Al Orubah sótti Al Ahli heim í 1. umferð sádi-arabísku úrvalsdeildarinnar í kvöld og laut í lægra haldi, 2-0.
Abdulkarim Darisi og Roberto Firmino, fyrrverandi leikmaður Liverpool, skoruðu mörk Al Ahli. Meðal annarra þekktra leikmanna Al Ahli má nefna Franck Kessie, Riyad Mahrez, Edouard Mendy og Merih Demiral.
Jóhann Berg var í byrjunarliði Al Orubah en var tekinn af velli undir lok leiks.
Al Orubah eru nýliðar í sádi-arabísku deildinni. Liðið er aðallega skipað heimamönnum.