Einn þolenda stunguárásarinnar piltur frá Palestínu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 17:01 Tvær íslenskar stúlkur og palestínskur piltur hlutu áverka í stunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt. Vísir/Ívar Einn þeirra sem varð fyrir stunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt er af erlendum uppruna. Hinir brotaþolendurnir tveir og meintur gerandi eru hins vegar íslenskir ríkisborgarar. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu, en áður hafði komið fram að öll fórnarlömbin þrjú auk árásarmannsins væru íslenskir ríkisborgarar. Grímur kveðst ekki geta tjáð sig frekar um stöðu viðkomandi eða uppruna hans að öðru leyti. Fréttastofa hefur upplýsingar um að fórnarlambið sem er af erlendum uppruna sé piltur frá Palestínu. Hann hafi verið í bíl ásamt þremur öðrum, tveimur íslenskum stúlkum og öðrum pilti sem einnig er frá Palestínu, þegar meintur gerandi, íslenskur piltur á sautjánda aldursári, veittist að þeim. Stúlkurnar særðust báðar í árásinni og annar drengjanna sem voru í bílnum. Stúlkan sem særðist hvað mest í árásinni er enn í lífshættu en hin tvö sem voru stungin hlutu minni áverka, voru aldrei í lífshættu og eru á batavegi. Aðspurður segist Grímur ekki geta tjáð sig frekar um framvindu rannsóknarinnar, inntur eftir því hvort málið sé rannsakað sem hatursglæpur. „Í þessu tilfelli er ekkert sérstaklega horft til þess að ásetningur varði hatursglæp,” segir Grímur. Hann bendir þó á að rannsóknin standi enn yfir og á meðan svo er geti hlutirnir breyst. „Við erum ennþá að reyna að átta okkur á því hvernig þetta gerðist,” segir Grímur, sem staðfestir einnig að bifreið tengist rannsókn málsins. Hann geti þó ekki sagt til um með hvaða hætti bifreiðin tengist málinu. Líkt og fram hefur komið hefur meintur gerandi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. ágúst og er vistaður á Hólmsheiði í „viðeigandi úrræði“ sökum ungs aldurs. Öll þrjú fórnarlömb árásarinnar eru einnig undir 18 ára aldri. Fjallað verður um árásina í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir þar sem rætt verður við föður palestínska drengsins sem særðist í árásinni. Stunguárás við Skúlagötu Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Fréttastofa hefur upplýsingar um að fórnarlambið sem er af erlendum uppruna sé piltur frá Palestínu. Hann hafi verið í bíl ásamt þremur öðrum, tveimur íslenskum stúlkum og öðrum pilti sem einnig er frá Palestínu, þegar meintur gerandi, íslenskur piltur á sautjánda aldursári, veittist að þeim. Stúlkurnar særðust báðar í árásinni og annar drengjanna sem voru í bílnum. Stúlkan sem særðist hvað mest í árásinni er enn í lífshættu en hin tvö sem voru stungin hlutu minni áverka, voru aldrei í lífshættu og eru á batavegi. Aðspurður segist Grímur ekki geta tjáð sig frekar um framvindu rannsóknarinnar, inntur eftir því hvort málið sé rannsakað sem hatursglæpur. „Í þessu tilfelli er ekkert sérstaklega horft til þess að ásetningur varði hatursglæp,” segir Grímur. Hann bendir þó á að rannsóknin standi enn yfir og á meðan svo er geti hlutirnir breyst. „Við erum ennþá að reyna að átta okkur á því hvernig þetta gerðist,” segir Grímur, sem staðfestir einnig að bifreið tengist rannsókn málsins. Hann geti þó ekki sagt til um með hvaða hætti bifreiðin tengist málinu. Líkt og fram hefur komið hefur meintur gerandi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. ágúst og er vistaður á Hólmsheiði í „viðeigandi úrræði“ sökum ungs aldurs. Öll þrjú fórnarlömb árásarinnar eru einnig undir 18 ára aldri. Fjallað verður um árásina í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir þar sem rætt verður við föður palestínska drengsins sem særðist í árásinni.
Stunguárás við Skúlagötu Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira