„Mikill fengur fyrir okkur að fá hana inn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. ágúst 2024 15:31 Systurnar geta leikið eftir afrek fyrri ára í kvöld. vísir Ásta Eir Árnadóttir leiðir lið Breiðabliks út á Laugardalsvöll í bikarúrslitaleiknum gegn Val í kvöld. „[Mér líður] bara mjög vel, allar mjög spenntar. Búnar að bíða svolítið lengi eftir þessum leik, mjög spenntar og hlökkum mikið til,“ sagði Ásta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. Þetta verður fimmti bikarúrslitaleikurinn sem Ásta spilar, sá fjórði í röð og sá fjórði sem fyrirliði. Hún var einnig hluti af liðinu sem vann bikarinn 2018, en missti af öllu tímabilinu og bikartitlinum 2013 vegna meiðsla. Þá spilaði hún ekkert í bikarkeppninni þegar Breiðablik vann 2009 en þreytti frumraun sína sama ár í deildarkeppni, aðeins sextán ára gömul. Hugsar ekki um síðasta ár Hún hefur verið hjá Breiðablik alla tíð síðan og upplifað ýmsar hæðir og lægðir, ein af þeim lægðum var síðasta haust þegar úrslitaleikurinn gegn Lengjudeildarliði Víkings tapaðist. Á að bæta upp fyrir það í kvöld? „Jú að sjálfsögðu en nú er bara nýtt ár og nýtt mót. Bikarkeppnin byrjaði fyrir svolitlu síðan þannig að hausinn hefur verið á þessari bikarkeppni en við erum hungraðar, getum sagt það.“ Systirin snúin heim Í þetta sinn verður systir hennar aftur Ástu við hlið í vörninni, líkt og árin 2018 og 2021. Hún er nýsnúin aftur úr atvinnumennsku og spilaði síðasta deildarleik gegn Þór/KA. „Ótrúlega gott. Kristín er frábær leikmaður og þekkir vel til klúbbsins. Hefur komið ótrúlega vel inn í þetta og mikill fengur fyrir okkur að fá hana inn.“ Góðir hlutir geta gerst Andstæðingur kvöldsins er Valur, lið sem Breiðablik þekkir vel og hefur barist við um titla í mörg ár. Hvað þarf að gera til að sækja sigurinn? „Það er góð spurning, það er bara fyrst og fremst að spila okkar leik. Hafa trú á okkar leikplani, hafa trú á okkur sjálfum. Svo lengi sem við gerum það og höldum okkur við leikplanið, verjumst vel og verjumst sem lið, þá geta margir góðir hlutir gerst,“ sagði Ásta að lokum. Klippa: Ásta Eir Árnadóttir ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
„[Mér líður] bara mjög vel, allar mjög spenntar. Búnar að bíða svolítið lengi eftir þessum leik, mjög spenntar og hlökkum mikið til,“ sagði Ásta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. Þetta verður fimmti bikarúrslitaleikurinn sem Ásta spilar, sá fjórði í röð og sá fjórði sem fyrirliði. Hún var einnig hluti af liðinu sem vann bikarinn 2018, en missti af öllu tímabilinu og bikartitlinum 2013 vegna meiðsla. Þá spilaði hún ekkert í bikarkeppninni þegar Breiðablik vann 2009 en þreytti frumraun sína sama ár í deildarkeppni, aðeins sextán ára gömul. Hugsar ekki um síðasta ár Hún hefur verið hjá Breiðablik alla tíð síðan og upplifað ýmsar hæðir og lægðir, ein af þeim lægðum var síðasta haust þegar úrslitaleikurinn gegn Lengjudeildarliði Víkings tapaðist. Á að bæta upp fyrir það í kvöld? „Jú að sjálfsögðu en nú er bara nýtt ár og nýtt mót. Bikarkeppnin byrjaði fyrir svolitlu síðan þannig að hausinn hefur verið á þessari bikarkeppni en við erum hungraðar, getum sagt það.“ Systirin snúin heim Í þetta sinn verður systir hennar aftur Ástu við hlið í vörninni, líkt og árin 2018 og 2021. Hún er nýsnúin aftur úr atvinnumennsku og spilaði síðasta deildarleik gegn Þór/KA. „Ótrúlega gott. Kristín er frábær leikmaður og þekkir vel til klúbbsins. Hefur komið ótrúlega vel inn í þetta og mikill fengur fyrir okkur að fá hana inn.“ Góðir hlutir geta gerst Andstæðingur kvöldsins er Valur, lið sem Breiðablik þekkir vel og hefur barist við um titla í mörg ár. Hvað þarf að gera til að sækja sigurinn? „Það er góð spurning, það er bara fyrst og fremst að spila okkar leik. Hafa trú á okkar leikplani, hafa trú á okkur sjálfum. Svo lengi sem við gerum það og höldum okkur við leikplanið, verjumst vel og verjumst sem lið, þá geta margir góðir hlutir gerst,“ sagði Ásta að lokum. Klippa: Ásta Eir Árnadóttir ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira