Miklu meira en gjaldfrjálsar skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar 26. ágúst 2024 08:30 Nýlega skrifuðu tveir ráðherrar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir sem á að taka upp í haust eftir útspil þar að lútandi í síðustu kjarasamningum. Svandís Svavarsdóttir leggur áherlsu á að um sé að ræða lífskjarajöfnun því gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll börn komi efnalitlum heimilum hlutfallslega best. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varar við því að gjaldfrjáls námsgögn og máltíðir leiði til virðingarleysis fyrir kostnaðarsömum aðföngum. Hvorug þeirra virðist hafa lesið grein okkar innan umhverfismálahópsins Aldins um þessi mál. Sú grein birtist í Heimildinni í júní og nú hefur komið önnur grein á vísi.is frá okkar fólki um sama efni Kjarninn í máli okkar er þessi: Hér er tækifæri til að bæta lýðheilsu, minnka matarsóun og taka til hendinni í loftslagsmálum og umhverfisvernd almennt. Tækifærið er núna. Samkvæmt Samtökum sveitarfélaga er áætlað að kostnaður við þetta nemi um 5 milljörðum króna á ári og mun ríkið leggja til allt að 75% kostnaðarins eða allt að 4 milljarða króna á ári á samningstímanum. Ríki og sveitarfélög munu útfæra verkefnið í sameiningu. Þetta er engin smávegis aðgerð. Heilir 20 milljarðar í opinber innkaup á mat og eldun og því mikilvægt að vel takist til. Ekki bara bókhaldsmál Opinber innkaupastefna á matvælum á að styðja við lýðheilsumarkmið og almennt við stefnu i umhverfismálum. Við bendum á að hér er einstakt tækifæri til að ná fram mörgum góðum markmiðum. Landlæknisembættið vinnur nú að því að uppfæra ráðgjöf sína og þó ekki sé efast um góðan vilja virðast margir hafa grun um að betur mætti fara í skólamáltíðum eins og nú háttar. Fréttir frá Árborg fyrr í sumar sýna réttmætar áhyggjur af stöðu mála og lofsverð fyrirheit þar um úrbætur. Varla er það eini staðurinn á landinu sem þarft að taka sér tak og setja markmið um heilsusamlegar máltíðir. Einnig þarf að huga að umhverfismálum og loftslagsstefnu Íslands. Matvælaframleiðsla og landnotkun losar hátt hlutfall gróðurhúsalofttegunda, allt upp í 30% á heimsvísu. Það ætti því að vera markmið að nota einungis umhverfisvæn matvæli. Hluti af því dæmi er matarsóun sem er mjög mikil hér á landi, vel yfir 100 kg af mat á hvern íbúa landsins á ári. En síðast en ekki síst er hér tækifæri til að bæta næringu og heilsu barna. Gerum þetta rétt Á dögunum birtist frásögn Þorkels Sigurlaugssonar varaborgarfulltrúa í Reykjavík af nýlegri bók um hvað fer úrskeiðis og hvað tekst vel í stórum opinberum framkvæmdum. Lærdómurinn er að skipulag og undirbúningur skipti öllu. Aðdragandi að þessu skólamáltíðaverkefni er mjög skammur og ástæða þess að nú verða teknar upp gjaldfrjálsar skólamlátíðir fyrir öll börn fyrst og fremst kjaramál. Eins og oft hefur verið bent á er miklu meira í húfi: Góð heilsa barnanna okkar og matarmenning, umhverfis- og loftslagsvæn innkaupastefna, átak gegn matarsóun. Þetta allt kallar á meðvituð vinnubrögð, undirbúning og góða framkvæmd. Tökum stöðuna og mælum árangur Hér er lagt til að sem fyrst verði gerð stöðukönnun. Óháð og sjálfstæð rannsókn á raunverulegri stöðu skólamáltíða í dag og hvaða fyrirkomulag gefur besta raun. Einnig verði gerð stöðukönnun með hæfilega stórum úrtökum skólabarna á heilsu, nærningarástandi og matarvenjum, og þeirri könnun fylgt eftir á verkefnistímanum með reglubundnum mælingum á væntum árangri. Við eigum fjölda næringafræðinga og nema á háskólastigi sem geta svarað þessu kalli. Þessi flötur undirbúnings er auðveldur og ætti ekki að skapa andstöðu. Það mun hins vegar taka á þegar mótuð verður innkaupastefna sem beinlínis útilokar lélegan mat (til dæmis gjörunninn) og tekur um leið fyrir innkaup á matvælum sem ekki eru vottuð umhverfisvæn. Einnig verður fróðlegt að sjá hvaða eldunaraðferðir koma best út - ekki með tilliti til kostnaðar heldur næringar og heilsu. Allt þetta þarf að gera. Stærstu sveitarfélögin hafa hér leiðtogahlutverki að gegna: Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur og fleiri. Oft hefur verið tilefni til borgarafundar og samráðs um þjóðþrifamál og því beint til borgarstjóra að við í Aldin eru að sönnu reiðubúin til að aðstoða við dagskrá. Höfundur er fyrrverandi formaður menntaráðs Reykjavíkur og félagi í Aldin, samtökum aðgerðasinna í loftslagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Grunnskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nýlega skrifuðu tveir ráðherrar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir sem á að taka upp í haust eftir útspil þar að lútandi í síðustu kjarasamningum. Svandís Svavarsdóttir leggur áherlsu á að um sé að ræða lífskjarajöfnun því gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll börn komi efnalitlum heimilum hlutfallslega best. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varar við því að gjaldfrjáls námsgögn og máltíðir leiði til virðingarleysis fyrir kostnaðarsömum aðföngum. Hvorug þeirra virðist hafa lesið grein okkar innan umhverfismálahópsins Aldins um þessi mál. Sú grein birtist í Heimildinni í júní og nú hefur komið önnur grein á vísi.is frá okkar fólki um sama efni Kjarninn í máli okkar er þessi: Hér er tækifæri til að bæta lýðheilsu, minnka matarsóun og taka til hendinni í loftslagsmálum og umhverfisvernd almennt. Tækifærið er núna. Samkvæmt Samtökum sveitarfélaga er áætlað að kostnaður við þetta nemi um 5 milljörðum króna á ári og mun ríkið leggja til allt að 75% kostnaðarins eða allt að 4 milljarða króna á ári á samningstímanum. Ríki og sveitarfélög munu útfæra verkefnið í sameiningu. Þetta er engin smávegis aðgerð. Heilir 20 milljarðar í opinber innkaup á mat og eldun og því mikilvægt að vel takist til. Ekki bara bókhaldsmál Opinber innkaupastefna á matvælum á að styðja við lýðheilsumarkmið og almennt við stefnu i umhverfismálum. Við bendum á að hér er einstakt tækifæri til að ná fram mörgum góðum markmiðum. Landlæknisembættið vinnur nú að því að uppfæra ráðgjöf sína og þó ekki sé efast um góðan vilja virðast margir hafa grun um að betur mætti fara í skólamáltíðum eins og nú háttar. Fréttir frá Árborg fyrr í sumar sýna réttmætar áhyggjur af stöðu mála og lofsverð fyrirheit þar um úrbætur. Varla er það eini staðurinn á landinu sem þarft að taka sér tak og setja markmið um heilsusamlegar máltíðir. Einnig þarf að huga að umhverfismálum og loftslagsstefnu Íslands. Matvælaframleiðsla og landnotkun losar hátt hlutfall gróðurhúsalofttegunda, allt upp í 30% á heimsvísu. Það ætti því að vera markmið að nota einungis umhverfisvæn matvæli. Hluti af því dæmi er matarsóun sem er mjög mikil hér á landi, vel yfir 100 kg af mat á hvern íbúa landsins á ári. En síðast en ekki síst er hér tækifæri til að bæta næringu og heilsu barna. Gerum þetta rétt Á dögunum birtist frásögn Þorkels Sigurlaugssonar varaborgarfulltrúa í Reykjavík af nýlegri bók um hvað fer úrskeiðis og hvað tekst vel í stórum opinberum framkvæmdum. Lærdómurinn er að skipulag og undirbúningur skipti öllu. Aðdragandi að þessu skólamáltíðaverkefni er mjög skammur og ástæða þess að nú verða teknar upp gjaldfrjálsar skólamlátíðir fyrir öll börn fyrst og fremst kjaramál. Eins og oft hefur verið bent á er miklu meira í húfi: Góð heilsa barnanna okkar og matarmenning, umhverfis- og loftslagsvæn innkaupastefna, átak gegn matarsóun. Þetta allt kallar á meðvituð vinnubrögð, undirbúning og góða framkvæmd. Tökum stöðuna og mælum árangur Hér er lagt til að sem fyrst verði gerð stöðukönnun. Óháð og sjálfstæð rannsókn á raunverulegri stöðu skólamáltíða í dag og hvaða fyrirkomulag gefur besta raun. Einnig verði gerð stöðukönnun með hæfilega stórum úrtökum skólabarna á heilsu, nærningarástandi og matarvenjum, og þeirri könnun fylgt eftir á verkefnistímanum með reglubundnum mælingum á væntum árangri. Við eigum fjölda næringafræðinga og nema á háskólastigi sem geta svarað þessu kalli. Þessi flötur undirbúnings er auðveldur og ætti ekki að skapa andstöðu. Það mun hins vegar taka á þegar mótuð verður innkaupastefna sem beinlínis útilokar lélegan mat (til dæmis gjörunninn) og tekur um leið fyrir innkaup á matvælum sem ekki eru vottuð umhverfisvæn. Einnig verður fróðlegt að sjá hvaða eldunaraðferðir koma best út - ekki með tilliti til kostnaðar heldur næringar og heilsu. Allt þetta þarf að gera. Stærstu sveitarfélögin hafa hér leiðtogahlutverki að gegna: Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur og fleiri. Oft hefur verið tilefni til borgarafundar og samráðs um þjóðþrifamál og því beint til borgarstjóra að við í Aldin eru að sönnu reiðubúin til að aðstoða við dagskrá. Höfundur er fyrrverandi formaður menntaráðs Reykjavíkur og félagi í Aldin, samtökum aðgerðasinna í loftslagsmálum.
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun