Létu ungmenni millifæra á sig fé með ofbeldi og hótunum Lovísa Arnardóttir skrifar 26. ágúst 2024 15:11 Mennirnir réðust að ungmennum við verslunarmiðstöðina Fjörð í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 20. september vegna gruns um ofbeldi, hótanir og þjófnað í garð barna og ungmenna í Hafnarfirði. Mennirnir eru fæddir árin 2003 og 2005 og eru því 21 árs og 19 ára. Þá hefur sá þriðji verið vistaður vegna sama máls á Stuðlum en ekki var hægt að úrskurða hann í gæsluvarðhald sökum aldurs. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum á föstudag og úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness um það á laugardag. Mennirnir hafa kært niðurstöðuna til Landsréttar að sögn Sævars Guðmundssonar, aðalvarðstjóra á lögreglustöðinni í Hafnarfirði. Fyrst var fjallað um málið á vef mbl.is. Hann segir rannsókn miða vel og allt kapp lagt á að ljúka rannsókn á meðan mennirnir eru vistaðir í gæsluvarðhaldi. Lögregla hefur nýtt sér í rannsókninni gögn úr símum ungmennanna sem og upptökur úr öryggismyndavélum. Búið er að yfirheyra mennina og fjölda vitna að árásunum í síðustu viku. „Við leggjum allt kapp á að klára þau mál sem eru opin og eru til rannsóknar. Þannig þau verði kláruð áður en gæsluvarðhaldstíminn rennur út,“ segir Sævar en með þeim fyrirvara að Landsréttur eigi enn eftir að úrskurða um kæru mannanna. Ekki bundið við Hafnarfjörð Atvikin sem um ræðir áttu sér stað við verslunarmiðstöðina Fjörð, á Víðistaðatúni og við Hraunvallaskóla. Mennirnir hafa þá beitt börnin eða ungmennin ofbeldi eða hótað þeim til að fá þau til að millifæra á sig pening. „Þessi mál síðast voru í Hafnarfirði en þetta eru mál sem þeir eiga víðar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekki bundið við Hafnarfjörð. En þeir hafa verið að veitast að unglingum sérstaklega og stela af þeim fjármunum. Neyða ungmennin til að framkvæma millifærslur úr símanum á reikningum sínum á aðra. Þeir hóta þeim líkamsmeiðingum og fleiru ef ekki er farið að kröfum þeirra,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. Hann segir ungmennin sem hafa lent í mönnunum í viðkvæmri stöðu. „Þeir hafa orðið fyrir hótunum. Þetta eru ungt fólk, krakkar á unglingsaldri í flestum tilfellum. Við lítum það mjög alvarlegum augum að börn geti ekki leikið sér á skólalóð án þess að verða fyrir aðkasti og árásum.“ Sævar segir að í einhverjum tilfellum hafi slíkar millifærslur verið framkvæmdar en því miður sé oft lítið við því að gera. Óásættanlegt að börn geti ekki leikið sér úti „Það voru þessi þrjú mál í síðustu viku sem gerðu útslagið,“ segir Sævar og að þegar þau voru tilkynnt til lögreglu hafi verið ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. „Það var kornið sem fyllti mælinn, þessi mál í síðustu viku. Við gátum ekki annað en að láta á þetta reyna. Þetta hefur svo mikil áhrif á þessa krakka. Þau eru kannski í körfubolta þegar þeir koma að veitast að þeim. Við getum ekki þolað það að börnin geti ekki leikið sér í friði fyrir svona löguðu. Það er algjörlega óásættanlegt.“ Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Barnavernd Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum á föstudag og úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness um það á laugardag. Mennirnir hafa kært niðurstöðuna til Landsréttar að sögn Sævars Guðmundssonar, aðalvarðstjóra á lögreglustöðinni í Hafnarfirði. Fyrst var fjallað um málið á vef mbl.is. Hann segir rannsókn miða vel og allt kapp lagt á að ljúka rannsókn á meðan mennirnir eru vistaðir í gæsluvarðhaldi. Lögregla hefur nýtt sér í rannsókninni gögn úr símum ungmennanna sem og upptökur úr öryggismyndavélum. Búið er að yfirheyra mennina og fjölda vitna að árásunum í síðustu viku. „Við leggjum allt kapp á að klára þau mál sem eru opin og eru til rannsóknar. Þannig þau verði kláruð áður en gæsluvarðhaldstíminn rennur út,“ segir Sævar en með þeim fyrirvara að Landsréttur eigi enn eftir að úrskurða um kæru mannanna. Ekki bundið við Hafnarfjörð Atvikin sem um ræðir áttu sér stað við verslunarmiðstöðina Fjörð, á Víðistaðatúni og við Hraunvallaskóla. Mennirnir hafa þá beitt börnin eða ungmennin ofbeldi eða hótað þeim til að fá þau til að millifæra á sig pening. „Þessi mál síðast voru í Hafnarfirði en þetta eru mál sem þeir eiga víðar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekki bundið við Hafnarfjörð. En þeir hafa verið að veitast að unglingum sérstaklega og stela af þeim fjármunum. Neyða ungmennin til að framkvæma millifærslur úr símanum á reikningum sínum á aðra. Þeir hóta þeim líkamsmeiðingum og fleiru ef ekki er farið að kröfum þeirra,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. Hann segir ungmennin sem hafa lent í mönnunum í viðkvæmri stöðu. „Þeir hafa orðið fyrir hótunum. Þetta eru ungt fólk, krakkar á unglingsaldri í flestum tilfellum. Við lítum það mjög alvarlegum augum að börn geti ekki leikið sér á skólalóð án þess að verða fyrir aðkasti og árásum.“ Sævar segir að í einhverjum tilfellum hafi slíkar millifærslur verið framkvæmdar en því miður sé oft lítið við því að gera. Óásættanlegt að börn geti ekki leikið sér úti „Það voru þessi þrjú mál í síðustu viku sem gerðu útslagið,“ segir Sævar og að þegar þau voru tilkynnt til lögreglu hafi verið ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. „Það var kornið sem fyllti mælinn, þessi mál í síðustu viku. Við gátum ekki annað en að láta á þetta reyna. Þetta hefur svo mikil áhrif á þessa krakka. Þau eru kannski í körfubolta þegar þeir koma að veitast að þeim. Við getum ekki þolað það að börnin geti ekki leikið sér í friði fyrir svona löguðu. Það er algjörlega óásættanlegt.“
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Barnavernd Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira