Íbúafundur um uppbyggingu sem ógni flúðunum skilyrði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. ágúst 2024 13:00 Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Bláskógabyggðar hvetur alla sem hafa eitthvað að athuga við áform um virkjun í Tungufljóti til að skila inn athugasemdum fyrr en síðar. Áformunum, sem gera einnig ráð fyrir 70 húsum á frístundalóðum auk gisti- og veitingaþjónustu, var hleypt til skipulagsnefndar og sveitarstjórnar með skilyrði um að íbúafundur yrði haldinn um þau. Fjallað var um það á Vísi í morgun að björgunarsveitarfólk og meðlimir kajaksamfélagsins óttuðust áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð, þar sem hún yrði þess valdandi að einstakar flúðir sem nýttar hafa verið til björgunaræfinga og kajakkeppna myndu tapast. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir áformin í fyrsta fasa, og ekkert ákveðið enn. „Það kom þessi svokallaða skipulagslýsing inn til sveitarstjórnar og skipulagsnefndar og sveitarstjórnar. Það var ákveðið að hleypa henni í kynningu. En það var áskilið, samhliða því að hún yrði auglýst og öllum gefinn kostur á að gera athugasemdir, þá yrði haldinn íbúafundur til að kynna hana enn frekar því þetta er talsvert mikil breyting á þessu svæði,“ segir Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri. Allt vel kynnt Áformin felast ekki aðeins í virkjun, heldur einnig 35 frístundalóðum með tveimur húsum á hverri lóð, auk veitinga- og gistiþjónustu á svæði milli Gullfoss og Geysis, tveggja afar vinsælla ferðamannastaða. „Það er vilji sveitarstjórnar að þetta verði kynnt mjög ítarlega. Þetta er svona í fyrsta fasa. Ef það verður ákveðið að hleypa í gegn þessu skipulagsmáli, þá kemur deiliskipulagstillaga sem fer líka í auglýsingu.“ Þrátt fyrir það sé best að fá athugasemdir sem fyrst. „Við hvetjum bara alla sem eitthvað hafa um þetta að segja til að skila inn athugasemdum.“ Ásta segist skilja að landeigendur vilji nýta land sitt til uppbyggingar. „En það þarf auðvitað bara að huga vel að öllum þáttum og hvaða starfsemi er á hverju svæði,“ segir Ásta. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fjallað var um það á Vísi í morgun að björgunarsveitarfólk og meðlimir kajaksamfélagsins óttuðust áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð, þar sem hún yrði þess valdandi að einstakar flúðir sem nýttar hafa verið til björgunaræfinga og kajakkeppna myndu tapast. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir áformin í fyrsta fasa, og ekkert ákveðið enn. „Það kom þessi svokallaða skipulagslýsing inn til sveitarstjórnar og skipulagsnefndar og sveitarstjórnar. Það var ákveðið að hleypa henni í kynningu. En það var áskilið, samhliða því að hún yrði auglýst og öllum gefinn kostur á að gera athugasemdir, þá yrði haldinn íbúafundur til að kynna hana enn frekar því þetta er talsvert mikil breyting á þessu svæði,“ segir Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri. Allt vel kynnt Áformin felast ekki aðeins í virkjun, heldur einnig 35 frístundalóðum með tveimur húsum á hverri lóð, auk veitinga- og gistiþjónustu á svæði milli Gullfoss og Geysis, tveggja afar vinsælla ferðamannastaða. „Það er vilji sveitarstjórnar að þetta verði kynnt mjög ítarlega. Þetta er svona í fyrsta fasa. Ef það verður ákveðið að hleypa í gegn þessu skipulagsmáli, þá kemur deiliskipulagstillaga sem fer líka í auglýsingu.“ Þrátt fyrir það sé best að fá athugasemdir sem fyrst. „Við hvetjum bara alla sem eitthvað hafa um þetta að segja til að skila inn athugasemdum.“ Ásta segist skilja að landeigendur vilji nýta land sitt til uppbyggingar. „En það þarf auðvitað bara að huga vel að öllum þáttum og hvaða starfsemi er á hverju svæði,“ segir Ásta.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira