Engin salernisaðstaða við Kerið þrátt fyrir hagnað og ellefu ára gjaldtöku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 13:16 Ásgeir Baldurs forstjóri Arctic Adventures sem á Kerið segir á dagskránni að reisa þjónustumiðstöð við Kerið og salernisaðstöðu. Engin salerni eru á svæðinu þrátt fyrir að ferðamenn hafi greitt gjald af því í ellefu ár. Vísir/Berghildur Þrátt fyrir að fyrrverandi og núverandi eigendur Kersins hafi tekið gjald af ferðamönnum í ellefu ár er ekki boðið upp á neina þjónustu á svæðinu eins og salernisaðstöðu. Forstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures segir fyrirhugað að reisa þjónustumiðstöð á svæðinu á næstu árum. Ferðamenn þurfa í æ ríkari mæli að greiða gjald að náttúrunni hér á landi. Þannig er byrjað að rukka fyrir bílastæði við hátt í þrjátíu náttúruperlur en engin heldur utan um á hvaða svæðum slík gjaldtaka fer fram og í hvað hún er ætluð. Þá er víða gjaldtaka í formi aðgangseyris. Ferðamálastjóri sagði í vikunni nauðsynlegt að koma böndum á þetta og að þeir sem taki upp slík gjöld bjóði þá upp á viðhald og þjónustu á svæðunum. Gjöldin skila gríðarlegum tekjum Þjóðgarðsvörður sagði í fréttum í gær að ráðgert sé að bílastæðagjaldið á Þingvöllum skili þjóðgarðinum um tvö hundruð milljónum króna á þessu ári. Bílastæðagjöld standi undir einum fjórða af rekstrarkostnaði og viðhaldi innan þjóðgarðsins. Þau skili engum hagnaði. Hann tók undir með ferðamálastjóra að slík gjöld eigi að fara í uppbyggingu, rekstur og þjónustu við náttúruperlur. Þá kom fram að Hveragerðisbær áætlar að tekjur af bílastæðagjöldum í Reykjadal á þessu ári nemi um fjörutíu milljónum króna. Þær standi undir uppbyggingu á svæðinu. Eitt fyrsta gjaldsvæðið en ekkert salerni Kerfélagið sem átti Kerið frá 2008-2023 var meðal þeirra allra fyrstu til að taka aðgangseyri af ferðamönnum árið 2013. Samkvæmt ársreikningum skilaði félagið tug milljón króna hagnaði flest öll árin sem það rak Kerið. Eigendurnir seldu Kerið til Arctic Adventures á síðasta ári en engin salernisaðstaða hefur verið byggð upp á svæðinu þau ellefu ár sem gjaldtaka hefur verið í gangi þar. Stjórnendur Arctic Adventures sögðu við kaupin í fyrra að reisa ætti þjónustuhús á svæðinu og salernisaðstöðu. Engin ákvörðun um bílastæðagjald Ásgeir Baldurs forstjóri Arctic Adventures býst við að það takist að reisa þjónustuhúsið á næsta ári. „Við erum að vinna að því að hanna þjónustuhús erum búin að ráða arkitekt og gera þarfagreiningu. Vonandi verður hægt að hefja framkvæmdir á þessu eða næsta ári. Við erum líka að huga að leyfismálum,“ segir hann. Hann segir fyrirtækið sé nú þegar að sinna þjónustu á svæðinu með viðhaldi á stígum og stækkun bílastæðis. „Þjónusta er meira en þjónustuhús og salerni. Það er verið að viðhalda stígum þarna og stækka bílastæði. Þá er verið að reyna tryggja að aðgengi sé öruggt,“ segir hann. Aðspurður um hvort fyrirtækið hyggist líka taka upp bílastæðagjald við áfangastaðinn svarar Ásgeir: „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það. Það hefur reynst ágætlega að rukka aðgang að Kerinu.“ Gefur ekki upp kaupverð Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Kerið á hverju ári og því miklir tekjumöguleikar á svæðinu. Fyrrverandi eigandi Kersins gaf upp í Dagmálum fyrir nokkrum árum að hann og félagar hefðu keypt Kerið fyrir tíu milljónir króna árið 2008 sem samsvarar um þrjátíu milljónum króna að núvirði. Ásgeir vill ekki gefa upp hvað Arctic Adventure greiddi fyrrverandi eigendum fyrir Kerið á síðasta ári. „Verðið er trúnaðarmál. Þetta voru viðskipti milli einkaðila og þess vegna er það ekki gefið upp,“ segir Ásgeir. Ferðamennska á Íslandi Fjármálamarkaðir Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Sjá meira
Ferðamenn þurfa í æ ríkari mæli að greiða gjald að náttúrunni hér á landi. Þannig er byrjað að rukka fyrir bílastæði við hátt í þrjátíu náttúruperlur en engin heldur utan um á hvaða svæðum slík gjaldtaka fer fram og í hvað hún er ætluð. Þá er víða gjaldtaka í formi aðgangseyris. Ferðamálastjóri sagði í vikunni nauðsynlegt að koma böndum á þetta og að þeir sem taki upp slík gjöld bjóði þá upp á viðhald og þjónustu á svæðunum. Gjöldin skila gríðarlegum tekjum Þjóðgarðsvörður sagði í fréttum í gær að ráðgert sé að bílastæðagjaldið á Þingvöllum skili þjóðgarðinum um tvö hundruð milljónum króna á þessu ári. Bílastæðagjöld standi undir einum fjórða af rekstrarkostnaði og viðhaldi innan þjóðgarðsins. Þau skili engum hagnaði. Hann tók undir með ferðamálastjóra að slík gjöld eigi að fara í uppbyggingu, rekstur og þjónustu við náttúruperlur. Þá kom fram að Hveragerðisbær áætlar að tekjur af bílastæðagjöldum í Reykjadal á þessu ári nemi um fjörutíu milljónum króna. Þær standi undir uppbyggingu á svæðinu. Eitt fyrsta gjaldsvæðið en ekkert salerni Kerfélagið sem átti Kerið frá 2008-2023 var meðal þeirra allra fyrstu til að taka aðgangseyri af ferðamönnum árið 2013. Samkvæmt ársreikningum skilaði félagið tug milljón króna hagnaði flest öll árin sem það rak Kerið. Eigendurnir seldu Kerið til Arctic Adventures á síðasta ári en engin salernisaðstaða hefur verið byggð upp á svæðinu þau ellefu ár sem gjaldtaka hefur verið í gangi þar. Stjórnendur Arctic Adventures sögðu við kaupin í fyrra að reisa ætti þjónustuhús á svæðinu og salernisaðstöðu. Engin ákvörðun um bílastæðagjald Ásgeir Baldurs forstjóri Arctic Adventures býst við að það takist að reisa þjónustuhúsið á næsta ári. „Við erum að vinna að því að hanna þjónustuhús erum búin að ráða arkitekt og gera þarfagreiningu. Vonandi verður hægt að hefja framkvæmdir á þessu eða næsta ári. Við erum líka að huga að leyfismálum,“ segir hann. Hann segir fyrirtækið sé nú þegar að sinna þjónustu á svæðinu með viðhaldi á stígum og stækkun bílastæðis. „Þjónusta er meira en þjónustuhús og salerni. Það er verið að viðhalda stígum þarna og stækka bílastæði. Þá er verið að reyna tryggja að aðgengi sé öruggt,“ segir hann. Aðspurður um hvort fyrirtækið hyggist líka taka upp bílastæðagjald við áfangastaðinn svarar Ásgeir: „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það. Það hefur reynst ágætlega að rukka aðgang að Kerinu.“ Gefur ekki upp kaupverð Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Kerið á hverju ári og því miklir tekjumöguleikar á svæðinu. Fyrrverandi eigandi Kersins gaf upp í Dagmálum fyrir nokkrum árum að hann og félagar hefðu keypt Kerið fyrir tíu milljónir króna árið 2008 sem samsvarar um þrjátíu milljónum króna að núvirði. Ásgeir vill ekki gefa upp hvað Arctic Adventure greiddi fyrrverandi eigendum fyrir Kerið á síðasta ári. „Verðið er trúnaðarmál. Þetta voru viðskipti milli einkaðila og þess vegna er það ekki gefið upp,“ segir Ásgeir.
Ferðamennska á Íslandi Fjármálamarkaðir Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Sjá meira