Ekki lengur hægt að valta yfir lítil sveitarfélög úti á landi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. ágúst 2024 15:18 Haraldur Þór Jónsson, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir ekkert munu verða af áformum um uppbyggingu í orkumálum án sanngjarnrar skiptingar ríkis og sveitarfélaga. Stöð 2/Sigurjón Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir ekkert munu verða af áformum um uppbyggingu grænnar orkuvinnslu án þess að tekjur sveitarfélaga þar sem orkuvinnslan fer fram verði tryggð. Að hans sögn er brýnt að stjórnvöld semji við sveitarfélög um sanngjarnari tekjuskiptingu á mannvirkjum líkt og fyrirætluð vindorkuvirkjun í Búrfellslundi og skorar á umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að gera upp við sveitarfélög. „Tölulegar staðreyndir sýna fram á það að við getum borið fjárhagslegt tjón af orkumannvirkjum sem eru starfrækt í sveitarfélaginu. Samt er það þannig að í okkar sveitarfélagi er framleitt meiri orka en dugar öllum heimilum og fyrirtækjum á Íslandi ef þú undanskilur stóriðjuna,“ segir Haraldur í samtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Það var í byrjun síðasta árs sem KPMG framkvæmdi fjárhagslega greiningu á starfsemi Landsvirkjunar í sveitarfélaginu og niðurstaðan úr þeirri greiningu sýndi svart á hvítu að sökum samspils laga, skattaumhverfisins, undanþágu orkumannvirkja frá lögbundnum tekjustofnun sveitarfélaga og regluvirki jöfnunarsjóðs að þá í sumum tilfellum berum við beint fjárhagslegt tjón og í öðrum tilfellum fáum við örfáar krónur,“ bætir hann við. Komið að skuldadögum Haraldur fullyrðir að orkuvinnsla skili engum störfum í nærumhverfi sjálfra orkumannvirkjanna þrátt fyrir að allra umhverfisáhrifa gæti þar. Ávinningurinn, hagvöxturinn og verðmætu störfin sem fylgi slíkum mannvirkjum sé allt annars staðar. Hann segir málið vera brýnt. Stjórnvöld geri ráð fyrir því að verið í Búrfellslundi og fleiri slík mannvirki verði tekin í gagnið um leið og hægt er. Haraldur segir það því á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að búa um nauðsynlega hnúta. Nefnilega að tryggja það að lítil sveitarfélög sitji ekki upp með öll neikvæðu áhrif slíkra mannvirkja en engin hin jákvæðu. „Það er komið að skuldadögum. Þá spyr ég bara: hver skuldar? Hver er í vanskilum?“ spyr Haraldur sig. Engin rök fyrir frekari uppbyggingu í óbreyttri mynd Haraldur hefur sinnt starfi sveitarstjóra og oddvita samhliða síðastliðinn tvö ár en lét af embættinu fyrrnefnda fyrir skömmu síðan. Hann segist átta sig á ábyrgðinni sem fylgir því að vera í forsvari fyrir samfélag. „Ég þarf að tryggja hag íbúanna til framtíðar, að samfélagið vaxi og dafni. Eins og staðan er núna þá er uppbygging orkumannvirkja ekki að gera það. Þá eru ansi margar spurningar sem maður stendur frammi fyrir. Ætlum við að halda áfram óbreyttri mynd? Ég get ekki séð nein rök fyrir því að frekari uppbygginu orkumannvirkja muni eiga sér stað fyrr en ríkisstjórnin hefur gert upp sín vanskil,“ segir Haraldur. „Forsenda uppbyggingar orkumannvirkja á Íslandi er háð því að sett verði fram á þingið nú í haust og samþykkt ný lög á grunni þeirra tillagna sem búið er að samþykkja í ríkisstjórn. Verði slíkt ekki gert þá fullyrði ég það að það mun allt stoppa í orkumannvirkjum,“ segir hann svo. Einföld staða Haraldur hefur fengið nóg af því að hlusta á fulltrúa stjórnvalda prédika samráð og gagnkvæman ágóða þegar tölurnar benda á allt aðra útkomu. „Það hefur ekkert gerst og ekkert breyst. Nú á að byrja. Það verður ekki byrjað fyrr en það er búið að tryggja nærumhverfinu ávinning,“ segir hann afdráttarlaust. „Ég er byrjaður að tala við mörg önnur sveitarfélög. Ég er byrjaður að reikna fyrir þau hvað þetta þýðir. það er bara þannig að af þeim nokkrum sveitarfélögum sem ég hef rætt hingað til við að um leið og menn sjá staðreyndirnar þá er enginn að fara að heimila nokkur orkumannvirki. Þetta er mjög einföld staða. Það er ögurstund framundan fyrir ríkisstjórnina. Ef hún ætlar að standa við gefin loforð um uppbyggingu grænnar orkuvinnslu. Þá er bara eitt verkefni sem þarf að klára fyrst. Það er tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga sem skilar nærumhverfinu ávinningi,“ segir Haraldur. „Það er ekki hægt að ganga lengur og valta yfir lítil sveitarfélög úti á landi sem hafa tryggt þessa gríðarlega mikilvægu efnahagslegu innviði okkar þjóðar,“ segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Vindorka Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Að hans sögn er brýnt að stjórnvöld semji við sveitarfélög um sanngjarnari tekjuskiptingu á mannvirkjum líkt og fyrirætluð vindorkuvirkjun í Búrfellslundi og skorar á umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að gera upp við sveitarfélög. „Tölulegar staðreyndir sýna fram á það að við getum borið fjárhagslegt tjón af orkumannvirkjum sem eru starfrækt í sveitarfélaginu. Samt er það þannig að í okkar sveitarfélagi er framleitt meiri orka en dugar öllum heimilum og fyrirtækjum á Íslandi ef þú undanskilur stóriðjuna,“ segir Haraldur í samtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Það var í byrjun síðasta árs sem KPMG framkvæmdi fjárhagslega greiningu á starfsemi Landsvirkjunar í sveitarfélaginu og niðurstaðan úr þeirri greiningu sýndi svart á hvítu að sökum samspils laga, skattaumhverfisins, undanþágu orkumannvirkja frá lögbundnum tekjustofnun sveitarfélaga og regluvirki jöfnunarsjóðs að þá í sumum tilfellum berum við beint fjárhagslegt tjón og í öðrum tilfellum fáum við örfáar krónur,“ bætir hann við. Komið að skuldadögum Haraldur fullyrðir að orkuvinnsla skili engum störfum í nærumhverfi sjálfra orkumannvirkjanna þrátt fyrir að allra umhverfisáhrifa gæti þar. Ávinningurinn, hagvöxturinn og verðmætu störfin sem fylgi slíkum mannvirkjum sé allt annars staðar. Hann segir málið vera brýnt. Stjórnvöld geri ráð fyrir því að verið í Búrfellslundi og fleiri slík mannvirki verði tekin í gagnið um leið og hægt er. Haraldur segir það því á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að búa um nauðsynlega hnúta. Nefnilega að tryggja það að lítil sveitarfélög sitji ekki upp með öll neikvæðu áhrif slíkra mannvirkja en engin hin jákvæðu. „Það er komið að skuldadögum. Þá spyr ég bara: hver skuldar? Hver er í vanskilum?“ spyr Haraldur sig. Engin rök fyrir frekari uppbyggingu í óbreyttri mynd Haraldur hefur sinnt starfi sveitarstjóra og oddvita samhliða síðastliðinn tvö ár en lét af embættinu fyrrnefnda fyrir skömmu síðan. Hann segist átta sig á ábyrgðinni sem fylgir því að vera í forsvari fyrir samfélag. „Ég þarf að tryggja hag íbúanna til framtíðar, að samfélagið vaxi og dafni. Eins og staðan er núna þá er uppbygging orkumannvirkja ekki að gera það. Þá eru ansi margar spurningar sem maður stendur frammi fyrir. Ætlum við að halda áfram óbreyttri mynd? Ég get ekki séð nein rök fyrir því að frekari uppbygginu orkumannvirkja muni eiga sér stað fyrr en ríkisstjórnin hefur gert upp sín vanskil,“ segir Haraldur. „Forsenda uppbyggingar orkumannvirkja á Íslandi er háð því að sett verði fram á þingið nú í haust og samþykkt ný lög á grunni þeirra tillagna sem búið er að samþykkja í ríkisstjórn. Verði slíkt ekki gert þá fullyrði ég það að það mun allt stoppa í orkumannvirkjum,“ segir hann svo. Einföld staða Haraldur hefur fengið nóg af því að hlusta á fulltrúa stjórnvalda prédika samráð og gagnkvæman ágóða þegar tölurnar benda á allt aðra útkomu. „Það hefur ekkert gerst og ekkert breyst. Nú á að byrja. Það verður ekki byrjað fyrr en það er búið að tryggja nærumhverfinu ávinning,“ segir hann afdráttarlaust. „Ég er byrjaður að tala við mörg önnur sveitarfélög. Ég er byrjaður að reikna fyrir þau hvað þetta þýðir. það er bara þannig að af þeim nokkrum sveitarfélögum sem ég hef rætt hingað til við að um leið og menn sjá staðreyndirnar þá er enginn að fara að heimila nokkur orkumannvirki. Þetta er mjög einföld staða. Það er ögurstund framundan fyrir ríkisstjórnina. Ef hún ætlar að standa við gefin loforð um uppbyggingu grænnar orkuvinnslu. Þá er bara eitt verkefni sem þarf að klára fyrst. Það er tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga sem skilar nærumhverfinu ávinningi,“ segir Haraldur. „Það er ekki hægt að ganga lengur og valta yfir lítil sveitarfélög úti á landi sem hafa tryggt þessa gríðarlega mikilvægu efnahagslegu innviði okkar þjóðar,“ segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Vindorka Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira