Salah sjóðheitur af stað að vanda Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2024 11:02 Diogo Jota, Mohamed Salah og Luis Diaz fögnuðu vel eftir að Salah kom Liverpool í 2-0. Getty/Marc Atkins Liverpool sótti nýliða Ipswich Town heim í fyrsta deildarleik sínum undir stjórn Arnes Slot, og fagnaði 2-0 sigri. Þetta var fyrsti leikur Ipswich í ensku úrvalsdeildinni í 22 ár. Staðan var markalaus eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik en snemma í seinni hálfleik gerðu heimamenn tilkall til vítaspyrnu. Að lokum var hins vegar dæmd rangstaða á þá. #IPSLIV – 53’VAR confirms the on-field referee's call of offside on Davis before the potential penalty check for the challenge by van Dijk on Delap. pic.twitter.com/rE2R4eIoiU— Premier League Match Centre (@PLMatchCentre) August 17, 2024 Eftir þetta hrökk Liverpool-liðið í gír og hafði skapað mikla hættu áður en Portúgalinn Diogo Jota skoraði svo fyrra mark leiksins, eftir sendingu frá Mohamed Salah. Salah, Jota og og Luis Diaz voru í fremstu víglínu Liverpool en enginn þeirra átti skot í fyrri hálfleiknum. Það kom hins vegar ekki að sök og eftir að hafa lagt upp markið fyrir Jota þá skoraði Salah sjálfur með laglegum hætti, eftir sendingu frá Dominik Szoboszlai. Frammistaða Salah ætti ekki að koma neinum á óvart því hann hefur skorað eða lagt upp mark í fyrstu umferð á hverju einasta tímabili sínu í ensku úrvalsdeildinni. Mohamed Salah has never failed to score or assist on the opening weekend of a Premier League season. ⚽ vs. Watford (17/18)⚽ vs. West Ham (18/19)⚽🅰️ vs. Norwich (19/20)⚽⚽⚽ vs. Leeds (20/21)⚽🅰️🅰️ vs. Norwich(21/22)⚽ vs. Fulham (22/23)🅰️ vs. Chelsea (23/24)⚽🅰️ vs.… pic.twitter.com/RHvVd4ktgN— Squawka (@Squawka) August 17, 2024 Eftir mörkin tvö var sigur Liverpool aldrei í hættu og liðið fékk færi til að bæta við fleiri mörkum, til að mynda í uppbótartíma þegar Norður-Írinn Conor Bradley komst í dauðafæri en skot hans var varið. Næsti leikur Liverpool er gegn Brentford á Anfield eftir viku og liðið spilar svo á útivelli við Manchester United 1. september. Ipswich á næst leik við sjálfa Englandsmeistara Manchester City á útivelli. Enski boltinn
Liverpool sótti nýliða Ipswich Town heim í fyrsta deildarleik sínum undir stjórn Arnes Slot, og fagnaði 2-0 sigri. Þetta var fyrsti leikur Ipswich í ensku úrvalsdeildinni í 22 ár. Staðan var markalaus eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik en snemma í seinni hálfleik gerðu heimamenn tilkall til vítaspyrnu. Að lokum var hins vegar dæmd rangstaða á þá. #IPSLIV – 53’VAR confirms the on-field referee's call of offside on Davis before the potential penalty check for the challenge by van Dijk on Delap. pic.twitter.com/rE2R4eIoiU— Premier League Match Centre (@PLMatchCentre) August 17, 2024 Eftir þetta hrökk Liverpool-liðið í gír og hafði skapað mikla hættu áður en Portúgalinn Diogo Jota skoraði svo fyrra mark leiksins, eftir sendingu frá Mohamed Salah. Salah, Jota og og Luis Diaz voru í fremstu víglínu Liverpool en enginn þeirra átti skot í fyrri hálfleiknum. Það kom hins vegar ekki að sök og eftir að hafa lagt upp markið fyrir Jota þá skoraði Salah sjálfur með laglegum hætti, eftir sendingu frá Dominik Szoboszlai. Frammistaða Salah ætti ekki að koma neinum á óvart því hann hefur skorað eða lagt upp mark í fyrstu umferð á hverju einasta tímabili sínu í ensku úrvalsdeildinni. Mohamed Salah has never failed to score or assist on the opening weekend of a Premier League season. ⚽ vs. Watford (17/18)⚽ vs. West Ham (18/19)⚽🅰️ vs. Norwich (19/20)⚽⚽⚽ vs. Leeds (20/21)⚽🅰️🅰️ vs. Norwich(21/22)⚽ vs. Fulham (22/23)🅰️ vs. Chelsea (23/24)⚽🅰️ vs.… pic.twitter.com/RHvVd4ktgN— Squawka (@Squawka) August 17, 2024 Eftir mörkin tvö var sigur Liverpool aldrei í hættu og liðið fékk færi til að bæta við fleiri mörkum, til að mynda í uppbótartíma þegar Norður-Írinn Conor Bradley komst í dauðafæri en skot hans var varið. Næsti leikur Liverpool er gegn Brentford á Anfield eftir viku og liðið spilar svo á útivelli við Manchester United 1. september. Ipswich á næst leik við sjálfa Englandsmeistara Manchester City á útivelli.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti