Er kannski komið að því að skoða eitthvað annað en genin? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 10:33 Ég er í Færeyjum þessa dagana. Ég er alltaf dálítið skotin í Færeyjum. Hér er einstaklega fallegt og það er sjarmerandi að sjá öll torfþökin hér í miðbæ Þórshafnar. Færeyska tungumálið heillar og það gerir fólkið líka. Það er einhvern veginn bara létt yfir - þrátt fyrir rigninguna. Í gær þegar ég gekk hér um fór ég að hugsa um að það er dálítið annað fyrir fólk að eignast heimili hér en á Íslandi. Samt eru samfélög okkar lík að svo mörgu leyti. Sjávarútvegur er lykilatvinnugrein, hér er hagvöxtur og ferðaþjónusta er vaxandi. Íbúum hefur fjölgað umfram íbúðauppbyggingu. En Danir tengja dönsku krónuna við evru og þessi sambúð virðist henta Færeyjum ljómandi vel. Genatengd verðbólga eða eitthvað annað? Á Íslandi héldum við nýlega á eins árs afmæli sturlaðra vaxta, en í heilt ár hafa stýrivextir Seðlabankans verið 9,25%. Í Færeyjum eru stýrivextirnir 3,35%. Vaxtakostnaður heimila á Íslandi jókst um heila 39 milljarða í fyrra. Staðlað svar ríkisstjórnarinnar við þessu galna ástandi er að hávaxtastig sé bara í eðli íslenska kerfisins. Jafnvel í genunum samkvæmt glænýjum skýringum úr fjármálaráðuneytinu. Haustið 2026 verður genatengd íslensk verðbólga kannski komin í námunda við markmið Seðlabankans. Það verður þá eftir 80 mánaða verðbólgu, níu ár af hallarekstri ríkissjóðs og vaxtastig sem svipar til efnahags í stríðshrjáðu ríki. Tvær þjóðir á Íslandi Við erum á öðrum stað en frændur okkar í Færeyjum hvað varðar kostnað fólks af húsnæðislánum. En það er ekki bara að við séum í annarri stöðu en Færeyjar. Á Íslandi er þjóðinni skipt upp í tvær fylkingar. Það er fólkið sem lifir í krónuhagkerfinu og síðan eru það fyrirtækin sem gera upp í evrum og dollurum. Þau eru á þriðja hundrað fyrirtækin sem hafa yfirgefið krónuna. Fjörutíu og tvö prósent þjóðarframleiðslunnar. Vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa ekki áhrif á lán þessara fyrirtækja. Þannig tekur venjulegt fólk skellinn fyrir krónuna á meðan hinum er komið í var. Stöðugleikinn er þess vegna bara lúxus sumra en ekki allra. Viðreisn vill að stöðugleiki í efnahagsmálum sé valkostur allra. Og stöðugleikinn fæst ekki fyrr en almenningur nýtur stöðugs gjaldmiðils rétt eins og stórfyrirtækin gera. Það er auðvitað hægt að bjóða fólki vaxtabætur, húsnæðisbætur og barnabætur og það þarf svo sannarlega að gera á meðan staðan er eins og hún er. Það kostar hins vegar fyrir ríkið og það speglast þá í háum sköttum á venjulegt fjölskyldufólk á Íslandi. En það væri líka hægt að fara ræða bara um kostnaðinn af krónunni fyrir fólkið í landinu. Þegar staðan er svona er hætta á því að íslenskir háskólanemar erlendis velji ekki lengur að koma heim eftir nám. Við sjáum merki þess nú þegar. Einfaldlega vegna þess að nágrannalöndin bjóða vexti, verð á matvöru og stuðning við barnafjölskyldur sem þekkist ekki á Íslandi. Leyfum fólkinu að ráða Nú er áratugur síðan stjórnvöld komu í veg fyrir að þjóðin fengi að taka afstöðu til framtíðar í Evrópusambandinu. Frá þeim tíma hefur íslenskt hagkerfi haldið áfram að skoppa eins og vaskafat á úthafi með tilheyrandi uppköstum og herkostnaði. Er ekki kominn tími til að fólkið í landinu fái að gera það upp við sig hvort það vilji skoða aðra valkosti en skoppandi örgjaldmiðil? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Íslenska krónan Færeyjar Alþingi Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ég er í Færeyjum þessa dagana. Ég er alltaf dálítið skotin í Færeyjum. Hér er einstaklega fallegt og það er sjarmerandi að sjá öll torfþökin hér í miðbæ Þórshafnar. Færeyska tungumálið heillar og það gerir fólkið líka. Það er einhvern veginn bara létt yfir - þrátt fyrir rigninguna. Í gær þegar ég gekk hér um fór ég að hugsa um að það er dálítið annað fyrir fólk að eignast heimili hér en á Íslandi. Samt eru samfélög okkar lík að svo mörgu leyti. Sjávarútvegur er lykilatvinnugrein, hér er hagvöxtur og ferðaþjónusta er vaxandi. Íbúum hefur fjölgað umfram íbúðauppbyggingu. En Danir tengja dönsku krónuna við evru og þessi sambúð virðist henta Færeyjum ljómandi vel. Genatengd verðbólga eða eitthvað annað? Á Íslandi héldum við nýlega á eins árs afmæli sturlaðra vaxta, en í heilt ár hafa stýrivextir Seðlabankans verið 9,25%. Í Færeyjum eru stýrivextirnir 3,35%. Vaxtakostnaður heimila á Íslandi jókst um heila 39 milljarða í fyrra. Staðlað svar ríkisstjórnarinnar við þessu galna ástandi er að hávaxtastig sé bara í eðli íslenska kerfisins. Jafnvel í genunum samkvæmt glænýjum skýringum úr fjármálaráðuneytinu. Haustið 2026 verður genatengd íslensk verðbólga kannski komin í námunda við markmið Seðlabankans. Það verður þá eftir 80 mánaða verðbólgu, níu ár af hallarekstri ríkissjóðs og vaxtastig sem svipar til efnahags í stríðshrjáðu ríki. Tvær þjóðir á Íslandi Við erum á öðrum stað en frændur okkar í Færeyjum hvað varðar kostnað fólks af húsnæðislánum. En það er ekki bara að við séum í annarri stöðu en Færeyjar. Á Íslandi er þjóðinni skipt upp í tvær fylkingar. Það er fólkið sem lifir í krónuhagkerfinu og síðan eru það fyrirtækin sem gera upp í evrum og dollurum. Þau eru á þriðja hundrað fyrirtækin sem hafa yfirgefið krónuna. Fjörutíu og tvö prósent þjóðarframleiðslunnar. Vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa ekki áhrif á lán þessara fyrirtækja. Þannig tekur venjulegt fólk skellinn fyrir krónuna á meðan hinum er komið í var. Stöðugleikinn er þess vegna bara lúxus sumra en ekki allra. Viðreisn vill að stöðugleiki í efnahagsmálum sé valkostur allra. Og stöðugleikinn fæst ekki fyrr en almenningur nýtur stöðugs gjaldmiðils rétt eins og stórfyrirtækin gera. Það er auðvitað hægt að bjóða fólki vaxtabætur, húsnæðisbætur og barnabætur og það þarf svo sannarlega að gera á meðan staðan er eins og hún er. Það kostar hins vegar fyrir ríkið og það speglast þá í háum sköttum á venjulegt fjölskyldufólk á Íslandi. En það væri líka hægt að fara ræða bara um kostnaðinn af krónunni fyrir fólkið í landinu. Þegar staðan er svona er hætta á því að íslenskir háskólanemar erlendis velji ekki lengur að koma heim eftir nám. Við sjáum merki þess nú þegar. Einfaldlega vegna þess að nágrannalöndin bjóða vexti, verð á matvöru og stuðning við barnafjölskyldur sem þekkist ekki á Íslandi. Leyfum fólkinu að ráða Nú er áratugur síðan stjórnvöld komu í veg fyrir að þjóðin fengi að taka afstöðu til framtíðar í Evrópusambandinu. Frá þeim tíma hefur íslenskt hagkerfi haldið áfram að skoppa eins og vaskafat á úthafi með tilheyrandi uppköstum og herkostnaði. Er ekki kominn tími til að fólkið í landinu fái að gera það upp við sig hvort það vilji skoða aðra valkosti en skoppandi örgjaldmiðil? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun