Hafði gott af of löngu banni Stefán Árni Pálsson skrifar 20. ágúst 2024 08:01 Ragnar Bragi hefur verið frábær fyrir Fylki í sumar. vísir/arnar Fyrirliði Fylkis segir að hann hafi mögulega bara haft gott af óþarflega löngu leikbanni í Bestu-deild karla. Árbæingar ætla að halda sæti sínu í deildinni. Ragnar Bragi Sveinsson segir að sigur Fylkis á HK í Kórnum geti gefið liðinu enn meira en stigin þrjú í botnbaráttunni. Fylkir er eftir sigurinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 16 stig, tveimur stigum fyrir ofan HK, stigi á eftir Vestra og tveimur stigum frá KR. „Eins og gefur að skilja var þetta fáránlega mikilvægt fyrir okkur og sérstaklega í ljósi þess hvernig leikurinn fór á laugardaginn hjá Vestra á móti KR. Þetta var lífsnauðsynlegur sigur fyrir okkur og ég tala ekki um hvernig við unnum leikinn. Að lenda manni færri þegar það voru einhverjar fimmtíu og eitthvað mínútur búnar og þá hugsaði maður að þetta gæti verið djöfulsins brekka. En við bara þjöppum okkur saman og það gerist stundum þegar maður lendir einum færri, þá hugsar maður bara fokkit og keyrir á þetta.“ Mikið undir Halldór Jón Sigurður leikmaður Fylkis fékk rautt spjald í leiknum á sunnudagskvöldið, en Fylkir vann engu að síður manni færri. Í útsendingunni á Stöð 2 Sport sást vel að Ragnar var ekkert sérstaklega hrifinn af umræddu rauðu spjaldi. „Ég var kannski frekar svekktur þegar þetta gerist. Það kom smá vonleysi yfir mig. Við lendum í því að fá rautt spjald þarna líka í fyrra. Það eru miklar tilfinningar í þessu, enda mikið undir.“ Ragnar Bragi var í leikbanni í síðasta leik Fylkis gegn KA. Í leiknum þar á undan héldu Árbæingar aftur á móti að Ragnar væri einnig í banni og byrjaði hann því ekki þann leik þar sem allur undirbúningur þjálfarateymisins var með þeim formerkjum að Ragnar væri í banni. Menn áttuðu sig seint á því að hann væri einfaldlega ekki í banni í þeim leik. Ragnar hefur spilað vel fyrir Fylki á tímabilinu. „Ég var í toppstandi í leiknum þar sem ég fékk eiginlega tveggja leikja frí,“ segir Ragnar og hlær. „En þetta hefur í raun verið tröppugangurinn hjá mér síðan að Rúnar [Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis] tók við. Hann lætur okkur æfa meira heldur en aðrir þjálfarar. Svo tók maður margt í gegn varðandi undirbúning og mataræði, þar sem maður er ekki að yngjast í þessu.“ Besta deild karla Fylkir Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira
Ragnar Bragi Sveinsson segir að sigur Fylkis á HK í Kórnum geti gefið liðinu enn meira en stigin þrjú í botnbaráttunni. Fylkir er eftir sigurinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 16 stig, tveimur stigum fyrir ofan HK, stigi á eftir Vestra og tveimur stigum frá KR. „Eins og gefur að skilja var þetta fáránlega mikilvægt fyrir okkur og sérstaklega í ljósi þess hvernig leikurinn fór á laugardaginn hjá Vestra á móti KR. Þetta var lífsnauðsynlegur sigur fyrir okkur og ég tala ekki um hvernig við unnum leikinn. Að lenda manni færri þegar það voru einhverjar fimmtíu og eitthvað mínútur búnar og þá hugsaði maður að þetta gæti verið djöfulsins brekka. En við bara þjöppum okkur saman og það gerist stundum þegar maður lendir einum færri, þá hugsar maður bara fokkit og keyrir á þetta.“ Mikið undir Halldór Jón Sigurður leikmaður Fylkis fékk rautt spjald í leiknum á sunnudagskvöldið, en Fylkir vann engu að síður manni færri. Í útsendingunni á Stöð 2 Sport sást vel að Ragnar var ekkert sérstaklega hrifinn af umræddu rauðu spjaldi. „Ég var kannski frekar svekktur þegar þetta gerist. Það kom smá vonleysi yfir mig. Við lendum í því að fá rautt spjald þarna líka í fyrra. Það eru miklar tilfinningar í þessu, enda mikið undir.“ Ragnar Bragi var í leikbanni í síðasta leik Fylkis gegn KA. Í leiknum þar á undan héldu Árbæingar aftur á móti að Ragnar væri einnig í banni og byrjaði hann því ekki þann leik þar sem allur undirbúningur þjálfarateymisins var með þeim formerkjum að Ragnar væri í banni. Menn áttuðu sig seint á því að hann væri einfaldlega ekki í banni í þeim leik. Ragnar hefur spilað vel fyrir Fylki á tímabilinu. „Ég var í toppstandi í leiknum þar sem ég fékk eiginlega tveggja leikja frí,“ segir Ragnar og hlær. „En þetta hefur í raun verið tröppugangurinn hjá mér síðan að Rúnar [Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis] tók við. Hann lætur okkur æfa meira heldur en aðrir þjálfarar. Svo tók maður margt í gegn varðandi undirbúning og mataræði, þar sem maður er ekki að yngjast í þessu.“
Besta deild karla Fylkir Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira