Veðjað á rétta skólann Pawel Bartoszek skrifar 16. ágúst 2024 12:31 Val á framhaldsskóla er ein fyrsta stóra, sjálfstæða ákvörðunin í lífi fólks og eðlilega eru skoðanir á umgjörðinni sem um hana gildir. Það er síðan góð og gild spurning hvort mikil hólfun nemenda eftir getu við 16 ára aldur sé endilega það sem menntakerfið eigi að stefna að. En fyrst við höfum ákveðið að nýta árangur að einhverju leyti til að stjórna innritunarferlinu er rétt að gera það á eins sanngjarnan og gagnsæjan hátt og mögulegt er. Hitt eykur hættuna á ómálefnalegum vinnubrögðum og skapar vantraust. Valinu breytt í leikjafræðiverkefni Margt í núverandi inntökuferli ber það með sér að hafa verið hannað í kringum annað en nemendur og þarfir þeirra. Í kynningartexta við lok hvers innritunarferlis birtir ráðuneytið gjarnan jákvæða tölfræði um að yfir 90% nemenda hafi komist í skóla sem þeir völdu sem 1. eða 2. val. Þetta segir hins vegar ekki alla söguna. Nemendur mega bara velja tvo skóla og þar sem fólk veit oft nokkurn veginn hvar það stendur veigrar það sér stundum við að velja skóla sem það mest langar í til að „sóa ekki valinu“. Enda getur það gerst að nemandi sem velur tvo vinsæla skóla endi á því að fá inn þriðja skólann, sem hann langaði ekkert sérstaklega í. Þetta vilja krakkar forðast og velja því stundum strategískt. Þessi uppsetning gerir það að verkum að búið er að breyta ákvörðun um val á framhaldsskóla í verulega flókið leikjafræðilegt vandamál. Vandamál sem á fræðimáli yrði kallað „samtímaleikur með ófullkomnum upplýsingum“. Samtímaleikur sem nokkur þúsund manns spila í einu. Nemendur þurfa ekki bara að velja þá skóla sem þá langar í heldur líka að a) átta sig á stöðu sinni í samanburði við aðra b) spá fyrir um hegðun annarra. Þetta er ekki auðvelt og getur kallað á mikla taktík. Einföld leið væri einfaldlega að fjölga þeim skólum sem hver nemandi getur forgangsraðað, til dæmis í fimm. En mann grunar hins vegar að ástæðan fyrir þessari takmörkun í dag sé einfaldlega að minnka það álag sem er á framhaldsskólum vegna yfirferðar umsókna. Það kallar hins vegar á næstu spurningu: Á að láta skólana sjálfa fara yfir umsóknir? Umsóknir nemenda eru núna yfirfarnar af skólunum sjálfum, sem senda frá sér (forgangangsraðan) lista yfir þá nemendur sem völdu skólann í fyrsta eða annað val. Þetta er væntanlega gert til að skólar geti viðhaldið ákveðnu “sjálfstæði”. Skólarnir nýta svo þetta sjálfstæði til að reikna út einhverja meðaleinkunn, hver á sinn ólíka hátt. Sumir skólar forgangsraða fyrst nemendum með ákveðna lágmarkseinkunn, aðrir gefa sumum fögum meira vægi og svo framvegis. Aðrir skólar fá svo færri umsóknir en pláss og þurfa ekkert að forgangsraða neitt. Vandséð er hvað sé á því að græða að hver skóli búi til sitt eigið excel-skjal með aðeins mismunandi vogstuðlum. Mögulega væri hægt að hafa skilyrðin aðeins ólík eftir brautum (á landsvísu) en meiri fínstillingar þarf varla. Allt þetta hefur reyndar þau hliðaráhrif að þetta gerir leikjafræðina bak við val nemandans enn flóknari. Hér væri skilvirkara og gegnsærra að hafa kerfið að miklu meira leyti miðlægt. Samræmdari matsaðferðir Til að endurtaka fyrri skoðun þá tel ég að gegnsæjast væri að hafa einhvers konar samræmda mælingu í lok grunnskólans til að a) tryggja jafnræði í einkunnagjöf á landsvísu b) auðvelda gæðaeftirlit og samanburð milli skóla. Þetta ekki eina leiðin, ekki töfralausn og ekki skyndilausn. En betri en sú leið að hafa ekkert samræmt mat, hvorki á árangri nemenda né skóla svo árum skipti, eins og raunin hefur verið. Nú er verið að vinna að innleiðingu nýs námsmats sem kallað hefur verið matsferill. Það byggir á mörgum „fjölbreyttum, stuttum, hnitmiðuðum, rafrænum prófum og verkefnum“. Það hljómar athyglisvert en áhættuþættirnir eru að þetta getur vel orðið flókið hugbúnaðarþróunarverkefni sem er dýrt og áhættusamt í innleiðingu og viðhaldi. Þá veldur það manni áhyggjum hve mikla áherslu höfundar skýrslunnar, þar sem tillögurnar um matsferilinn eru kynntar, leggja á að sem fæstir fái að sjá niðurstöðurnar niður á sveitarfélög og skóla. Áhyggjurnar eru kannski skiljanlegar, fólk vill forðast neikvæða umræðu um ákveðin skólasamfélög, en krafan um gegnsæi í þessum efnum verður alltaf til staðar í lýðræðisþjóðfélagi og óraunhæft að hunsa hana með öllu. Betra er að hafa frumkvæði að birtingu gagnanna með þeim hætti að þau séu sanngjörn og til gagns. Önnur leið í til að auka samræmi í námsmati er að styðjast í mun meira mæli við utanaðkomandi prófdómara. Kennarar í Danmörku þurfa á hverju ári að fara yfir fjölmörg verkefni nemenda úr öðrum skólum og verkefni þeirra nemenda eru send í yfirlestur annað. Svona jafningjamat myndi skapa eðlilegt aðhald og auka traust í menntakerfinu. Auka þarf gæði og traust Umræðan um námsmat í grunnskóla og inntökuferil í framhaldsskóla er ekki sett fram til höfuðs neinum. Hún er heldur ekki sett fram með það að markmiði að breyta öllu menntakerfinu í vígvöll harðrar samkeppni milli nemenda og skóla. Umræðan er komin fram vegna þess alþjóðlegur samanburður sýnir, ár eftir ár, að við getum gert betur. Og umræðan er komin fram vegna þess að það er eðlileg krafa að einkunnir séu að einhverju leyti sambærilegar milli skóla á landsvísu. Sérstaklega ef þær eru svo nýttar í annað. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Val á framhaldsskóla er ein fyrsta stóra, sjálfstæða ákvörðunin í lífi fólks og eðlilega eru skoðanir á umgjörðinni sem um hana gildir. Það er síðan góð og gild spurning hvort mikil hólfun nemenda eftir getu við 16 ára aldur sé endilega það sem menntakerfið eigi að stefna að. En fyrst við höfum ákveðið að nýta árangur að einhverju leyti til að stjórna innritunarferlinu er rétt að gera það á eins sanngjarnan og gagnsæjan hátt og mögulegt er. Hitt eykur hættuna á ómálefnalegum vinnubrögðum og skapar vantraust. Valinu breytt í leikjafræðiverkefni Margt í núverandi inntökuferli ber það með sér að hafa verið hannað í kringum annað en nemendur og þarfir þeirra. Í kynningartexta við lok hvers innritunarferlis birtir ráðuneytið gjarnan jákvæða tölfræði um að yfir 90% nemenda hafi komist í skóla sem þeir völdu sem 1. eða 2. val. Þetta segir hins vegar ekki alla söguna. Nemendur mega bara velja tvo skóla og þar sem fólk veit oft nokkurn veginn hvar það stendur veigrar það sér stundum við að velja skóla sem það mest langar í til að „sóa ekki valinu“. Enda getur það gerst að nemandi sem velur tvo vinsæla skóla endi á því að fá inn þriðja skólann, sem hann langaði ekkert sérstaklega í. Þetta vilja krakkar forðast og velja því stundum strategískt. Þessi uppsetning gerir það að verkum að búið er að breyta ákvörðun um val á framhaldsskóla í verulega flókið leikjafræðilegt vandamál. Vandamál sem á fræðimáli yrði kallað „samtímaleikur með ófullkomnum upplýsingum“. Samtímaleikur sem nokkur þúsund manns spila í einu. Nemendur þurfa ekki bara að velja þá skóla sem þá langar í heldur líka að a) átta sig á stöðu sinni í samanburði við aðra b) spá fyrir um hegðun annarra. Þetta er ekki auðvelt og getur kallað á mikla taktík. Einföld leið væri einfaldlega að fjölga þeim skólum sem hver nemandi getur forgangsraðað, til dæmis í fimm. En mann grunar hins vegar að ástæðan fyrir þessari takmörkun í dag sé einfaldlega að minnka það álag sem er á framhaldsskólum vegna yfirferðar umsókna. Það kallar hins vegar á næstu spurningu: Á að láta skólana sjálfa fara yfir umsóknir? Umsóknir nemenda eru núna yfirfarnar af skólunum sjálfum, sem senda frá sér (forgangangsraðan) lista yfir þá nemendur sem völdu skólann í fyrsta eða annað val. Þetta er væntanlega gert til að skólar geti viðhaldið ákveðnu “sjálfstæði”. Skólarnir nýta svo þetta sjálfstæði til að reikna út einhverja meðaleinkunn, hver á sinn ólíka hátt. Sumir skólar forgangsraða fyrst nemendum með ákveðna lágmarkseinkunn, aðrir gefa sumum fögum meira vægi og svo framvegis. Aðrir skólar fá svo færri umsóknir en pláss og þurfa ekkert að forgangsraða neitt. Vandséð er hvað sé á því að græða að hver skóli búi til sitt eigið excel-skjal með aðeins mismunandi vogstuðlum. Mögulega væri hægt að hafa skilyrðin aðeins ólík eftir brautum (á landsvísu) en meiri fínstillingar þarf varla. Allt þetta hefur reyndar þau hliðaráhrif að þetta gerir leikjafræðina bak við val nemandans enn flóknari. Hér væri skilvirkara og gegnsærra að hafa kerfið að miklu meira leyti miðlægt. Samræmdari matsaðferðir Til að endurtaka fyrri skoðun þá tel ég að gegnsæjast væri að hafa einhvers konar samræmda mælingu í lok grunnskólans til að a) tryggja jafnræði í einkunnagjöf á landsvísu b) auðvelda gæðaeftirlit og samanburð milli skóla. Þetta ekki eina leiðin, ekki töfralausn og ekki skyndilausn. En betri en sú leið að hafa ekkert samræmt mat, hvorki á árangri nemenda né skóla svo árum skipti, eins og raunin hefur verið. Nú er verið að vinna að innleiðingu nýs námsmats sem kallað hefur verið matsferill. Það byggir á mörgum „fjölbreyttum, stuttum, hnitmiðuðum, rafrænum prófum og verkefnum“. Það hljómar athyglisvert en áhættuþættirnir eru að þetta getur vel orðið flókið hugbúnaðarþróunarverkefni sem er dýrt og áhættusamt í innleiðingu og viðhaldi. Þá veldur það manni áhyggjum hve mikla áherslu höfundar skýrslunnar, þar sem tillögurnar um matsferilinn eru kynntar, leggja á að sem fæstir fái að sjá niðurstöðurnar niður á sveitarfélög og skóla. Áhyggjurnar eru kannski skiljanlegar, fólk vill forðast neikvæða umræðu um ákveðin skólasamfélög, en krafan um gegnsæi í þessum efnum verður alltaf til staðar í lýðræðisþjóðfélagi og óraunhæft að hunsa hana með öllu. Betra er að hafa frumkvæði að birtingu gagnanna með þeim hætti að þau séu sanngjörn og til gagns. Önnur leið í til að auka samræmi í námsmati er að styðjast í mun meira mæli við utanaðkomandi prófdómara. Kennarar í Danmörku þurfa á hverju ári að fara yfir fjölmörg verkefni nemenda úr öðrum skólum og verkefni þeirra nemenda eru send í yfirlestur annað. Svona jafningjamat myndi skapa eðlilegt aðhald og auka traust í menntakerfinu. Auka þarf gæði og traust Umræðan um námsmat í grunnskóla og inntökuferil í framhaldsskóla er ekki sett fram til höfuðs neinum. Hún er heldur ekki sett fram með það að markmiði að breyta öllu menntakerfinu í vígvöll harðrar samkeppni milli nemenda og skóla. Umræðan er komin fram vegna þess alþjóðlegur samanburður sýnir, ár eftir ár, að við getum gert betur. Og umræðan er komin fram vegna þess að það er eðlileg krafa að einkunnir séu að einhverju leyti sambærilegar milli skóla á landsvísu. Sérstaklega ef þær eru svo nýttar í annað. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun