Ten Hag til leikmanna Man. Utd: Ekki fara í fýlu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2024 09:31 Joshua Zirkzee kemur inn á sem varamaður í fyrsta leik Manchester United á tímabilinu sem var á móti Fulham. Zirkzee átti eftir að skora sigurmarkið í leiknum. Getty/Robbie Jay Barratt Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur varað sína leikmenn við því að það sé mun meiri samkeppni í liðinu í vetur heldur en á síðasta tímabili. United hefur keypt fullt af leikmönnum í sumar en félagið hefur eytt meira en 130 milljónum punda samanlagt í þá Joshua Zirkzee, Leny Yoro, Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui. Það er líka enn góður möguleiki á því að miðjumaðurinn Manuel Ugarte komi frá Paris Saint-Germain áður en félagaskiptaglugginn lokar. Ten Hag segir að stærri og öflugri leikmannahópur þýði að leikmenn þurfi stundum að sætta sig við það að vera á hliðarlínunni. BBC segir frá. „Við erum með góðan leikmannahóp og ég vonast til að vera með tvo leikmenn í hverja stöðu. Það þýðir líka að þú getur ekki valið alla leikmenn í liðið. Þú þarft á þeim að halda allt tímabilið því þeir hæfustu munu lifa af á þessu tímabili,“ sagði Ten Hag „Við verðum að stýra álaginu en hugarfar leikmanna er einnig mikilvægt. Stundum verða þeir svekktir með að fá ekki að spila en þeir verða að takast á við það með réttum hætti,“ sagði Ten Hag og skilaboðin eru skýr: Ekki fara í fýlu. Daily Mail sló þessu upp í morgun eins og sjá má hér fyrir neðan. Daily Mail Meiðsli og annað vesen hafa séð til þess að Ten Hag hefur sjaldan verið með fullan leikmannahóp í boði þegar hann stillir upp byrjunarliði sínu. Það verður því fróðlegt að sjá hverjir spila, hverjir spilar næstum því alltaf og hvort að einhverjir leikmanna hans fari hreinlega í fýlu missi þeir sæti sitt í liðinu. „Þú vinnur ekkert með ellefu leikmönnum. Þú vinnur með öllum leikmannahópnum. Úrslitin ráðast í maí og þangað til þurfum við á því að halda að allir leikmenn í hópnum séu tilbúnir og með rétta hugarfarið,“ sagði Ten Hag. „Þetta er ekki von mín heldur krafa frá félaginu og mér sem knattspyrnustjóra. Liðið er alltaf mikilvægara en einn einstaklingur innan þess,“ sagði Ten Hag. Enski boltinn Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Sjá meira
United hefur keypt fullt af leikmönnum í sumar en félagið hefur eytt meira en 130 milljónum punda samanlagt í þá Joshua Zirkzee, Leny Yoro, Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui. Það er líka enn góður möguleiki á því að miðjumaðurinn Manuel Ugarte komi frá Paris Saint-Germain áður en félagaskiptaglugginn lokar. Ten Hag segir að stærri og öflugri leikmannahópur þýði að leikmenn þurfi stundum að sætta sig við það að vera á hliðarlínunni. BBC segir frá. „Við erum með góðan leikmannahóp og ég vonast til að vera með tvo leikmenn í hverja stöðu. Það þýðir líka að þú getur ekki valið alla leikmenn í liðið. Þú þarft á þeim að halda allt tímabilið því þeir hæfustu munu lifa af á þessu tímabili,“ sagði Ten Hag „Við verðum að stýra álaginu en hugarfar leikmanna er einnig mikilvægt. Stundum verða þeir svekktir með að fá ekki að spila en þeir verða að takast á við það með réttum hætti,“ sagði Ten Hag og skilaboðin eru skýr: Ekki fara í fýlu. Daily Mail sló þessu upp í morgun eins og sjá má hér fyrir neðan. Daily Mail Meiðsli og annað vesen hafa séð til þess að Ten Hag hefur sjaldan verið með fullan leikmannahóp í boði þegar hann stillir upp byrjunarliði sínu. Það verður því fróðlegt að sjá hverjir spila, hverjir spilar næstum því alltaf og hvort að einhverjir leikmanna hans fari hreinlega í fýlu missi þeir sæti sitt í liðinu. „Þú vinnur ekkert með ellefu leikmönnum. Þú vinnur með öllum leikmannahópnum. Úrslitin ráðast í maí og þangað til þurfum við á því að halda að allir leikmenn í hópnum séu tilbúnir og með rétta hugarfarið,“ sagði Ten Hag. „Þetta er ekki von mín heldur krafa frá félaginu og mér sem knattspyrnustjóra. Liðið er alltaf mikilvægara en einn einstaklingur innan þess,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Sjá meira