Var jafnrétti í heiðri haft af ráðherra jafnréttismála? Erna Guðmundsdóttir skrifar 20. ágúst 2024 07:30 Með ákvörðun forsætisráðherra að flytja jafnréttis- og mannréttindamál frá forsætisráðuneytinu yfir á málefnasvið félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins er félags- og vinnumarkaðsráðherra falin yfirstjórn á sviði jafnréttismála. Mun breytingin taka gildi þann 1. september nk. Í nóvember 2023 kærði ég fyrir hönd umbjóðanda míns, Aldísar Guðnýjar Sigurðardóttur, ákvörðun Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra um að skipa karlmann í embætti ríkissáttasemjara til kærunefndar jafnréttismála. Aldís Guðný, var ásamt karlmanninum sem var skipaður í embættið, metin „mjög vel hæf“ af hæfnisnefnd. Umbjóðandi minn telur verulega ágalla vera á öllu ráðningarferlinu sem ekki verður farið yfir hér. Það sé hins vegar mat hennar að hæfasti umsækjandinn hafi ekki verið valinn miðað við fyrirliggjandi gögn í málinu. Ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna hafa beinlínis þann tilgang að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði sérstaklega. Þannig er í lögunum lögð sú skylda á atvinnurekendur að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og gæta þess að ekki sé gengið fram hjá hæfum konum við ráðningu í störf. Í henni felst að séu tveir umsækjendur um starf, og „hæfni“ þeirra er metin sú sama, skal leitast við að ráða það kynið sem á hallar á starfssviðinu. Frá því að embætti ríkissáttasemjara tók til starfa árið 1980 hefur einungis ein kona gegnt embætti ríkissáttasemjara á þessum 43 árum. Umbjóðandi minn telur að vinnumarkaðsráðherra, nú brátt jafnréttisráðherra, hafi ekki fært fram staðreyndir eða önnur gögn og upplýsingar sem sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið til grundvallar ákvörðun hans. Með því hafi hann mismunað umbjóðanda mínum sem umsækjanda um starf á grundvelli kyns og fari sú skipun gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Sú ákvörðun sé óforsvaranleg og ómálefnaleg miðað við þau lög sem gilda um ráðningar eða skipanir í embætti. Samkvæmt lögum um stjórnsýslu jafnréttismála er kærunefnd jafnréttismála skylt að kveða upp úrskurð eins fljótt og auðið er og eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að gagnaöflun er lokið. Er þessi regla í samræmi við málshraðareglu stjórnsýslulaga. Vegna anna hjá kærunefndinni hefur afgreiðsla málsins hins vegar tafist og því ekki ljóst hvenær vænta megi niðurstöðu hjá henni þrátt fyrir að gagnaöflun lauk í vor. Ljóst er að aðilar máls hafa að jafnaði brýna hagsmuni af því að mál hljóti hraða afgreiðslu. Á þetta ekki síst við í málum þar sem um verulega persónulega hagsmuni þeirra er að ræða. Kæran sem um ræðir í þessu máli, lýtur annars vegar að því hvort vinnumarkaðsráðherra/jafnréttisráðherra hafi brotið jafnréttislög og hins vegar hvort hæfasti umsækjandi um embætti ríkissáttasemjara hafi verið skipaður lögum samkvæmt. Skal tekið fram að þótt ákveðnar tafir á afgreiðslu máls umbjóðanda míns vegna málafjölda hjá kærunefndinni kunni að vera réttlætanlegar, leiðir það ekki til þess að margra mánaða tafir séu heimilar á slíkum grundvelli. Þegar jafnréttismálin voru á sínum tíma flutt yfir til forsætisráðuneytisins og á sérstaka skrifstofu jafnréttismála var það meðal annars vegna vægis jafnréttismála almennt og áherslu ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn. Þrátt fyrir þetta er staðan sú að kærunefnd jafnréttismála virðist ekki vera skapað það starfsumhverfi að hún geti framkvæmt þau verkefni sem henni eru falin innan lögmælts frests. Verður að gera þá kröfu að úr þessu verði bætt. Ábyrgðin á skipun í embætti ríkissáttasemjara er Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra/jafnréttisráðherra. Að mati umbjóðanda míns er mikilvægt að mál sem varðar það álitaefni hvort ráðherra sem mun fara með yfirstjórn jafnréttismála í landinu hafi brotið jafnréttislög eða ekki, sé sett í forgang. Svar þarf að liggja fyrir varðandi eftirfarandi spurningu: Var jafnrétti í heiðri haft af ráðherra jafnréttismála? Höfundur er lögmaður, eigandi Magistra lögfræðiþjónustu og ráðgjöf ehf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Með ákvörðun forsætisráðherra að flytja jafnréttis- og mannréttindamál frá forsætisráðuneytinu yfir á málefnasvið félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins er félags- og vinnumarkaðsráðherra falin yfirstjórn á sviði jafnréttismála. Mun breytingin taka gildi þann 1. september nk. Í nóvember 2023 kærði ég fyrir hönd umbjóðanda míns, Aldísar Guðnýjar Sigurðardóttur, ákvörðun Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra um að skipa karlmann í embætti ríkissáttasemjara til kærunefndar jafnréttismála. Aldís Guðný, var ásamt karlmanninum sem var skipaður í embættið, metin „mjög vel hæf“ af hæfnisnefnd. Umbjóðandi minn telur verulega ágalla vera á öllu ráðningarferlinu sem ekki verður farið yfir hér. Það sé hins vegar mat hennar að hæfasti umsækjandinn hafi ekki verið valinn miðað við fyrirliggjandi gögn í málinu. Ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna hafa beinlínis þann tilgang að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði sérstaklega. Þannig er í lögunum lögð sú skylda á atvinnurekendur að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og gæta þess að ekki sé gengið fram hjá hæfum konum við ráðningu í störf. Í henni felst að séu tveir umsækjendur um starf, og „hæfni“ þeirra er metin sú sama, skal leitast við að ráða það kynið sem á hallar á starfssviðinu. Frá því að embætti ríkissáttasemjara tók til starfa árið 1980 hefur einungis ein kona gegnt embætti ríkissáttasemjara á þessum 43 árum. Umbjóðandi minn telur að vinnumarkaðsráðherra, nú brátt jafnréttisráðherra, hafi ekki fært fram staðreyndir eða önnur gögn og upplýsingar sem sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið til grundvallar ákvörðun hans. Með því hafi hann mismunað umbjóðanda mínum sem umsækjanda um starf á grundvelli kyns og fari sú skipun gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Sú ákvörðun sé óforsvaranleg og ómálefnaleg miðað við þau lög sem gilda um ráðningar eða skipanir í embætti. Samkvæmt lögum um stjórnsýslu jafnréttismála er kærunefnd jafnréttismála skylt að kveða upp úrskurð eins fljótt og auðið er og eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að gagnaöflun er lokið. Er þessi regla í samræmi við málshraðareglu stjórnsýslulaga. Vegna anna hjá kærunefndinni hefur afgreiðsla málsins hins vegar tafist og því ekki ljóst hvenær vænta megi niðurstöðu hjá henni þrátt fyrir að gagnaöflun lauk í vor. Ljóst er að aðilar máls hafa að jafnaði brýna hagsmuni af því að mál hljóti hraða afgreiðslu. Á þetta ekki síst við í málum þar sem um verulega persónulega hagsmuni þeirra er að ræða. Kæran sem um ræðir í þessu máli, lýtur annars vegar að því hvort vinnumarkaðsráðherra/jafnréttisráðherra hafi brotið jafnréttislög og hins vegar hvort hæfasti umsækjandi um embætti ríkissáttasemjara hafi verið skipaður lögum samkvæmt. Skal tekið fram að þótt ákveðnar tafir á afgreiðslu máls umbjóðanda míns vegna málafjölda hjá kærunefndinni kunni að vera réttlætanlegar, leiðir það ekki til þess að margra mánaða tafir séu heimilar á slíkum grundvelli. Þegar jafnréttismálin voru á sínum tíma flutt yfir til forsætisráðuneytisins og á sérstaka skrifstofu jafnréttismála var það meðal annars vegna vægis jafnréttismála almennt og áherslu ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn. Þrátt fyrir þetta er staðan sú að kærunefnd jafnréttismála virðist ekki vera skapað það starfsumhverfi að hún geti framkvæmt þau verkefni sem henni eru falin innan lögmælts frests. Verður að gera þá kröfu að úr þessu verði bætt. Ábyrgðin á skipun í embætti ríkissáttasemjara er Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra/jafnréttisráðherra. Að mati umbjóðanda míns er mikilvægt að mál sem varðar það álitaefni hvort ráðherra sem mun fara með yfirstjórn jafnréttismála í landinu hafi brotið jafnréttislög eða ekki, sé sett í forgang. Svar þarf að liggja fyrir varðandi eftirfarandi spurningu: Var jafnrétti í heiðri haft af ráðherra jafnréttismála? Höfundur er lögmaður, eigandi Magistra lögfræðiþjónustu og ráðgjöf ehf
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun