Áfengisdrykkja ekki áberandi vandamál á Alþingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2024 12:01 Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson telja áfengisdrykkju ekki vandamál á Alþingi. vísir/Vilhelm Forsætisráðherra og fjármálaráðherra telja áfengisdrykkju ekki vera vandamál á Alþingi. Ólíklegt sé að fólk geti komist upp með það á átta flokka Alþingi sem sé ávallt í beinni útsendingu að fara drukkið í ræðupúlt Alþingis. Forseti Alþingis mun ítreka það við þingflokksformenn að menn gæti sín í sambandi við áfengisneyslu. Ákveðnir þingmenn hafi verið „fullþaulsetnir“ á veitingastöðum á lokadegi þingsins í júní. Umræða um áfengisneyslu þingmanna kemur til vegna ummæla Jódísar Skúladóttur þingmanns VG sem ofbauð drykkja við þinglok á Alþingi þann 22. júní síðastliðinn. Í viðtali við Samstöðina sagði hún það ekki boðlegt að þingmenn standi í ræðustól undir áhrifum. Hún tók upp málið í forsætisnefnd þingsins „Mér finnst þetta óvirðing við land og þjóð. Mér finnst þetta óvirðing við samstarfsfólkið og ég skil það alveg að langir dagar, langt fram á nætur, þetta er auðvitað erfitt og fólk finnur hjá sér þörf til að drekka. Stress og ofboðslega flókin mál í gangi,“ sagði Jódís á Samstöðinni í gær. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að telji forsætisnefnd tilefni til að taka málið upp verði það gert á þeim vettvangi. „Mér finnst mikil áfengisdrykkja ekki hafa verið einkennandi í þingstörfunum. Þvert á móti finnst mér þingheimur heilt yfir taka hlutverk sitt mjög alvarlega,“ segir Bjarni. „Menn geta rétt ímyndað sér í átta flokka Alþingi hvort það sé líklegt að menn komist upp með það að ganga um sótölvaðir, upp og niður úr ræðupúlti, án þess að það spyrjist út eða vekji athugasemdir eða kalli á eitthvert inngrip. Við erum að gera þetta fyrir opnum tjöldum, allt í beinni útsendingu. Lýðræðislegur vettvangur er þingið. Ég get ekki tekið undir að þetta sé áberandi vandamál á þinginu,“ segir Bjarni. Vel megi vera að einhver frávik hafi fundist hvort sem var við þinglok eða á síðustu árum. Hann hafi ekki orðið var við glaseyga þingmenn við afgreiðslu fjárlaga um jólin. „Ég kannast ekki við það. Það verður hver og einn að svara fyrir sig í því.“ Sigurður Ingi Jóhannsson segist hafa heyrt meiri sögur af drykkju á Alþingi í gamla daga, áður en hann settist á þing. „Ég var kannski ekki nógu mikið niðri í þingi til að geta metið nákvæmlega hvað var í gangi þarna. Ég vona nú að það sé orðum aukið að þetta hafi verið algengt. Ég varð allavega ekki var við það,“ segir Sigurður Ingi. Það hafi í það minnsta ekki verið það áberandi að það hafi orðið að sérstöku umræðuefni. „Örugglega hefur það komið fyrir einhvern einn og einn en ég held að það séu allir að vanda sig að vera ekki drukknir í vinnunni. Ég held að það sé ekki gott á nokkrum einum einasta vinnustað, og alls ekki á þessum.“ Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
Forseti Alþingis mun ítreka það við þingflokksformenn að menn gæti sín í sambandi við áfengisneyslu. Ákveðnir þingmenn hafi verið „fullþaulsetnir“ á veitingastöðum á lokadegi þingsins í júní. Umræða um áfengisneyslu þingmanna kemur til vegna ummæla Jódísar Skúladóttur þingmanns VG sem ofbauð drykkja við þinglok á Alþingi þann 22. júní síðastliðinn. Í viðtali við Samstöðina sagði hún það ekki boðlegt að þingmenn standi í ræðustól undir áhrifum. Hún tók upp málið í forsætisnefnd þingsins „Mér finnst þetta óvirðing við land og þjóð. Mér finnst þetta óvirðing við samstarfsfólkið og ég skil það alveg að langir dagar, langt fram á nætur, þetta er auðvitað erfitt og fólk finnur hjá sér þörf til að drekka. Stress og ofboðslega flókin mál í gangi,“ sagði Jódís á Samstöðinni í gær. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að telji forsætisnefnd tilefni til að taka málið upp verði það gert á þeim vettvangi. „Mér finnst mikil áfengisdrykkja ekki hafa verið einkennandi í þingstörfunum. Þvert á móti finnst mér þingheimur heilt yfir taka hlutverk sitt mjög alvarlega,“ segir Bjarni. „Menn geta rétt ímyndað sér í átta flokka Alþingi hvort það sé líklegt að menn komist upp með það að ganga um sótölvaðir, upp og niður úr ræðupúlti, án þess að það spyrjist út eða vekji athugasemdir eða kalli á eitthvert inngrip. Við erum að gera þetta fyrir opnum tjöldum, allt í beinni útsendingu. Lýðræðislegur vettvangur er þingið. Ég get ekki tekið undir að þetta sé áberandi vandamál á þinginu,“ segir Bjarni. Vel megi vera að einhver frávik hafi fundist hvort sem var við þinglok eða á síðustu árum. Hann hafi ekki orðið var við glaseyga þingmenn við afgreiðslu fjárlaga um jólin. „Ég kannast ekki við það. Það verður hver og einn að svara fyrir sig í því.“ Sigurður Ingi Jóhannsson segist hafa heyrt meiri sögur af drykkju á Alþingi í gamla daga, áður en hann settist á þing. „Ég var kannski ekki nógu mikið niðri í þingi til að geta metið nákvæmlega hvað var í gangi þarna. Ég vona nú að það sé orðum aukið að þetta hafi verið algengt. Ég varð allavega ekki var við það,“ segir Sigurður Ingi. Það hafi í það minnsta ekki verið það áberandi að það hafi orðið að sérstöku umræðuefni. „Örugglega hefur það komið fyrir einhvern einn og einn en ég held að það séu allir að vanda sig að vera ekki drukknir í vinnunni. Ég held að það sé ekki gott á nokkrum einum einasta vinnustað, og alls ekki á þessum.“
Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira