„Þetta er aðeins meira en bara fótboltaleikur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. ágúst 2024 11:01 Kristín Dís Árnadóttir er snúin aftur til uppeldisfélagsins Breiðabliks og stefnir á bikartitilinn sem hún hampaði þegar hún var þar síðast. Kristín Dís Árnadóttir er nýsnúin aftur til sinna heimahaga í Kópavogi og verður í liði Breiðabliks gegn Val í kvöld. Hún settist niður með móður sinni og sérfræðingum Stöðvar 2 Sports og hitaði upp fyrir bikarúrslitaleikinn. Sóknarmaður sem færðist neðar Kristín Dís byrjaði að æfa fótbolta kornung, aðeins þriggja ára gömul. Hún fylgdi stóru systur sinni, Ástu Eir Árnadóttur fyrirliða Breiðabliks, og fékk að æfa upp fyrir sig því á þeim tíma náði yngri flokka starfið ekki nema niður í 6. flokk. Á æskuárunum var Kristín Dís sóknarmaður, frammi og á kantinum alveg upp í 4. flokk. Hún færði sig svo með árunum neðar og neðar á völlinn. Fyrst sem miðjumaður, svo djúpur miðjumaður og er í dag harðkjarna hafsent, sem henni þykir skemmtilegast af öllu, þó hún spili vissulega oft sem bakvörður líka. Kristín #18 gat fagnað 4-2 sigri gegn Þór/KA þegar hún spilaði síðustu helgi sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik síðan 2021. Fjórði Mjólkurbikarinn? Hún verður í liði Breiðabliks í bikarúrslitaleiknum gegn Val í kvöld. Breiðablik er þar að leika sinn fjórða bikarúrslitaleik í röð. Blikar unnu síðast bikar árið 2021, 4-0 sigur gegn Þrótti sem var þá þjálfað af Nik Chamberlain en hann stýrir Breiðabliki í dag. Kristín fagnaði þá sínum þriðja bikarmeistaratitli eftir að hafa einnig unnið 2016 og 2018. Hún fluttist svo til Bröndby eftir tímabilið. Hún segir liðið spennt að leika aftur til úrslita og tap Breiðabliks gegn Víkingi í fyrra situr ekki í þeim. „Að fara á Laugardalsvöll er bara risa dæmi, þetta er aðeins meira en bara fótboltaleikur. Ógeðslega gaman og umræðan í klefanum hefur ekkert verið um leikinn í fyrra svo ég viti af,“ sagði Kristín. Kristín Dís og Ásta Eir Árnadætur fagna bikartitlinum 2018. Áslaug Munda með mjólkina. Hefur heyrt að það verði góð stemning Aðeins meira en bara fótboltaleikur að hennar sögn, en mikilvægt að halda sömu rútínu og fyrir alla leiki. „Maður reynir að halda í sömu rútínu og fara inn í þennan leik eins og hvern annan. En auðvitað er þetta risastórt, gaman að koma á Laugardalsvöll, vera á grasi og vonandi verður góð stemning… og af því sem ég hef heyrt þá verður mjög góð stemning. Við vorum með opna æfingu í vikunni og fengum fullt af krökkum, svo á að vera fjölskylduhátíð [í Þróttarheimilinu rétt hjá Laugardalsvelli]. Allir á völlinn, allir í grænu og ég held að það verði þvílík stemning.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 17. umferð Upphitunarþáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix. Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Sóknarmaður sem færðist neðar Kristín Dís byrjaði að æfa fótbolta kornung, aðeins þriggja ára gömul. Hún fylgdi stóru systur sinni, Ástu Eir Árnadóttur fyrirliða Breiðabliks, og fékk að æfa upp fyrir sig því á þeim tíma náði yngri flokka starfið ekki nema niður í 6. flokk. Á æskuárunum var Kristín Dís sóknarmaður, frammi og á kantinum alveg upp í 4. flokk. Hún færði sig svo með árunum neðar og neðar á völlinn. Fyrst sem miðjumaður, svo djúpur miðjumaður og er í dag harðkjarna hafsent, sem henni þykir skemmtilegast af öllu, þó hún spili vissulega oft sem bakvörður líka. Kristín #18 gat fagnað 4-2 sigri gegn Þór/KA þegar hún spilaði síðustu helgi sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik síðan 2021. Fjórði Mjólkurbikarinn? Hún verður í liði Breiðabliks í bikarúrslitaleiknum gegn Val í kvöld. Breiðablik er þar að leika sinn fjórða bikarúrslitaleik í röð. Blikar unnu síðast bikar árið 2021, 4-0 sigur gegn Þrótti sem var þá þjálfað af Nik Chamberlain en hann stýrir Breiðabliki í dag. Kristín fagnaði þá sínum þriðja bikarmeistaratitli eftir að hafa einnig unnið 2016 og 2018. Hún fluttist svo til Bröndby eftir tímabilið. Hún segir liðið spennt að leika aftur til úrslita og tap Breiðabliks gegn Víkingi í fyrra situr ekki í þeim. „Að fara á Laugardalsvöll er bara risa dæmi, þetta er aðeins meira en bara fótboltaleikur. Ógeðslega gaman og umræðan í klefanum hefur ekkert verið um leikinn í fyrra svo ég viti af,“ sagði Kristín. Kristín Dís og Ásta Eir Árnadætur fagna bikartitlinum 2018. Áslaug Munda með mjólkina. Hefur heyrt að það verði góð stemning Aðeins meira en bara fótboltaleikur að hennar sögn, en mikilvægt að halda sömu rútínu og fyrir alla leiki. „Maður reynir að halda í sömu rútínu og fara inn í þennan leik eins og hvern annan. En auðvitað er þetta risastórt, gaman að koma á Laugardalsvöll, vera á grasi og vonandi verður góð stemning… og af því sem ég hef heyrt þá verður mjög góð stemning. Við vorum með opna æfingu í vikunni og fengum fullt af krökkum, svo á að vera fjölskylduhátíð [í Þróttarheimilinu rétt hjá Laugardalsvelli]. Allir á völlinn, allir í grænu og ég held að það verði þvílík stemning.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 17. umferð Upphitunarþáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix.
Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira