Meiri tíðindi að stjórnin hafi lifað svo lengi Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 16. ágúst 2024 12:23 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Vísir/Vilhelm Gunnarsson Forsætisráðherra segir ummæli Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, um að útilokað sé að ríkisstjórnarsamstarfinu verði haldið áfram eftir næstu kosningar ekki valda neinum titringi innan stjórnarflokkanna. Sögulegt sé að þriggja flokka stjórn hafi náð að klára heilt kjörtímabil. Alþingi verður sett þann 10. september og hefst þá síðasti þingvetur kjörtímabilsins. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú í algjöru lágmarki samkvæmt síðustu könnunum. Ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við nýjasta Þjóðarpúls Gallup myndi Samfylkingin fá tvo fleiri þingmenn en stjórnarflokkarnir til samans sem fengju alls sautján. Þá myndu Vinstri græn falla út af þingi. „Hildur hefur einmitt verið lykilmanneskja í þinginu í að halda góðum tengslum við aðra þingflokka, við að koma málum í gegnum þingið og tryggja framgang mikilvægra þingmála ríkisstjórnarinnar,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Það er hins vegar pólitískt mat hennar samkvæmt þessu viðtali að það sé afar ólíklegt og jafnvel útilokað að flokkarnir hafi einfaldlega stuðning eins og staðan blasir við okkur í dag til þess að starfa áfram. Þá er það bara pólitískt mat og á ekkert að trufla það að við erum í dag með mjög traustan meirihluta í þinginu, skýran stjórnarsáttmála, mörg ókláruð verkefni og við ætlum að einbeita okkur að því til skamms tíma. Til lengri tíma þá er auðvitað óumflýjanlegt að fara í kosningar og við fáumst við það þegar þar að kemur.“ Hver geti haft sína skoðun „Mitt pólitíska mat er það að það er stórmerkilegt í stjórnmálasögu Íslands að þriggja flokka stjórn sé við það að ljúka tveimur kjörtímabilum. Það hefur aldrei gerst, það hefur engin þriggja flokka stjórn nokkurn tímann klárað eitt kjörtímabil,“ segir Bjarni. „Það er merkilegt í stjórmálasögulegu samhengi. Ef það gerist með þeim hætti að slík þriggja flokka stjórn hefur ekki skýran meirihluta til að halda enn áfram þá þykja mér það ekki vera jafn mikil tíðindi. Það verður einfaldlega að horfast í augu við stöðuna þegar við stöndum frammi fyrir því að kjósendur fá aftur boltann, þá verða spilin stokkuð upp og við vinnum úr niðurstöðunni eftir næstu kosningar. Þetta eru í sjálfu sér ekkert annað en vangaveltur um það hvað líklegt er að komi út úr næstu kosningum og þar getur hver haft sína skoðun.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Framsókn og VG útiloki ekkert Formenn þingflokka Vinstri Grænna og Framsóknar segja flokkana ganga óbundna til kosninga og útiloka ekkert samstarf, líkt og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Áhugaverður síðasti þingvetur kjörtímabilsins sé fram undan. 12. ágúst 2024 12:15 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Alþingi verður sett þann 10. september og hefst þá síðasti þingvetur kjörtímabilsins. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú í algjöru lágmarki samkvæmt síðustu könnunum. Ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við nýjasta Þjóðarpúls Gallup myndi Samfylkingin fá tvo fleiri þingmenn en stjórnarflokkarnir til samans sem fengju alls sautján. Þá myndu Vinstri græn falla út af þingi. „Hildur hefur einmitt verið lykilmanneskja í þinginu í að halda góðum tengslum við aðra þingflokka, við að koma málum í gegnum þingið og tryggja framgang mikilvægra þingmála ríkisstjórnarinnar,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Það er hins vegar pólitískt mat hennar samkvæmt þessu viðtali að það sé afar ólíklegt og jafnvel útilokað að flokkarnir hafi einfaldlega stuðning eins og staðan blasir við okkur í dag til þess að starfa áfram. Þá er það bara pólitískt mat og á ekkert að trufla það að við erum í dag með mjög traustan meirihluta í þinginu, skýran stjórnarsáttmála, mörg ókláruð verkefni og við ætlum að einbeita okkur að því til skamms tíma. Til lengri tíma þá er auðvitað óumflýjanlegt að fara í kosningar og við fáumst við það þegar þar að kemur.“ Hver geti haft sína skoðun „Mitt pólitíska mat er það að það er stórmerkilegt í stjórnmálasögu Íslands að þriggja flokka stjórn sé við það að ljúka tveimur kjörtímabilum. Það hefur aldrei gerst, það hefur engin þriggja flokka stjórn nokkurn tímann klárað eitt kjörtímabil,“ segir Bjarni. „Það er merkilegt í stjórmálasögulegu samhengi. Ef það gerist með þeim hætti að slík þriggja flokka stjórn hefur ekki skýran meirihluta til að halda enn áfram þá þykja mér það ekki vera jafn mikil tíðindi. Það verður einfaldlega að horfast í augu við stöðuna þegar við stöndum frammi fyrir því að kjósendur fá aftur boltann, þá verða spilin stokkuð upp og við vinnum úr niðurstöðunni eftir næstu kosningar. Þetta eru í sjálfu sér ekkert annað en vangaveltur um það hvað líklegt er að komi út úr næstu kosningum og þar getur hver haft sína skoðun.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Framsókn og VG útiloki ekkert Formenn þingflokka Vinstri Grænna og Framsóknar segja flokkana ganga óbundna til kosninga og útiloka ekkert samstarf, líkt og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Áhugaverður síðasti þingvetur kjörtímabilsins sé fram undan. 12. ágúst 2024 12:15 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Framsókn og VG útiloki ekkert Formenn þingflokka Vinstri Grænna og Framsóknar segja flokkana ganga óbundna til kosninga og útiloka ekkert samstarf, líkt og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Áhugaverður síðasti þingvetur kjörtímabilsins sé fram undan. 12. ágúst 2024 12:15