Leggja loks fram skýrslu sína um meint brot Biden Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2024 15:38 Repúblikanar hafa aldrei lagt fram sannanir fyrir því að Joe Biden hafi hagnast persónulega á stöðu sinni sem opinber embættismaður. Engar sannanir eru lagðar fram um það í nýrri skýrslu repúblikana. AP/José Luis Magana Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings lögðu loks fram skýrslu með niðurstöðum rannsóknar sinnar á því sem þeir kalla embættisbrot Joes Biden Bandaríkjaforseta. Óljóst er hvort skýrslan leiði til þess að þeir kæri Biden formlega fyrir embættisbrot. Rannsókn þriggja nefnda fulltrúadeildarinnar, þar sem repúblikanar hafa meirihluta, á meintum brotum Biden hefur tekið tæplega ár. Þingmenn beggja flokka hafa gagnrýnt að nefndirnar hafi ekki getað lagt fram neinar haldbærar sannanir fyrir ásökunum sínum um meinta spillingu forsetans og fjölskyldu hans. Niðurstaða skýrslu þingnefndanna, sem er birt sama dag og landsfundur demókrata hefst, er að Biden hafi ekki framið lögbrot. Þar eru gamlar ásakanir um að ættingjar Biden hafi notfært sér nafn hans og stöðu til að auðgast og að hann hafi notið góðs af því. Fyrir það verðskuldi hann að vera kærður fyrir embættisbrot. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, gaf ekkert uppi um hvort að hann ætlaði að halda atkvæðagreiðslu í þingdeildinni um kæru á hendur Biden. Hann hvatti aðeins Bandaríkjamenn til þess að kynna sér efni skýrslunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Hafna ásökununum Biden bar ekki vitni sjálfur fyrir þingnefndinni. Sonur hans Hunter, sem hlaut nýlega dóm fyrir ólöglega skotvopnaeign, hafnaði því fyrir nefndinni að hafa blandað föður sínum og stöðu hans í viðskipti sín við erlenda aðila. Repúblikanar sem stóðu að rannsókninni vísuðu því til dómsmálaráðuneytisins að ákæra Hunter og James Biden, bróður forsetans. Þeir saka þá um að ljúga að þingnefndunum. Lögmenn beggja segja þær ásakanir algerlega stoðlausar. Jafnvel þótt repúblikanar ákvæðu að kæra Biden fyrir embættisbrot væru engar líkur á að því að hann yrði sakfelldur og vísað úr embætti í öldungadeildinni þar sem demókratar ráða ríkjum. Hvíta húsið hefur gert lítið úr rannsókn repúblikana og sakað þá um að reyna að ná fram hefndum eftir að demókratar kærður Donald Trump í tvígang fyrir embættisbrot á meðan hann var forseti. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Rannsókn þriggja nefnda fulltrúadeildarinnar, þar sem repúblikanar hafa meirihluta, á meintum brotum Biden hefur tekið tæplega ár. Þingmenn beggja flokka hafa gagnrýnt að nefndirnar hafi ekki getað lagt fram neinar haldbærar sannanir fyrir ásökunum sínum um meinta spillingu forsetans og fjölskyldu hans. Niðurstaða skýrslu þingnefndanna, sem er birt sama dag og landsfundur demókrata hefst, er að Biden hafi ekki framið lögbrot. Þar eru gamlar ásakanir um að ættingjar Biden hafi notfært sér nafn hans og stöðu til að auðgast og að hann hafi notið góðs af því. Fyrir það verðskuldi hann að vera kærður fyrir embættisbrot. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, gaf ekkert uppi um hvort að hann ætlaði að halda atkvæðagreiðslu í þingdeildinni um kæru á hendur Biden. Hann hvatti aðeins Bandaríkjamenn til þess að kynna sér efni skýrslunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Hafna ásökununum Biden bar ekki vitni sjálfur fyrir þingnefndinni. Sonur hans Hunter, sem hlaut nýlega dóm fyrir ólöglega skotvopnaeign, hafnaði því fyrir nefndinni að hafa blandað föður sínum og stöðu hans í viðskipti sín við erlenda aðila. Repúblikanar sem stóðu að rannsókninni vísuðu því til dómsmálaráðuneytisins að ákæra Hunter og James Biden, bróður forsetans. Þeir saka þá um að ljúga að þingnefndunum. Lögmenn beggja segja þær ásakanir algerlega stoðlausar. Jafnvel þótt repúblikanar ákvæðu að kæra Biden fyrir embættisbrot væru engar líkur á að því að hann yrði sakfelldur og vísað úr embætti í öldungadeildinni þar sem demókratar ráða ríkjum. Hvíta húsið hefur gert lítið úr rannsókn repúblikana og sakað þá um að reyna að ná fram hefndum eftir að demókratar kærður Donald Trump í tvígang fyrir embættisbrot á meðan hann var forseti.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03