Táraflóð eftir óvænt atriði brúðgumans Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 22. ágúst 2024 07:02 Rakel og Rannver kynntust árið 2020 í gegnum frænku Rannvers sem er jafntfram ein besta vinkona Rakelar. Thelma Arngríms Rakel Orradóttir, markþjálfi og áhrifavaldur, og Rannver Sigurjónsson kírópraktor, giftu sig við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju 17. ágúst síðastliðinn. Nýbökuðu hjónin svífa um á bleiku skýi og njóta nú hveitibrauðsdaganna á fimm stjörnu hóteli á grísku eyjunni Krít. Lífið á Vísi ræddi við hjúin um ástina og stóra daginn. Bónorð við Gardavatn Hjónin trúlofuðu sig í september 2022, tveimur árum eftir að þau kynntust. „Við vorum úti á Ítalíu með vinahópnum okkar, eitt kvöldið vorum við Rannver tvö ein að rölta við Gardavatnið, hann fer þar á skeljarnar og ég sagði JÁ,“ segir Rakel og brosir. Thelma Arngríms Athöfnin fór fram í Hallgrímskirkju þar sem vinur hjónanna, Theodór Francis Birgisson, prestur og pararáðgjafi hjá Lausninni, gaf þau saman. „Hann þekkir okkur inn að hjarta svo það var ofboðslega dýrmætt að fá hann til þess að gefa okkur saman,“ segir Rakel. Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Hvar á ég að byrja? Dagurinn var fullkominn í alla staði, við erum svífandi um á bleiku skýi og enn að meðtaka það hversu góður brúðkaupsdagurinn var. Thelma Arngríms Það mætti segja að dagurinn hafi einkennst af hlátri, tárum, ást og brjálæðislega miklu stuði. Dagurinn byrjaði í sitthvoru lagi, ég og stelpurnar okkar höfðum okkur til heima hjá Gerði vinkonu minni og Rannver og strákurinn okkar voru heima að hafa sig til. Athöfnin sjálf var draumi líkast, á meðan gestirnir voru að mæta spilaði hún Chrissie á fiðlu, ég gekk svo inn við lagið A whole new world úr Aladdin, Tinna vinkona mín, frænka Rannvers söng lagið Can't help falling in love og Edgar Smári söng lagið okkar sem er Million Dreams. Thelma Arngríms Veislan var haldin í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni. Rakel segir gleði, stuð og stemningu hafa einkennt kvöldið en Viktor bróðir Rannvers var veislustjóri kvöldsins og hélt stemningunni á lofti með glæsibrag. Tónlistaratriði veislunnar voru vægast sagt á persónulegum nótum. Vinkona þeirra hjóna, Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir og ystir hennar Gréta Salóme, fluttu frumsamið lag um ástina. Auk þess kom Rannver sinni heittelskuðu á óvart með því stíga á svið þar sem hann söng lagið Amazed, flutningur sem hreyfði við gestum og framkallaði nokkur gleðitár. Fór langur tími í undirbúning? Það mætti segja að formlegur undirbúningur hafi byrjað 14 mánuðum fyrir brúðkaupið. Þá bókuðum við svona það helsta sem við vildum vera viss um að fá, Thelmu Arngríms ljósmyndara, Anítu brúðkaupsskipuleggjanda hjá Nala weddings og Kirkjuna. Thelma Arngríms Við vorum ekki sjálf í undirbúningnum nema þá til að vera með fingurnar með í ferlinu, Aníta okkar og hennar teymi sá algjörlega um ferli, á meðan fengum við bara að njóta með. Við mælum svo 100% með því að fá fagfólk eins og þau til þess að halda utanum þetta ferli til þess að gera það streytulaust og skemmtilegt. Fóruð þið eftir gömlum brúðkaupshefðum? Mér finnst ofboðslega gaman að spá í hefðum og gömlum siðum og hvaðan þeir koma, eins og það að skera kökuna saman, það á að vera fyrsta sameiginlega verkefni nýgiftra hjóna sem endar í fögnuði, sömuleiðis fékk Rannver ekki að sjá kjólinn minn fyrir athöfn, en sú hefð er mjög gömul og kemur frá þeim dögum er hjón fengu ekki að velja makann sinn og brúðgumi fékk ekki að sjá brúðina fyrirfram til þess að geta ekki hætt við. Thelma Arngríms Annars erum við á því að við sköpum okkar eigin lukku og engin hefð eða athöfn getur haft áhrif á okkar lukku. Var eitthvað þema í brúðkaupinu? Það mætti segja svart og hvítt og rómantík, salurinn var allur skreyttur með hvítu efni, svartir kertastjakar með hvítum kertum og svartar slaufur sem fengu að njóta sín á borðum og glösum. Svo vorum við með ljósa seríur sem voru í lofti og veggjum og gáfu þessa rómantísku stemningu. Thelma Arngríms Hvaðan voru fötin ykkar? Rannver var í sérsaumuðum tuxedo frá Suit up og ég var í kjól frá Eva Lendel sem ég keypti erlendis frá. Thelma Arngríms Hvað stóð upp úr á deginum? Vá, dagurinn sjálfur er í hæstu hæðum eins og hann leggur sig! En ef eg þarf að velja eitthvað, þá myndi ég segja söngurinn frá Rannver en hann kom mér svo í opna skjöldu með söngnum sem var svo flottur, og ræðan sem hún Lilja Marý stelpan okkar hélt, það var ekki þurr tárakirtill í salnum á meðan. Athöfnin sjálf sömuleiðis, ólýsanlegar tilfinningar þar. Svo bara orkan frá fólkinu okkar, það er ekkert dýrmætara en að vera með allt uppáhalds fólkið sitt á sama staðnum að fagna ástinni, það er ómetanlegt. Ástin og lífið Tímamót Brúðkaup Tengdar fréttir „Eins og verstu unglingar í sleepover“ Rakel Orradóttir, markþjálfi og áhrifavaldur, og Rannver Sigurjónsson kírópraktor kynntust fyrir fjórum árum í gegnum Instagram þegar Rakel fór að fylgja honum á miðlinum. Eftir fyrsta stefnumótið kviknaði ástin á milli þeirra. Síðan þá hafa þau verið óaðskiljanleg. 8. maí 2024 07:00 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Bónorð við Gardavatn Hjónin trúlofuðu sig í september 2022, tveimur árum eftir að þau kynntust. „Við vorum úti á Ítalíu með vinahópnum okkar, eitt kvöldið vorum við Rannver tvö ein að rölta við Gardavatnið, hann fer þar á skeljarnar og ég sagði JÁ,“ segir Rakel og brosir. Thelma Arngríms Athöfnin fór fram í Hallgrímskirkju þar sem vinur hjónanna, Theodór Francis Birgisson, prestur og pararáðgjafi hjá Lausninni, gaf þau saman. „Hann þekkir okkur inn að hjarta svo það var ofboðslega dýrmætt að fá hann til þess að gefa okkur saman,“ segir Rakel. Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Hvar á ég að byrja? Dagurinn var fullkominn í alla staði, við erum svífandi um á bleiku skýi og enn að meðtaka það hversu góður brúðkaupsdagurinn var. Thelma Arngríms Það mætti segja að dagurinn hafi einkennst af hlátri, tárum, ást og brjálæðislega miklu stuði. Dagurinn byrjaði í sitthvoru lagi, ég og stelpurnar okkar höfðum okkur til heima hjá Gerði vinkonu minni og Rannver og strákurinn okkar voru heima að hafa sig til. Athöfnin sjálf var draumi líkast, á meðan gestirnir voru að mæta spilaði hún Chrissie á fiðlu, ég gekk svo inn við lagið A whole new world úr Aladdin, Tinna vinkona mín, frænka Rannvers söng lagið Can't help falling in love og Edgar Smári söng lagið okkar sem er Million Dreams. Thelma Arngríms Veislan var haldin í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni. Rakel segir gleði, stuð og stemningu hafa einkennt kvöldið en Viktor bróðir Rannvers var veislustjóri kvöldsins og hélt stemningunni á lofti með glæsibrag. Tónlistaratriði veislunnar voru vægast sagt á persónulegum nótum. Vinkona þeirra hjóna, Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir og ystir hennar Gréta Salóme, fluttu frumsamið lag um ástina. Auk þess kom Rannver sinni heittelskuðu á óvart með því stíga á svið þar sem hann söng lagið Amazed, flutningur sem hreyfði við gestum og framkallaði nokkur gleðitár. Fór langur tími í undirbúning? Það mætti segja að formlegur undirbúningur hafi byrjað 14 mánuðum fyrir brúðkaupið. Þá bókuðum við svona það helsta sem við vildum vera viss um að fá, Thelmu Arngríms ljósmyndara, Anítu brúðkaupsskipuleggjanda hjá Nala weddings og Kirkjuna. Thelma Arngríms Við vorum ekki sjálf í undirbúningnum nema þá til að vera með fingurnar með í ferlinu, Aníta okkar og hennar teymi sá algjörlega um ferli, á meðan fengum við bara að njóta með. Við mælum svo 100% með því að fá fagfólk eins og þau til þess að halda utanum þetta ferli til þess að gera það streytulaust og skemmtilegt. Fóruð þið eftir gömlum brúðkaupshefðum? Mér finnst ofboðslega gaman að spá í hefðum og gömlum siðum og hvaðan þeir koma, eins og það að skera kökuna saman, það á að vera fyrsta sameiginlega verkefni nýgiftra hjóna sem endar í fögnuði, sömuleiðis fékk Rannver ekki að sjá kjólinn minn fyrir athöfn, en sú hefð er mjög gömul og kemur frá þeim dögum er hjón fengu ekki að velja makann sinn og brúðgumi fékk ekki að sjá brúðina fyrirfram til þess að geta ekki hætt við. Thelma Arngríms Annars erum við á því að við sköpum okkar eigin lukku og engin hefð eða athöfn getur haft áhrif á okkar lukku. Var eitthvað þema í brúðkaupinu? Það mætti segja svart og hvítt og rómantík, salurinn var allur skreyttur með hvítu efni, svartir kertastjakar með hvítum kertum og svartar slaufur sem fengu að njóta sín á borðum og glösum. Svo vorum við með ljósa seríur sem voru í lofti og veggjum og gáfu þessa rómantísku stemningu. Thelma Arngríms Hvaðan voru fötin ykkar? Rannver var í sérsaumuðum tuxedo frá Suit up og ég var í kjól frá Eva Lendel sem ég keypti erlendis frá. Thelma Arngríms Hvað stóð upp úr á deginum? Vá, dagurinn sjálfur er í hæstu hæðum eins og hann leggur sig! En ef eg þarf að velja eitthvað, þá myndi ég segja söngurinn frá Rannver en hann kom mér svo í opna skjöldu með söngnum sem var svo flottur, og ræðan sem hún Lilja Marý stelpan okkar hélt, það var ekki þurr tárakirtill í salnum á meðan. Athöfnin sjálf sömuleiðis, ólýsanlegar tilfinningar þar. Svo bara orkan frá fólkinu okkar, það er ekkert dýrmætara en að vera með allt uppáhalds fólkið sitt á sama staðnum að fagna ástinni, það er ómetanlegt.
Ástin og lífið Tímamót Brúðkaup Tengdar fréttir „Eins og verstu unglingar í sleepover“ Rakel Orradóttir, markþjálfi og áhrifavaldur, og Rannver Sigurjónsson kírópraktor kynntust fyrir fjórum árum í gegnum Instagram þegar Rakel fór að fylgja honum á miðlinum. Eftir fyrsta stefnumótið kviknaði ástin á milli þeirra. Síðan þá hafa þau verið óaðskiljanleg. 8. maí 2024 07:00 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
„Eins og verstu unglingar í sleepover“ Rakel Orradóttir, markþjálfi og áhrifavaldur, og Rannver Sigurjónsson kírópraktor kynntust fyrir fjórum árum í gegnum Instagram þegar Rakel fór að fylgja honum á miðlinum. Eftir fyrsta stefnumótið kviknaði ástin á milli þeirra. Síðan þá hafa þau verið óaðskiljanleg. 8. maí 2024 07:00