Ferðir heimilar allan ársins hring en deilt um manngerða hella Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2024 06:57 Fyrirtæki með samning við Vatnajökulsþjóðgarð hafa heimild til ferða allan ársins hring. Getty „Við treystum þeim fyrirtækjum sem við gerum samninga við að beita sinni bestu dómgreind í mati á aðstæðum og slysin geta alltaf gerst því miður,“ sagði Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær. Steinunn sagði ferðaþjónustufyrirtækin sem samningar hefðu verið gerðir við hafa heimild til íshellaferða og jöklaganga allan ársins hring og að forsvarsmenn þjóðgarðsins treystu þeim til að meta aðstæður. „Við treystum því að það fyrirtæki sem á í hlut þarna hafi metið aðstæður rétt,“ sagði hún en ekki hefur fengist staðfest hvaða fyrirtæki stóð að ferðinni þar sem ferðafólk varð undir ís í gær. Einn er látinn og tveggja er saknað. „Þetta verður til umræðu hjá okkur innanhúss líka, hvernig við getum tekið á þessu og hvernig við snúum okkur í þessu máli. Núna hugsum við bara til þeirra sem lentum í þessu og vonum það besta,“ sagði Steinunn. Hugur starfsfólks Vatnajökulsþjóðgarðs væri hjá hinum slösuðu og aðstandendum þeirra. Fyrirkomulagið á Breiðamerkurjökli gagnrýnt Ekki eru allir á eitt sáttir um þá ákvörðun að heimila fyrirtækjum aðgengi á Breiðamerkurjökli allan ársins hring. Málið var til umfjöllunar í Þetta helst á RÚV í júní en þar kom fram að þrátt fyrir að reyndir jöklaleiðsögumenn segðust aðeins lofa ferðum á tímabilinu frá desember og fram í mars, væru fyrirtæki að auglýsa ferðir fram í tímann á tímabilinu frá október og fram í júní. Ef hellarnir væru ekki tilbúnir væri ráðist í aðgerðir til að stækka þá eða jafnvel búa til hella. „Hingað til hefur fólk verið að fara með viðskiptavini í náttúrulega íshella sem ár og lækir mynda á jöklinum yfir sumartímann og svo er hægt að fara í þá yfir vetrartímann þegar kólnar og vatnið er minna á jöklinum,“ sagði Íris Ragnarsdóttir, sem situr í stjórn Félags fjallaleiðsögumanna, og er menntuð í jöklaleiðsögn. Nú væru ferðir á Breiðamerkurjökul hins vegar orðnar talsvert stór atvinnugrein. Fyrirtæki væru að selja ferðir langt fram í tímann og þegar engir væru hellarnir hefðu menn gripið til þess að búa til manngerða hella með tækjum og tólum. Fram kom í Þetta helst að nú væru um 25 fyrirtæki virk í hellaferðum. Rætt var við Steinunni Hödd í þættinum, sem sagði stórar framkvæmdir ekki í samræmi við samning fyrirtækjanna við þjóðgarðinn. Rétt er að taka fram að þrátt fyrir að slysið í gær hafi átt sér stað í íshellaferð voru ferðamennirnir sem urðu undir ísvegg ekki í helli þegar slysið átti sér stað, heldur í gili á milli hellismunna. Vatnajökulsþjóðgarður Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Steinunn sagði ferðaþjónustufyrirtækin sem samningar hefðu verið gerðir við hafa heimild til íshellaferða og jöklaganga allan ársins hring og að forsvarsmenn þjóðgarðsins treystu þeim til að meta aðstæður. „Við treystum því að það fyrirtæki sem á í hlut þarna hafi metið aðstæður rétt,“ sagði hún en ekki hefur fengist staðfest hvaða fyrirtæki stóð að ferðinni þar sem ferðafólk varð undir ís í gær. Einn er látinn og tveggja er saknað. „Þetta verður til umræðu hjá okkur innanhúss líka, hvernig við getum tekið á þessu og hvernig við snúum okkur í þessu máli. Núna hugsum við bara til þeirra sem lentum í þessu og vonum það besta,“ sagði Steinunn. Hugur starfsfólks Vatnajökulsþjóðgarðs væri hjá hinum slösuðu og aðstandendum þeirra. Fyrirkomulagið á Breiðamerkurjökli gagnrýnt Ekki eru allir á eitt sáttir um þá ákvörðun að heimila fyrirtækjum aðgengi á Breiðamerkurjökli allan ársins hring. Málið var til umfjöllunar í Þetta helst á RÚV í júní en þar kom fram að þrátt fyrir að reyndir jöklaleiðsögumenn segðust aðeins lofa ferðum á tímabilinu frá desember og fram í mars, væru fyrirtæki að auglýsa ferðir fram í tímann á tímabilinu frá október og fram í júní. Ef hellarnir væru ekki tilbúnir væri ráðist í aðgerðir til að stækka þá eða jafnvel búa til hella. „Hingað til hefur fólk verið að fara með viðskiptavini í náttúrulega íshella sem ár og lækir mynda á jöklinum yfir sumartímann og svo er hægt að fara í þá yfir vetrartímann þegar kólnar og vatnið er minna á jöklinum,“ sagði Íris Ragnarsdóttir, sem situr í stjórn Félags fjallaleiðsögumanna, og er menntuð í jöklaleiðsögn. Nú væru ferðir á Breiðamerkurjökul hins vegar orðnar talsvert stór atvinnugrein. Fyrirtæki væru að selja ferðir langt fram í tímann og þegar engir væru hellarnir hefðu menn gripið til þess að búa til manngerða hella með tækjum og tólum. Fram kom í Þetta helst að nú væru um 25 fyrirtæki virk í hellaferðum. Rætt var við Steinunni Hödd í þættinum, sem sagði stórar framkvæmdir ekki í samræmi við samning fyrirtækjanna við þjóðgarðinn. Rétt er að taka fram að þrátt fyrir að slysið í gær hafi átt sér stað í íshellaferð voru ferðamennirnir sem urðu undir ísvegg ekki í helli þegar slysið átti sér stað, heldur í gili á milli hellismunna.
Vatnajökulsþjóðgarður Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira