Áfengisdrykkja ekki áberandi vandamál á Alþingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2024 12:01 Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson telja áfengisdrykkju ekki vandamál á Alþingi. vísir/Vilhelm Forsætisráðherra og fjármálaráðherra telja áfengisdrykkju ekki vera vandamál á Alþingi. Ólíklegt sé að fólk geti komist upp með það á átta flokka Alþingi sem sé ávallt í beinni útsendingu að fara drukkið í ræðupúlt Alþingis. Forseti Alþingis mun ítreka það við þingflokksformenn að menn gæti sín í sambandi við áfengisneyslu. Ákveðnir þingmenn hafi verið „fullþaulsetnir“ á veitingastöðum á lokadegi þingsins í júní. Umræða um áfengisneyslu þingmanna kemur til vegna ummæla Jódísar Skúladóttur þingmanns VG sem ofbauð drykkja við þinglok á Alþingi þann 22. júní síðastliðinn. Í viðtali við Samstöðina sagði hún það ekki boðlegt að þingmenn standi í ræðustól undir áhrifum. Hún tók upp málið í forsætisnefnd þingsins „Mér finnst þetta óvirðing við land og þjóð. Mér finnst þetta óvirðing við samstarfsfólkið og ég skil það alveg að langir dagar, langt fram á nætur, þetta er auðvitað erfitt og fólk finnur hjá sér þörf til að drekka. Stress og ofboðslega flókin mál í gangi,“ sagði Jódís á Samstöðinni í gær. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að telji forsætisnefnd tilefni til að taka málið upp verði það gert á þeim vettvangi. „Mér finnst mikil áfengisdrykkja ekki hafa verið einkennandi í þingstörfunum. Þvert á móti finnst mér þingheimur heilt yfir taka hlutverk sitt mjög alvarlega,“ segir Bjarni. „Menn geta rétt ímyndað sér í átta flokka Alþingi hvort það sé líklegt að menn komist upp með það að ganga um sótölvaðir, upp og niður úr ræðupúlti, án þess að það spyrjist út eða vekji athugasemdir eða kalli á eitthvert inngrip. Við erum að gera þetta fyrir opnum tjöldum, allt í beinni útsendingu. Lýðræðislegur vettvangur er þingið. Ég get ekki tekið undir að þetta sé áberandi vandamál á þinginu,“ segir Bjarni. Vel megi vera að einhver frávik hafi fundist hvort sem var við þinglok eða á síðustu árum. Hann hafi ekki orðið var við glaseyga þingmenn við afgreiðslu fjárlaga um jólin. „Ég kannast ekki við það. Það verður hver og einn að svara fyrir sig í því.“ Sigurður Ingi Jóhannsson segist hafa heyrt meiri sögur af drykkju á Alþingi í gamla daga, áður en hann settist á þing. „Ég var kannski ekki nógu mikið niðri í þingi til að geta metið nákvæmlega hvað var í gangi þarna. Ég vona nú að það sé orðum aukið að þetta hafi verið algengt. Ég varð allavega ekki var við það,“ segir Sigurður Ingi. Það hafi í það minnsta ekki verið það áberandi að það hafi orðið að sérstöku umræðuefni. „Örugglega hefur það komið fyrir einhvern einn og einn en ég held að það séu allir að vanda sig að vera ekki drukknir í vinnunni. Ég held að það sé ekki gott á nokkrum einum einasta vinnustað, og alls ekki á þessum.“ Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Forseti Alþingis mun ítreka það við þingflokksformenn að menn gæti sín í sambandi við áfengisneyslu. Ákveðnir þingmenn hafi verið „fullþaulsetnir“ á veitingastöðum á lokadegi þingsins í júní. Umræða um áfengisneyslu þingmanna kemur til vegna ummæla Jódísar Skúladóttur þingmanns VG sem ofbauð drykkja við þinglok á Alþingi þann 22. júní síðastliðinn. Í viðtali við Samstöðina sagði hún það ekki boðlegt að þingmenn standi í ræðustól undir áhrifum. Hún tók upp málið í forsætisnefnd þingsins „Mér finnst þetta óvirðing við land og þjóð. Mér finnst þetta óvirðing við samstarfsfólkið og ég skil það alveg að langir dagar, langt fram á nætur, þetta er auðvitað erfitt og fólk finnur hjá sér þörf til að drekka. Stress og ofboðslega flókin mál í gangi,“ sagði Jódís á Samstöðinni í gær. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að telji forsætisnefnd tilefni til að taka málið upp verði það gert á þeim vettvangi. „Mér finnst mikil áfengisdrykkja ekki hafa verið einkennandi í þingstörfunum. Þvert á móti finnst mér þingheimur heilt yfir taka hlutverk sitt mjög alvarlega,“ segir Bjarni. „Menn geta rétt ímyndað sér í átta flokka Alþingi hvort það sé líklegt að menn komist upp með það að ganga um sótölvaðir, upp og niður úr ræðupúlti, án þess að það spyrjist út eða vekji athugasemdir eða kalli á eitthvert inngrip. Við erum að gera þetta fyrir opnum tjöldum, allt í beinni útsendingu. Lýðræðislegur vettvangur er þingið. Ég get ekki tekið undir að þetta sé áberandi vandamál á þinginu,“ segir Bjarni. Vel megi vera að einhver frávik hafi fundist hvort sem var við þinglok eða á síðustu árum. Hann hafi ekki orðið var við glaseyga þingmenn við afgreiðslu fjárlaga um jólin. „Ég kannast ekki við það. Það verður hver og einn að svara fyrir sig í því.“ Sigurður Ingi Jóhannsson segist hafa heyrt meiri sögur af drykkju á Alþingi í gamla daga, áður en hann settist á þing. „Ég var kannski ekki nógu mikið niðri í þingi til að geta metið nákvæmlega hvað var í gangi þarna. Ég vona nú að það sé orðum aukið að þetta hafi verið algengt. Ég varð allavega ekki var við það,“ segir Sigurður Ingi. Það hafi í það minnsta ekki verið það áberandi að það hafi orðið að sérstöku umræðuefni. „Örugglega hefur það komið fyrir einhvern einn og einn en ég held að það séu allir að vanda sig að vera ekki drukknir í vinnunni. Ég held að það sé ekki gott á nokkrum einum einasta vinnustað, og alls ekki á þessum.“
Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira