Hafði gott af of löngu banni Stefán Árni Pálsson skrifar 20. ágúst 2024 08:01 Ragnar Bragi hefur verið frábær fyrir Fylki í sumar. vísir/arnar Fyrirliði Fylkis segir að hann hafi mögulega bara haft gott af óþarflega löngu leikbanni í Bestu-deild karla. Árbæingar ætla að halda sæti sínu í deildinni. Ragnar Bragi Sveinsson segir að sigur Fylkis á HK í Kórnum geti gefið liðinu enn meira en stigin þrjú í botnbaráttunni. Fylkir er eftir sigurinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 16 stig, tveimur stigum fyrir ofan HK, stigi á eftir Vestra og tveimur stigum frá KR. „Eins og gefur að skilja var þetta fáránlega mikilvægt fyrir okkur og sérstaklega í ljósi þess hvernig leikurinn fór á laugardaginn hjá Vestra á móti KR. Þetta var lífsnauðsynlegur sigur fyrir okkur og ég tala ekki um hvernig við unnum leikinn. Að lenda manni færri þegar það voru einhverjar fimmtíu og eitthvað mínútur búnar og þá hugsaði maður að þetta gæti verið djöfulsins brekka. En við bara þjöppum okkur saman og það gerist stundum þegar maður lendir einum færri, þá hugsar maður bara fokkit og keyrir á þetta.“ Mikið undir Halldór Jón Sigurður leikmaður Fylkis fékk rautt spjald í leiknum á sunnudagskvöldið, en Fylkir vann engu að síður manni færri. Í útsendingunni á Stöð 2 Sport sást vel að Ragnar var ekkert sérstaklega hrifinn af umræddu rauðu spjaldi. „Ég var kannski frekar svekktur þegar þetta gerist. Það kom smá vonleysi yfir mig. Við lendum í því að fá rautt spjald þarna líka í fyrra. Það eru miklar tilfinningar í þessu, enda mikið undir.“ Ragnar Bragi var í leikbanni í síðasta leik Fylkis gegn KA. Í leiknum þar á undan héldu Árbæingar aftur á móti að Ragnar væri einnig í banni og byrjaði hann því ekki þann leik þar sem allur undirbúningur þjálfarateymisins var með þeim formerkjum að Ragnar væri í banni. Menn áttuðu sig seint á því að hann væri einfaldlega ekki í banni í þeim leik. Ragnar hefur spilað vel fyrir Fylki á tímabilinu. „Ég var í toppstandi í leiknum þar sem ég fékk eiginlega tveggja leikja frí,“ segir Ragnar og hlær. „En þetta hefur í raun verið tröppugangurinn hjá mér síðan að Rúnar [Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis] tók við. Hann lætur okkur æfa meira heldur en aðrir þjálfarar. Svo tók maður margt í gegn varðandi undirbúning og mataræði, þar sem maður er ekki að yngjast í þessu.“ Besta deild karla Fylkir Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Sjá meira
Ragnar Bragi Sveinsson segir að sigur Fylkis á HK í Kórnum geti gefið liðinu enn meira en stigin þrjú í botnbaráttunni. Fylkir er eftir sigurinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 16 stig, tveimur stigum fyrir ofan HK, stigi á eftir Vestra og tveimur stigum frá KR. „Eins og gefur að skilja var þetta fáránlega mikilvægt fyrir okkur og sérstaklega í ljósi þess hvernig leikurinn fór á laugardaginn hjá Vestra á móti KR. Þetta var lífsnauðsynlegur sigur fyrir okkur og ég tala ekki um hvernig við unnum leikinn. Að lenda manni færri þegar það voru einhverjar fimmtíu og eitthvað mínútur búnar og þá hugsaði maður að þetta gæti verið djöfulsins brekka. En við bara þjöppum okkur saman og það gerist stundum þegar maður lendir einum færri, þá hugsar maður bara fokkit og keyrir á þetta.“ Mikið undir Halldór Jón Sigurður leikmaður Fylkis fékk rautt spjald í leiknum á sunnudagskvöldið, en Fylkir vann engu að síður manni færri. Í útsendingunni á Stöð 2 Sport sást vel að Ragnar var ekkert sérstaklega hrifinn af umræddu rauðu spjaldi. „Ég var kannski frekar svekktur þegar þetta gerist. Það kom smá vonleysi yfir mig. Við lendum í því að fá rautt spjald þarna líka í fyrra. Það eru miklar tilfinningar í þessu, enda mikið undir.“ Ragnar Bragi var í leikbanni í síðasta leik Fylkis gegn KA. Í leiknum þar á undan héldu Árbæingar aftur á móti að Ragnar væri einnig í banni og byrjaði hann því ekki þann leik þar sem allur undirbúningur þjálfarateymisins var með þeim formerkjum að Ragnar væri í banni. Menn áttuðu sig seint á því að hann væri einfaldlega ekki í banni í þeim leik. Ragnar hefur spilað vel fyrir Fylki á tímabilinu. „Ég var í toppstandi í leiknum þar sem ég fékk eiginlega tveggja leikja frí,“ segir Ragnar og hlær. „En þetta hefur í raun verið tröppugangurinn hjá mér síðan að Rúnar [Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis] tók við. Hann lætur okkur æfa meira heldur en aðrir þjálfarar. Svo tók maður margt í gegn varðandi undirbúning og mataræði, þar sem maður er ekki að yngjast í þessu.“
Besta deild karla Fylkir Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Sjá meira