„Greinilegt að aldurinn hefur engin áhrif á mig“ Andri Már Eggertsson skrifar 25. ágúst 2024 22:37 Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink FH komst aftur á sigurbraut eftir 2-3 útisigur gegn Fylki þar sem FH lenti tvisvar undir. Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, var ánægður með sigurinn. „Við gerðum okkur erfitt fyrir í þessum leik. Við fengum síðan þrjú eða fjögur góð færi en náðum ekki að skora. Í seinni hálfleik var maður farinn að halda að þetta yrði ekki dagurinn okkar en við náðum að skora tvö mörk í seinni hálfleik og það var ljúft að vinna þetta,“ sagði Björn Daníel í viðtali beint eftir leik. Að mati Björns átti hann að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar hann tók boltann á bringuna og féll niður í teignum í kjölfarið. „Ég ætlaði að taka boltann á bringuna og þá var keyrt aftan í mig og ég hélt að ég væri að fá víti en heyrði ekkert flaut. Ég ætla ekki að fara út í ástæðurnar fyrir því sem ég fékk af hverju ég hafi ekki fengið víti en mér fannst þetta víti í augnablikinu.“ Björn Daníel lagði upp sigurmarkið á Arnór Borg Guðjohnsen sem gladdi hann mikið þar sem þeir hafa unnið saman í allt sumar. „Ég og Arnór erum búnir að vinna saman í allt sumar. Það var gott að sjá að það er komin tenging á milli okkar á fótboltavellinum líka. Ég er ánægður fyrir hann að hafa skorað því hann hefur unnið hart að því skora og þetta datt fyrir hann í kvöld. Það er mikilvægt að fá sem flesta í að skora því við þurfum að fá mörk úr öllum áttum.“ Aðspurður út í það hvort þetta væri hans besta tímabil frá því hann kom heim úr atvinnumennskunni tók hann undir það. „Já ég hugsa það. Mér fannst ég eiga fínt tímabil í fyrra og mér fannst ég eiga nokkuð gott tímabil árið 2022 þrátt fyrir að við vorum ekki frábærir sem lið. Ég held að þetta sé besta tímabilið mitt frá því ég kom heim og það er greinilegt að aldurinn hefur engin áhrif á mig.“ Björn Daníel hefur skorað átta mörk í deildinni en það mesta sem hann hefur skorað í deildinni eru níu mörk en mun hann toppa það? „Ég veit það ekki. Boltinn hefur dottið fyrir mig upp á síðkastið og ég er ágætlega hættulegur í teignum og ég ætla að reyna að komast yfir níu mörk. Ég ætla ekki að fara gefa út nein markmið, ég er ekki með nein markmið ég mæti bara í leikina og ætla að reyna að skora,“ sagði Björn Daníel léttur að lokum. FH Besta deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Fleiri fréttir Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Sjá meira
„Við gerðum okkur erfitt fyrir í þessum leik. Við fengum síðan þrjú eða fjögur góð færi en náðum ekki að skora. Í seinni hálfleik var maður farinn að halda að þetta yrði ekki dagurinn okkar en við náðum að skora tvö mörk í seinni hálfleik og það var ljúft að vinna þetta,“ sagði Björn Daníel í viðtali beint eftir leik. Að mati Björns átti hann að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar hann tók boltann á bringuna og féll niður í teignum í kjölfarið. „Ég ætlaði að taka boltann á bringuna og þá var keyrt aftan í mig og ég hélt að ég væri að fá víti en heyrði ekkert flaut. Ég ætla ekki að fara út í ástæðurnar fyrir því sem ég fékk af hverju ég hafi ekki fengið víti en mér fannst þetta víti í augnablikinu.“ Björn Daníel lagði upp sigurmarkið á Arnór Borg Guðjohnsen sem gladdi hann mikið þar sem þeir hafa unnið saman í allt sumar. „Ég og Arnór erum búnir að vinna saman í allt sumar. Það var gott að sjá að það er komin tenging á milli okkar á fótboltavellinum líka. Ég er ánægður fyrir hann að hafa skorað því hann hefur unnið hart að því skora og þetta datt fyrir hann í kvöld. Það er mikilvægt að fá sem flesta í að skora því við þurfum að fá mörk úr öllum áttum.“ Aðspurður út í það hvort þetta væri hans besta tímabil frá því hann kom heim úr atvinnumennskunni tók hann undir það. „Já ég hugsa það. Mér fannst ég eiga fínt tímabil í fyrra og mér fannst ég eiga nokkuð gott tímabil árið 2022 þrátt fyrir að við vorum ekki frábærir sem lið. Ég held að þetta sé besta tímabilið mitt frá því ég kom heim og það er greinilegt að aldurinn hefur engin áhrif á mig.“ Björn Daníel hefur skorað átta mörk í deildinni en það mesta sem hann hefur skorað í deildinni eru níu mörk en mun hann toppa það? „Ég veit það ekki. Boltinn hefur dottið fyrir mig upp á síðkastið og ég er ágætlega hættulegur í teignum og ég ætla að reyna að komast yfir níu mörk. Ég ætla ekki að fara gefa út nein markmið, ég er ekki með nein markmið ég mæti bara í leikina og ætla að reyna að skora,“ sagði Björn Daníel léttur að lokum.
FH Besta deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Fleiri fréttir Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða