Arkitektastofan Populous sá um teikningarnar en hún hefur einnig verið fengin til að hanna nýjan og endurbættan Old Trafford, heimavöll Manchester United.
Leikvangurinn mun heita Grand Stade Hassan II eftir fyrrum konungi Marokkó og verður staðsettur í um 40 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Casablanca.

Helsta tilefni byggingarinnar er HM 2030, sem Marokkó heldur með Spáni og Portúgal, leikvangurinn verður síðan nýttur sem heimavöllur tveggja liða í nágrenninu.
Fjármagn hefur þegar verið tryggt og framkvæmdir munu hefjast síðar á árinu.

Völlurinn er engin smá smíði og álgrind mun hylja svæðið í kringum leikvanginn til að skýla gestum frá hita. Hann verður sá stærsti sinnar tegundar, einn leikvangur á heimsvísu trompar honum en það er krikket-völlurinn Narendra Modi á Indlandi sem tekur 132.000 manns í sæti.
Auk þess að vera starfrækur sem fótboltavöllur mun leikvangurinn nýtast undir ýmsa aðra starfsemi og þjónustu.
