Mæld verðbólga meiri ef Hagstofan hefði ekki skipt um kúrs Eiður Þór Árnason skrifar 20. ágúst 2024 13:15 Hagstofa Íslands fékk betri yfirsýn yfir verð á leigumarkaði eftir að öllum var gert að skrá nýja leigusamninga í húsnæðisgrunn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Hagstofan tók svo upp nýja mælingaraðferð sem byggði á þessum upplýsingum. Vísir/Vilhelm Verðbólga mælist nú minni eftir að Hagstofan breytti því hvernig hún mælir húsnæðiskostnað, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Verðbólga mældist 6,3 prósent í júlímánuði en hefði líklega verið nær sjö prósentum með gömlu aðferðinni. Í stað þess að reikna búsetukostnað út frá íbúðaverði auk vaxtakostnaðar og afskrifta er hann nú áætlaður út frá leiguverði á sambærilegum íbúðum á sama svæði. Miklar hækkanir hafa verið á íbúðaverði sem koma skýrar fram í gömlu mælingunni og hafa þannig meiri áhrif á verðbólgumælinguna. Verðbólga mælst 6,1 prósent en ekki 5,8 Fyrst var notast við nýju aðferðina í júní þegar mæld verðbólga minnkaði úr 6,2% í 5,8%. Á sama tíma hækkaði húsnæðisliður mælingarinnar um 0,8% milli mánaða en vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis, sem Hagstofan studdist við áður, um 1,44%. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Miðað við útreikninga bankans hefðu um 0,5 prósentustig bæst við hækkun vísitölu markaðsverðs íbúðarhúsnæðis í gömlu aðferðinni, vegna þátta á borð við vexti og afskriftir. Samanlagt hefði reiknuð leiga því mögulega hækkað um 1,94% með gömlu aðferðinni, en ekki 0,8% eins og raunin varð með þeirri nýju. Verðbólga í júní hefði miðað við það mælst 6,1% en ekki 5,8%. Í júlí hækkaði mæld verðbólga úr 5,8% í 6,3% en liðurinn reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,46% á milli mánaða með nýju aðferðinni. Að sögn Hagfræðideildar Landsbankans hækkaði vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis á sama tíma um 2,05% og með vaxtalið hefði reiknuð húsaleiga hækkað um 2,55% með gömlu aðferðinni. Verðbólga hefði þannig hækkað úr 6,1% í 6,9% í júlí, í stað þess að mælast 6,3%. Mæld verðbólga geti lækkað þegar olíu- og bensíngjöld verða felld niður „Reiknaða húsaleigu má túlka sem leiguverðið sem húsnæðiseigandi myndi borga fyrir íbúðina sína,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Gamla aðferð Hagstofunnar hafi byggt á markaðsverði íbúðarhúsnæðis sem var fengið út frá nýþinglýstum kaupsamningum, ásamt vaxtakostnaði, afskriftum og fleira. Fram kemur í Hagsjánni að með aðgengi að betri gögnum geti Hagstofan nú í staðinn mælt markaðsverð leiguhúsnæðis og borið saman við sambærilegar eignaríbúðir. Hagstofan er sögð telja nýju aðferðina ná betur yfir það sem hún eigi að mæla og að mælingin komi almennt til með að sveiflast minna á milli mánaða. Hagfræðideild Landsbankans áréttar að aðeins tvær verðbólgumælingar hafi birst með þessari nýju aðferð og því erfitt að segja til um hver langtímaþróunin verði. Telur deildin líkt og Hagstofan líklegt að mælingar verði stöðugri yfir tíma. Stjórnvöld hyggjast taka upp kílómetragjald fyrir öll ökutæki um næstu áramót og í staðinn fella niður olíu- og bensíngjöld. Talið er að sú breyting komi til með að lækka verð á bensíni og dísilolíu og jafnframt hafa áhrif á verðbólgumælingar ef nýja gjaldið verður ekki tekið inn í verðmælingar í staðinn. Verðlag Landsbankinn Tengdar fréttir Húsnæðisliðnum um að kenna en von á breytingum Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, hækkar um 0,80 prósent frá fyrri mánuði. Verðbólga er 6,8 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig milli mánaða. Hagfræðingur kennir húsnæðisliðnum um. 26. mars 2024 12:15 Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Í stað þess að reikna búsetukostnað út frá íbúðaverði auk vaxtakostnaðar og afskrifta er hann nú áætlaður út frá leiguverði á sambærilegum íbúðum á sama svæði. Miklar hækkanir hafa verið á íbúðaverði sem koma skýrar fram í gömlu mælingunni og hafa þannig meiri áhrif á verðbólgumælinguna. Verðbólga mælst 6,1 prósent en ekki 5,8 Fyrst var notast við nýju aðferðina í júní þegar mæld verðbólga minnkaði úr 6,2% í 5,8%. Á sama tíma hækkaði húsnæðisliður mælingarinnar um 0,8% milli mánaða en vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis, sem Hagstofan studdist við áður, um 1,44%. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Miðað við útreikninga bankans hefðu um 0,5 prósentustig bæst við hækkun vísitölu markaðsverðs íbúðarhúsnæðis í gömlu aðferðinni, vegna þátta á borð við vexti og afskriftir. Samanlagt hefði reiknuð leiga því mögulega hækkað um 1,94% með gömlu aðferðinni, en ekki 0,8% eins og raunin varð með þeirri nýju. Verðbólga í júní hefði miðað við það mælst 6,1% en ekki 5,8%. Í júlí hækkaði mæld verðbólga úr 5,8% í 6,3% en liðurinn reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,46% á milli mánaða með nýju aðferðinni. Að sögn Hagfræðideildar Landsbankans hækkaði vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis á sama tíma um 2,05% og með vaxtalið hefði reiknuð húsaleiga hækkað um 2,55% með gömlu aðferðinni. Verðbólga hefði þannig hækkað úr 6,1% í 6,9% í júlí, í stað þess að mælast 6,3%. Mæld verðbólga geti lækkað þegar olíu- og bensíngjöld verða felld niður „Reiknaða húsaleigu má túlka sem leiguverðið sem húsnæðiseigandi myndi borga fyrir íbúðina sína,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Gamla aðferð Hagstofunnar hafi byggt á markaðsverði íbúðarhúsnæðis sem var fengið út frá nýþinglýstum kaupsamningum, ásamt vaxtakostnaði, afskriftum og fleira. Fram kemur í Hagsjánni að með aðgengi að betri gögnum geti Hagstofan nú í staðinn mælt markaðsverð leiguhúsnæðis og borið saman við sambærilegar eignaríbúðir. Hagstofan er sögð telja nýju aðferðina ná betur yfir það sem hún eigi að mæla og að mælingin komi almennt til með að sveiflast minna á milli mánaða. Hagfræðideild Landsbankans áréttar að aðeins tvær verðbólgumælingar hafi birst með þessari nýju aðferð og því erfitt að segja til um hver langtímaþróunin verði. Telur deildin líkt og Hagstofan líklegt að mælingar verði stöðugri yfir tíma. Stjórnvöld hyggjast taka upp kílómetragjald fyrir öll ökutæki um næstu áramót og í staðinn fella niður olíu- og bensíngjöld. Talið er að sú breyting komi til með að lækka verð á bensíni og dísilolíu og jafnframt hafa áhrif á verðbólgumælingar ef nýja gjaldið verður ekki tekið inn í verðmælingar í staðinn.
Verðlag Landsbankinn Tengdar fréttir Húsnæðisliðnum um að kenna en von á breytingum Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, hækkar um 0,80 prósent frá fyrri mánuði. Verðbólga er 6,8 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig milli mánaða. Hagfræðingur kennir húsnæðisliðnum um. 26. mars 2024 12:15 Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Húsnæðisliðnum um að kenna en von á breytingum Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, hækkar um 0,80 prósent frá fyrri mánuði. Verðbólga er 6,8 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig milli mánaða. Hagfræðingur kennir húsnæðisliðnum um. 26. mars 2024 12:15
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent