Paulo Fonseca var ráðinn þjálfari AC Milan í sumar eftir að hafa gert það gott með Lille á síðustu leiktíð en Hákon Arnar Haraldsson leikur með franska félaginu. Hann þjálfaði Roma frá 2019 til 2021 og ætti því að þekkja vel til á Ítalíu en sá kannski ekki fyrir óvænta 0-2 forystu gestanna.
Heimamenn í Milan sköpuðu ágætis færi og héldu boltanum vel innan liðs en það skiptir því miður engu þegar upp er staðið. Það voru gestirnir frá Torino sem skoruðu mörkin, það fyrra var sjálfsmark Malick Thiaw og það síðara var snyrtileg afgreiðsla Duvan Zapata.
The visitors are having a party in Milan 🕺#MilanTorino 0-1 pic.twitter.com/7DvYWkFJlr
— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 17, 2024
Undir lok venjulegs leiktíma tókst varamanninum Álvaro Morata að minnka muninn í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Það gaf heimamönnum byr undir báða vængi og Noah Okafor jafnaði metin þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
M⚽RATA DEBUT GOAL!#MilanTorino 1-2 https://t.co/JyiBbfBM82
— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 17, 2024
Lokatölur 2-2 og öllum fjórum leikjum dagsins lauk því með jafntefli. Fyrsta umferð Serie A heldur áfram á morgun og verður áhugavert að fylgjast með hvort einhverju liði takist að næla í þrjú stig.