„Þetta er visst ógnarumhverfi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 15:24 Árni Tryggvason gafst upp eftir tvö ár í starfi við leiðsögn þar sem honum ofbauð þær aðstæður sem tíðkuðust í jöklaferðum. Myndina til vinstri tók Árni árið 2016 í íshelli þar sem nýlega hafði hrunið ís úr veggjum. Facebook/Árni Tryggvason Árni Tryggvason, hönnuður og ljósmyndari, hætti fyrir nokkrum árum störfum við leiðsögumennsku þar sem honum ofbauð sú hegðun sem hafi tíðkast innan ferðaþjónustunnar. Hann starfaði áður sem jöklaleiðsögumaður og tjáði sig um öryggismál í jöklaferðum en mátti í kjölfarið sæta hótunum. Frá þessu greinir Árni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag, í tilefni af alvarlegu slysi á Breiðamerkurjökli í gær. Í samtali við Vísi segist Árni að honum hafi þegar verið sýndir þöggunartilburðir eftir að hann birti færsluna. „Maður hefur orðið fyrir skítkasti, maður hefur orðið fyrir hótunum. En maður er miklu oftar að hitta fólk sem kemur og tekur utan um mann og segir Árni það er frábært að einhver þori að tala um þessi mál,“ segir Árni. Með færslu sinni birtir Árni myndir sem teknar eru á Sólheimajökli árið 2016, sem sýna varhugaverðar aðstæður og illa búna ferðamenn í íshellaskoðun. „Mér ofbauð dálítið þarna þetta kæruleysi í þessum ferðabransa,“ segir Árni. „Ég held að þetta hafi ekki breyst mikið, en ég get ekki fullyrt það.“ Árni starfaði sem leiðsögumaður um tíma á árunum eftir hrun, en nú starfar hann að mestu við hönnun og ljósmyndastörf í tengslum við ferðabransann. Í samtali við blaðamann las Árni upp athugasemd sem hann hafði fengið við ummæli sín, þar sem hann gerir athugasemdir við það hvernig öryggismálum sé háttað hjá sumum ferðaþjónustufyrirtækjum. „Hafðu vit á því að þegja þangað til þú veist eitthvað um hvað þú ert að tala í stað þess að sýna forheimskuna, illskuna og fáviskuna einu sinni enn,“ les Árni upp úr ummælum sem látin hafa verið falla í hans garð. „Á íslensku heitir þetta þöggun,“ segir Árni um ummælin. „Við vitum hvar þú býrð“ Hann segist þó áður fyrr hafa mátt sæta alvarlegri hótunum fyrir það að tjá sig á gagnrýninn hátt um öryggismál og áhættuhegðun innan ferðaþjónustunnar. Meðal annars þegar hann gagnrýndi tiltekið fyrirtæki sem bauð upp á vélsleðaferðir á Langjökli. „Ég fékk hótanir í þeim anda „við vitum hvar þú býrð, það gæti eitthvað komið óvart fyrir þig.“ Þetta voru það alvarlegar hótanir að ég þurfti að láta lögregluna vita. Ég lét þessa aðila síðan bara vita að ég hafi látið lögregluna vita,“ segir Árni. Viðkomandi hafi þá sagst ekki vera alvara með hótununum, en allar hótanir beri að taka alvarlega. Árni segist einnig hafa áhyggjur af hegðun gagnvart erlendu starfsfólki í ferðaþjónustunni, sem oft þekki ekki réttindi sín og ákvæði kjarasamninga eins vel og Íslendingar. „Þegar ég var til dæmis að vinna hjá íslenskum fjallaleiðsögumönnum þá kom þar upp einhver kjaraumræða, og útlendingur einn sem að tjáði sig ákveðið, og við vorum stödd í Skaftafelli og honum var bara sagt að pakka, fara út á veg og taka rútuna í bæinn,“ segir Árni. Vill afnema „villta vestrið“ „Þetta er visst ógnarumhverfi. Þetta er bara eins og á togurunum áður en Vökulögin voru sett.“ Þá tekur hann undir með þeim sem hafa líkt afmarkaðri starfsemi innan ferðaþjónustunnar við „villta vestrið“ „Ég vil bara afnema villta vestrið,“ segir Árni. „Ég hef haft mjög sterka skoðun á þessari sölu á aðgangi að svæðum. Það má til dæmis fara að fjalla um það að þeir sem selja aðgang að svæðum, þeir bera meiri ábyrgð á gestum. Þeir vilja bara fá pening en ekki bera ábyrgð,“ segir Árni sem kveðst fagna aukinni umræðu. Það sé hans upplifun að margir fari af stað í ferðaþjónustu eða með gönguhópa án þess að hafa til þess viðunandi þjálfun eða þekkingu. „Fólk kann kannski ekki á áttavita. Kann kannski ekki beisik atriði í að komast af.“ Fjallamennska Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Í samtali við Vísi segist Árni að honum hafi þegar verið sýndir þöggunartilburðir eftir að hann birti færsluna. „Maður hefur orðið fyrir skítkasti, maður hefur orðið fyrir hótunum. En maður er miklu oftar að hitta fólk sem kemur og tekur utan um mann og segir Árni það er frábært að einhver þori að tala um þessi mál,“ segir Árni. Með færslu sinni birtir Árni myndir sem teknar eru á Sólheimajökli árið 2016, sem sýna varhugaverðar aðstæður og illa búna ferðamenn í íshellaskoðun. „Mér ofbauð dálítið þarna þetta kæruleysi í þessum ferðabransa,“ segir Árni. „Ég held að þetta hafi ekki breyst mikið, en ég get ekki fullyrt það.“ Árni starfaði sem leiðsögumaður um tíma á árunum eftir hrun, en nú starfar hann að mestu við hönnun og ljósmyndastörf í tengslum við ferðabransann. Í samtali við blaðamann las Árni upp athugasemd sem hann hafði fengið við ummæli sín, þar sem hann gerir athugasemdir við það hvernig öryggismálum sé háttað hjá sumum ferðaþjónustufyrirtækjum. „Hafðu vit á því að þegja þangað til þú veist eitthvað um hvað þú ert að tala í stað þess að sýna forheimskuna, illskuna og fáviskuna einu sinni enn,“ les Árni upp úr ummælum sem látin hafa verið falla í hans garð. „Á íslensku heitir þetta þöggun,“ segir Árni um ummælin. „Við vitum hvar þú býrð“ Hann segist þó áður fyrr hafa mátt sæta alvarlegri hótunum fyrir það að tjá sig á gagnrýninn hátt um öryggismál og áhættuhegðun innan ferðaþjónustunnar. Meðal annars þegar hann gagnrýndi tiltekið fyrirtæki sem bauð upp á vélsleðaferðir á Langjökli. „Ég fékk hótanir í þeim anda „við vitum hvar þú býrð, það gæti eitthvað komið óvart fyrir þig.“ Þetta voru það alvarlegar hótanir að ég þurfti að láta lögregluna vita. Ég lét þessa aðila síðan bara vita að ég hafi látið lögregluna vita,“ segir Árni. Viðkomandi hafi þá sagst ekki vera alvara með hótununum, en allar hótanir beri að taka alvarlega. Árni segist einnig hafa áhyggjur af hegðun gagnvart erlendu starfsfólki í ferðaþjónustunni, sem oft þekki ekki réttindi sín og ákvæði kjarasamninga eins vel og Íslendingar. „Þegar ég var til dæmis að vinna hjá íslenskum fjallaleiðsögumönnum þá kom þar upp einhver kjaraumræða, og útlendingur einn sem að tjáði sig ákveðið, og við vorum stödd í Skaftafelli og honum var bara sagt að pakka, fara út á veg og taka rútuna í bæinn,“ segir Árni. Vill afnema „villta vestrið“ „Þetta er visst ógnarumhverfi. Þetta er bara eins og á togurunum áður en Vökulögin voru sett.“ Þá tekur hann undir með þeim sem hafa líkt afmarkaðri starfsemi innan ferðaþjónustunnar við „villta vestrið“ „Ég vil bara afnema villta vestrið,“ segir Árni. „Ég hef haft mjög sterka skoðun á þessari sölu á aðgangi að svæðum. Það má til dæmis fara að fjalla um það að þeir sem selja aðgang að svæðum, þeir bera meiri ábyrgð á gestum. Þeir vilja bara fá pening en ekki bera ábyrgð,“ segir Árni sem kveðst fagna aukinni umræðu. Það sé hans upplifun að margir fari af stað í ferðaþjónustu eða með gönguhópa án þess að hafa til þess viðunandi þjálfun eða þekkingu. „Fólk kann kannski ekki á áttavita. Kann kannski ekki beisik atriði í að komast af.“
Fjallamennska Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira