Þakkaði Drake fyrir að veðja á mótherja sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 10:30 Suður-Afríkumaðurinn Dricus Du Plessis fagnar sigri á UFC 305 í Perth í Ástralíu. Getty/Paul Kane Dricus Du Plessis hélt sigurgöngu sinni áfram í blönduðum bardagaíþróttum um helgina þegar hann fagnaði sigri á móti Israel Adesanya á UFC 305 bardagakvöldinu. Du Plessis hefur unnið tíu bardaga í röð og ekki tapað í búrinu í sex ár. Hann hefur líka unnið þrjá fyrrum heimsmeistara í síðustu þremur bardögum sínum. Du Plessis vann að þessu sinni með hengingartaki í fjórðu lotu. Hann var þarna að verja heimsmeistaratitil sinni í millivigt. Adesanya leit reyndar vel út í fjórðu lotunni en Du Plessis sýndi þrautseigju og tókst að snúa vörn í sókn. Náði Adesanya niður með góðu höggi og kláraði bardagann síðan í gólfinu. Tilbúinn að deyja fyrir beltið „Ég kom hingað til að berjast upp á líf eða dauða. Ég var tilbúinn að deyja fyrir þetta belti eða drepa fyrir það. Sem betur fer þá þurfti ég að gera hvorugt,“ sagði Dricus Du Plessis. Du Plessis var sigurreifur á samfélagsmiðlum eftir leikinn og þakkaði líka sérstaka kanadíska tónlistarmanninum Drake fyrir að trúa ekki á sig. Óheillakrákan í íþróttaheiminum Það þykir nefnilega ekki boða gott fyrir íþróttafólk að tengjast Drake á einhvern hátt eða þá það að hann veðji á það. Rapparinn er fyrir löngu orðinn að óheillakráku í íþróttaheiminum. „Ég vil þakka þér Drake aftur fyrir og það frá mínum innstu hjartarótum,“ skrifaði Du Plessis. Drake veðjaði 450 þúsund dollurum á að Du Plessis myndi tapa bardaganum eða 62,6 milljónum króna. Þetta er líka ekki í fyrsta skiptið sem Du Plessis vinnur bardaga eftir að umræddum Drake veðjar gegn honum. From the bottom of my heart once againTHANK YOU @Drake 🤣 pic.twitter.com/bcSiOjGezd— Dricus Du Plessis (@dricusduplessis) August 18, 2024 MMA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Du Plessis hefur unnið tíu bardaga í röð og ekki tapað í búrinu í sex ár. Hann hefur líka unnið þrjá fyrrum heimsmeistara í síðustu þremur bardögum sínum. Du Plessis vann að þessu sinni með hengingartaki í fjórðu lotu. Hann var þarna að verja heimsmeistaratitil sinni í millivigt. Adesanya leit reyndar vel út í fjórðu lotunni en Du Plessis sýndi þrautseigju og tókst að snúa vörn í sókn. Náði Adesanya niður með góðu höggi og kláraði bardagann síðan í gólfinu. Tilbúinn að deyja fyrir beltið „Ég kom hingað til að berjast upp á líf eða dauða. Ég var tilbúinn að deyja fyrir þetta belti eða drepa fyrir það. Sem betur fer þá þurfti ég að gera hvorugt,“ sagði Dricus Du Plessis. Du Plessis var sigurreifur á samfélagsmiðlum eftir leikinn og þakkaði líka sérstaka kanadíska tónlistarmanninum Drake fyrir að trúa ekki á sig. Óheillakrákan í íþróttaheiminum Það þykir nefnilega ekki boða gott fyrir íþróttafólk að tengjast Drake á einhvern hátt eða þá það að hann veðji á það. Rapparinn er fyrir löngu orðinn að óheillakráku í íþróttaheiminum. „Ég vil þakka þér Drake aftur fyrir og það frá mínum innstu hjartarótum,“ skrifaði Du Plessis. Drake veðjaði 450 þúsund dollurum á að Du Plessis myndi tapa bardaganum eða 62,6 milljónum króna. Þetta er líka ekki í fyrsta skiptið sem Du Plessis vinnur bardaga eftir að umræddum Drake veðjar gegn honum. From the bottom of my heart once againTHANK YOU @Drake 🤣 pic.twitter.com/bcSiOjGezd— Dricus Du Plessis (@dricusduplessis) August 18, 2024
MMA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira