einu sinni við þegar hefðbundnir íhaldsflokkar sækja stuðning í sambandi við stjórnarmyndanir hjá öfgahægrinu, flokkum sem eiga sér rætur í fasismanum. Fyrir utan stór bein fjárframlög til hægriflokka þar sem það er leyfilegt er framkvæmdin oft flóknari vegna reglna sem víða er þó reynt að setja til þess að stefja þessa ágengni. En rekstur fjölmiðla virðist af einhverjum ástæðum vera undantekin þegar kemur að reglum um pólitíska íhlutun auðmanna, þar er kannski stærsta lýðræðisvandamálið nú bæði hér á Íslandi og hjá öðrum vestrænum ríkjum. Eigendur fjölmiðla í vestrænum heimi eru að stórum hluta nokkur fá stór fyrirtæki og auðugir einstaklingar. Rupert Murdoch og fjölmiðlaveldi hans, sem nær yfir News Corp og Fox Corporation, hefur mikil áhrif í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu. Og nú eru fyrirtæki eins og Google, Facebook og Amazon stjórna í auknum mæli dreifingu stafræns efnis og þarmeð auglýsingatekjum á netinu, sem hefur óbeint áhrif á innihald í gegnum reiknirit og auglýsingatekjur. Þegar fá fyrirtæki stjórna stórum hluta fjölmiðla takmarkast fjöldi skoðana og sjónarmiða sem ná almenningi, eigendur fjölmiðla geta því haft veruleg pólitísk áhrif og mótað almenna skoðun og stefnumótun. Hagnaðarsjónarmið leiða oft til æsifrétta og forgangs á skemmtiefni fram yfir upplýsandi blaðamennsku. Erum við tilbúin til þess að bara horfa á þrotlausa baráttu vinstrisins og verkalýðsfélaga á síðustu öld bara renna út í sandinn á þennan hátt og fórna lýðræðinu fyrir eitt næturgaman? Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það ætti öllum að vera ljóst að stór hluti þess vanda sem lýðræðið á vesturlöndum á að glíma við á sér rætur í áhrifum auðmanna á allt lýðræðisferlið. Við erum að horfa upp á hrun hins opna frjálslynda samfélags víða í löndunum og ástandið virðist bara fara versnandi, auðmenn moka fjármunum í hægriflokka og staldra ekki einu sinni við þegar hefðbundnir íhaldsflokkar sækja stuðning í sambandi við stjórnarmyndanir hjá öfgahægrinu, flokkum sem eiga sér rætur í fasismanum. Fyrir utan stór bein fjárframlög til hægriflokka þar sem það er leyfilegt er framkvæmdin oft flóknari vegna reglna sem víða er þó reynt að setja til þess að stefja þessa ágengni. En rekstur fjölmiðla virðist af einhverjum ástæðum vera undantekin þegar kemur að reglum um pólitíska íhlutun auðmanna, þar er kannski stærsta lýðræðisvandamálið nú bæði hér á Íslandi og hjá öðrum vestrænum ríkjum. Eigendur fjölmiðla í vestrænum heimi eru að stórum hluta nokkur fá stór fyrirtæki og auðugir einstaklingar. Rupert Murdoch og fjölmiðlaveldi hans, sem nær yfir News Corp og Fox Corporation, hefur mikil áhrif í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu. Og nú eru fyrirtæki eins og Google, Facebook og Amazon stjórna í auknum mæli dreifingu stafræns efnis og þarmeð auglýsingatekjum á netinu, sem hefur óbeint áhrif á innihald í gegnum reiknirit og auglýsingatekjur. Þegar fá fyrirtæki stjórna stórum hluta fjölmiðla takmarkast fjöldi skoðana og sjónarmiða sem ná almenningi, eigendur fjölmiðla geta því haft veruleg pólitísk áhrif og mótað almenna skoðun og stefnumótun. Hagnaðarsjónarmið leiða oft til æsifrétta og forgangs á skemmtiefni fram yfir upplýsandi blaðamennsku. Erum við tilbúin til þess að bara horfa á þrotlausa baráttu vinstrisins og verkalýðsfélaga á síðustu öld bara renna út í sandinn á þennan hátt og fórna lýðræðinu fyrir eitt næturgaman? Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar